„Margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2024 22:39 Glæsilegur Arnar Grétarsson skartaði skemmtilegum skóbúnaði á hliðarlínunni í kvöld. vísir / hulda margrét Arnar Grétarsson þjálfari Vals fannst Valsmenn eiga meira skilið úr leik liðsins gegn Fylki í kvöld en markalaust jafntefli. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu beitta á síðasta þriðungi vallarins. „Já, ég held það nú,“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist Valsmenn átt meira skilið úr leiknum. „Þetta var leikur þar sem hver átti sín tækifæri og upphlaup. Heilt yfir stjórnum við leiknum, vorum mun meira með boltann og vorum að komast trekk í trekk afturfyrir þá. Það vantaði færi á síðasta þriðjung til að klára.“ Fylkismenn voru skeinuhættir í skyndisóknum í leiknum og sköpuðu sér í nokkur skipti góð færi. Það gerðu Valsmenn einnig og meðal annars átti Gylfi Þór Sigurðsson tvö góð skot í fyrri hálfleiknum sem Ólafur Kristófer Helgason í marki Fylkis náði að verja. „Ég held við höfum alveg fengið færi í fyrri og seinni til að klára en þeir áttu sín upphlaup. Þegar þú sækir á mörgum þá eru þeir mjög fljótir fram á við. Ég held að við hefðum viljað fá þrjú stig úr þessum leik.“ Arnar var svekktur út í sína menn að hafa ekki nýtt góðar stöður betur. „Við erum trekk í trekk að komast afturfyrir þá og eigum sendingar í fyrri hálfleik inni í vítateig. Þá erum við of lengi að senda og þeir komast fyrir alla bolta, það er svekkjandi.“ „Svo eru margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta. Það er það sem skilur á milli, á síðasta þriðjungi vorum við ekki nógu beinskeyttir og beittir. Við vorum ekki nógu ferskir í fyrri hálfleik og vorum í basli þegar það komu langir boltar. Þeir voru að vinna seinni boltann og voru hættulegir. Þeir áttu klárlega sín tækifæri í þessum leik,“ en Fylkismenn misnotuðu meðal annars vítaspyrnu í leiknum. Valsmenn fengu fjölmargar hornspyrnur í leiknum sem lítið kom út úr. Gylfi Þór Sigurðsson tók þær flestar en Adam Ægir Pálsson tók við eftir að Gylfi var tekinn af velli. Þurfa Valsmenn að æfa föstu leikatriðin betur? „Það er alveg klárt að við fengum ansi mikið af hornspyrnum en það komu engin dauðafæri út úr því. Þannig að það segir sig sjálft.“ Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
„Já, ég held það nú,“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist Valsmenn átt meira skilið úr leiknum. „Þetta var leikur þar sem hver átti sín tækifæri og upphlaup. Heilt yfir stjórnum við leiknum, vorum mun meira með boltann og vorum að komast trekk í trekk afturfyrir þá. Það vantaði færi á síðasta þriðjung til að klára.“ Fylkismenn voru skeinuhættir í skyndisóknum í leiknum og sköpuðu sér í nokkur skipti góð færi. Það gerðu Valsmenn einnig og meðal annars átti Gylfi Þór Sigurðsson tvö góð skot í fyrri hálfleiknum sem Ólafur Kristófer Helgason í marki Fylkis náði að verja. „Ég held við höfum alveg fengið færi í fyrri og seinni til að klára en þeir áttu sín upphlaup. Þegar þú sækir á mörgum þá eru þeir mjög fljótir fram á við. Ég held að við hefðum viljað fá þrjú stig úr þessum leik.“ Arnar var svekktur út í sína menn að hafa ekki nýtt góðar stöður betur. „Við erum trekk í trekk að komast afturfyrir þá og eigum sendingar í fyrri hálfleik inni í vítateig. Þá erum við of lengi að senda og þeir komast fyrir alla bolta, það er svekkjandi.“ „Svo eru margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta. Það er það sem skilur á milli, á síðasta þriðjungi vorum við ekki nógu beinskeyttir og beittir. Við vorum ekki nógu ferskir í fyrri hálfleik og vorum í basli þegar það komu langir boltar. Þeir voru að vinna seinni boltann og voru hættulegir. Þeir áttu klárlega sín tækifæri í þessum leik,“ en Fylkismenn misnotuðu meðal annars vítaspyrnu í leiknum. Valsmenn fengu fjölmargar hornspyrnur í leiknum sem lítið kom út úr. Gylfi Þór Sigurðsson tók þær flestar en Adam Ægir Pálsson tók við eftir að Gylfi var tekinn af velli. Þurfa Valsmenn að æfa föstu leikatriðin betur? „Það er alveg klárt að við fengum ansi mikið af hornspyrnum en það komu engin dauðafæri út úr því. Þannig að það segir sig sjálft.“
Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira