Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 15:59 Eldur logar í húsum Palestínumanna á Vesturbakkanum í morgun. AP/Nasser Nasser Ísraelskir hermenn fundu í dag lík fjórtán ára fjárhirðis sem sagður er hafa verið myrtur en hvarf hans leiddi til mannskæðra árása landtökufólks á Palestínumenn á Vesturbakkanum. Eftir að Binyamin Achimair hvarf í gær réðust hópar ísraelskra landtökumanna á að minnsta kosti tíu þorp Palestínumanna þar sem þeir kveiktu í húsum og bílum og skutu á fólk. Einn Palestínumaður dó í árás á þorpið al-Mughayyir og 25 eru særðir. AP fréttaveitan segir tugi landtökumanna hafa ráðist aftur á þorpið í morgun þar sem þeir særðu þrjá til viðbótar og þar af einn alvarlega. Frá því að stríðið hófst á Gasaströndinni, þann 7. október hafa að minnsta kosti 460 Palestínumenn látið lífið af höndum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. Flestir þeirra voru skotnir af öryggissveitum en margir voru myrtir af landtökumönnum. Sjá einnig: Ísraelar gefa grænt ljós á ný hús á landtökusvæðunum Achimair fór frá þorpi sínu snemma á föstudag til að vakta kindur á beit þar nærri. Kindurnar sneru þó einar til þorpsins nokkrum klukkustundum síðar og hófst þá leit að smalanum. Lík Achimair fannst í dag og er hann sagður hafa verið myrtur í því sem yfirvöld kalla hryðjuverki en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Snemma eftir að hann hvarf hófust árásir landtökumanna á Palestínumenn. Huge terrorist attack by Israeli settlers on Doma, south Nablus.Several residents are injured by settler gunfire pic.twitter.com/arinSPyTnY— Younis Tirawi | (@ytirawi) April 13, 2024 Börðu ljósmyndara Times of Israel hefur eftir ljósmyndara miðilsins Yedioth Ahronoth að landtökumenn hafi barið hann til óbóta eftir að hann myndaði grímuklædda landtökumenn kveikja í húsum í einu þorpanna sem ráðist var á. Ljósmyndarinn, sem heitir Shaul Golan, sagðist hafa falið sig undir borði þegar hópurinn nálgaðist hann en barn í hópnum hafi séð hann og bent á hann. Þá hafi meðlimir hópsins barið hann og brennt allan ljósmyndabúnaðinn hans. Golan segir að þeir hafi einnig leitað í vösum hans eftir minniskortum til að tryggja að hann ætti engar myndir af honum. Hann sagði marga í óreiðunum hafa verið í herbúningum og með byssur. „Það voru tuttugu eða þrjátíu menn sem börðu mig og þegar ég kallaði eftir hjálp vonaðist ég til að hermenn myndu heyra í mér. En þeir voru hermenn. Ég lá í gólfinu meðan þeir spörkuðu allir í höfuð mitt og maga,“ sagði Golan. Hann sagðist hafa verið skilinn eftir illa leikinn og afklæddur. Israeli settlers are reportedly attacking Palestinians in the West Bank towns of Beitin and Duma, close to Ramallah. The clashes come amid tensions over missing 14-year-old Benjamin Achimeir. Yesterday, amid searches for the teen, one Palestinian was killed and dozens were hurt pic.twitter.com/R3A1dbJGz1— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024 Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. 9. apríl 2024 15:08 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Eftir að Binyamin Achimair hvarf í gær réðust hópar ísraelskra landtökumanna á að minnsta kosti tíu þorp Palestínumanna þar sem þeir kveiktu í húsum og bílum og skutu á fólk. Einn Palestínumaður dó í árás á þorpið al-Mughayyir og 25 eru særðir. AP fréttaveitan segir tugi landtökumanna hafa ráðist aftur á þorpið í morgun þar sem þeir særðu þrjá til viðbótar og þar af einn alvarlega. Frá því að stríðið hófst á Gasaströndinni, þann 7. október hafa að minnsta kosti 460 Palestínumenn látið lífið af höndum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. Flestir þeirra voru skotnir af öryggissveitum en margir voru myrtir af landtökumönnum. Sjá einnig: Ísraelar gefa grænt ljós á ný hús á landtökusvæðunum Achimair fór frá þorpi sínu snemma á föstudag til að vakta kindur á beit þar nærri. Kindurnar sneru þó einar til þorpsins nokkrum klukkustundum síðar og hófst þá leit að smalanum. Lík Achimair fannst í dag og er hann sagður hafa verið myrtur í því sem yfirvöld kalla hryðjuverki en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Snemma eftir að hann hvarf hófust árásir landtökumanna á Palestínumenn. Huge terrorist attack by Israeli settlers on Doma, south Nablus.Several residents are injured by settler gunfire pic.twitter.com/arinSPyTnY— Younis Tirawi | (@ytirawi) April 13, 2024 Börðu ljósmyndara Times of Israel hefur eftir ljósmyndara miðilsins Yedioth Ahronoth að landtökumenn hafi barið hann til óbóta eftir að hann myndaði grímuklædda landtökumenn kveikja í húsum í einu þorpanna sem ráðist var á. Ljósmyndarinn, sem heitir Shaul Golan, sagðist hafa falið sig undir borði þegar hópurinn nálgaðist hann en barn í hópnum hafi séð hann og bent á hann. Þá hafi meðlimir hópsins barið hann og brennt allan ljósmyndabúnaðinn hans. Golan segir að þeir hafi einnig leitað í vösum hans eftir minniskortum til að tryggja að hann ætti engar myndir af honum. Hann sagði marga í óreiðunum hafa verið í herbúningum og með byssur. „Það voru tuttugu eða þrjátíu menn sem börðu mig og þegar ég kallaði eftir hjálp vonaðist ég til að hermenn myndu heyra í mér. En þeir voru hermenn. Ég lá í gólfinu meðan þeir spörkuðu allir í höfuð mitt og maga,“ sagði Golan. Hann sagðist hafa verið skilinn eftir illa leikinn og afklæddur. Israeli settlers are reportedly attacking Palestinians in the West Bank towns of Beitin and Duma, close to Ramallah. The clashes come amid tensions over missing 14-year-old Benjamin Achimeir. Yesterday, amid searches for the teen, one Palestinian was killed and dozens were hurt pic.twitter.com/R3A1dbJGz1— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. 9. apríl 2024 15:08 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. 9. apríl 2024 15:08
Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54