Biden segist ósammála nálgun Netanyahu og hann sé að gera mistök Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. apríl 2024 06:50 Biden hefur hingað til verið ötulasti stuðningsmaður Netanyahu en afstaða hans hefur breyst. Það má meðal annars rekja til hörmungarástandsins sem nú ríkir á Gasa og auknum hita í kosningabaráttunni heima fyrir. GPO/Anadolu/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Univision í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, vera að gera mistök varðandi Gasa og að hann væri ekki sammála nálgun hans. Biden ítrekaði gagnrýni sína á árás Íraelshers á starfsmenn hjálparsamtaka í síðustu viku, þar sem sjö létu lífið. Þá sagðist hann vilja sjá Ísraelsmenn koma á tafarlausu vopnahléi í sex til átta vikur og hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Ummæli forsetans fela í sér nokkra stefnubreytingu en hann hefur áður sagt að það sé undir Hamas komið að ganga að skilmálum um vopnahlé og lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. Biden sagðist einnig hafa rætt við stjórnvöld í Sádi Arabíu, Egyptalandi og Jórdaníu og að þau væru reiðubúin til að flytja matvæli inn á Gasa um leið og Ísraelsmenn gæfu græna ljósið. „Það er engin afsökun fyrir því að sjá fólkinu ekki fyrir heilbrigðisþjónustu og matvælum. Það ætti að gerast núna,“ sagði Biden. Ísraelsmenn sögðu í gær að 468 flutningabifreiðum hefði verið hleypt inn á Gasa í gær og 419 á mánudag. Um er að ræða mesta aðflutning neyðargagna inn á svæðið frá því að stríðið hófst en talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja þetta hins vegar langt í frá nóg. Þá sagði Samantha Power, yfirmaður USAid, fyrir þingnefnd í gær að hungursneyð ríkti á Gasa en á sama tíma væru fullar matvöruverslanir í tveggja kílómetra fjarlægð. „Við þurfum að fara langt umfram 500 bíla,“ sagði hún. Þrátt fyrir breyttan tón vestanhafs varðandi hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa hefur Netanyahu greint frá því að áhlaup á Rafah, þar sem yfir milljón manna hefst við, sé á dagskrá. Samningaviðræður um vopnahlé standa yfir en lítið virðist hafa þokast í þeim. Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Biden ítrekaði gagnrýni sína á árás Íraelshers á starfsmenn hjálparsamtaka í síðustu viku, þar sem sjö létu lífið. Þá sagðist hann vilja sjá Ísraelsmenn koma á tafarlausu vopnahléi í sex til átta vikur og hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Ummæli forsetans fela í sér nokkra stefnubreytingu en hann hefur áður sagt að það sé undir Hamas komið að ganga að skilmálum um vopnahlé og lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. Biden sagðist einnig hafa rætt við stjórnvöld í Sádi Arabíu, Egyptalandi og Jórdaníu og að þau væru reiðubúin til að flytja matvæli inn á Gasa um leið og Ísraelsmenn gæfu græna ljósið. „Það er engin afsökun fyrir því að sjá fólkinu ekki fyrir heilbrigðisþjónustu og matvælum. Það ætti að gerast núna,“ sagði Biden. Ísraelsmenn sögðu í gær að 468 flutningabifreiðum hefði verið hleypt inn á Gasa í gær og 419 á mánudag. Um er að ræða mesta aðflutning neyðargagna inn á svæðið frá því að stríðið hófst en talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja þetta hins vegar langt í frá nóg. Þá sagði Samantha Power, yfirmaður USAid, fyrir þingnefnd í gær að hungursneyð ríkti á Gasa en á sama tíma væru fullar matvöruverslanir í tveggja kílómetra fjarlægð. „Við þurfum að fara langt umfram 500 bíla,“ sagði hún. Þrátt fyrir breyttan tón vestanhafs varðandi hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa hefur Netanyahu greint frá því að áhlaup á Rafah, þar sem yfir milljón manna hefst við, sé á dagskrá. Samningaviðræður um vopnahlé standa yfir en lítið virðist hafa þokast í þeim.
Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira