„Þú lagar ekki ónýtan bíl með því að skipta um bílstjóra“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 9. apríl 2024 15:12 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar hefur litla trú á nýrri ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segist enga trú hafa á því að nokkuð breytist hjá ríkisstjórninni með hrókeringum ráðherrastóla. Vandamálið hafi ekki verið hver sitji hvar heldur það hvernig ríkisstjórnarflokkunum þremur hefur illa tekist að ná saman málefnalega. „Ég auðvitað óska nýju fólki til hamingju með vegtillurnar og það allt saman en vandi þessarar ríkisstjórnar hefur auðvitað ekki verið hver situr í hvaða ráðuneyti. Vandinn er sá að þeim hefur gengið illa að ná saman um algjöra lykil málaflokka: Vexti, verðbólgu, að lemja niður langa biðlista í heilbrigðiskerfinu og við fengum ekkert að sjá á nein spil sem sýna hvernig þau ætla að tækla málefnin,“ segir Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar í viðtali við fréttastofu. Vandamálið hafi hingað til ekki verið hver situr í hvaða ráðuneyti. „Þau hafa ekki hingað til verið að koma sér saman um aðgerðir fyrir fólkið í landinu og það er ekkert að fara að breytast með þessu. Þú ert ekki að fara að laga ónýtan bíl með því að skipta um bílstjóra.“ Óttast að úr verði meira af því sama Hann trúir því ekki að með þessum breytingum breytist nokkur hlutur hjá ríkisstjórninni. „Þetta er sama ríkisstjórnin, þau eru bara að færa sig á milli stóla. Þau sýndu ekki á nein málefnaspil. Mér finnst svolítið áhugavert í umræðunni síðustu daga að þau kynntu fyrir einum og hálfum mánuði í útlendinga- og hælisleitendamálum og allt í einu var það orðið ágreiningsefni af hálfu Sjálfstæðisflokksins, einum og hálfum mánuði seinna. Þau eru meira að segja ekki að ná saman um mál sem þau segjast búin að ná saman um,“ segir Sigmar. „Ég óttast það að við fáum áfram bara meira af því sama og ég get ekki séð neitt sérstakt ákall um það að þessi ríkisstjórn haldi áfram saman á sömu braut. Ég held að fólk vilji miklu frekar sjá einhverjar breytingar og það er eðlilegast að við sjáum kosningar sem fyrst.“ Eðlilegt að VG og Sjálfstæðisflokkur nái ekki saman um ríkisfjármálin Sigmar segist ekki telja að breyting verði á fjármálastefnunni þrátt fyrir að Framsóknarmaður setjist nú í fyrsta sinn í fjármálaráðuneytið í 45 ár, sem hefur verið undir stjórn Sjálfstæðismanna lengi. „Á endanum er það auðvitað þannig að flokkarnir þurfa að koma sér saman um stórar og miklar aðgerðir sem þarf að fara í til að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það sjá það allir að viðbragð til skemmri tíma er auðvitað það að ríkið fari betur með peninga almennings. Að við fáum betri þjónustu fyrir sama pening. Það hefur ekkert trúverðugt komið úr samtali þessara þriggja flokka hingað til hvað það varðar,“ segir Sigmar. „Sem er bara mjög eðlilegt því flokkarnir eru svo ólíkir. Þetta er allt fólk sem vill vinna landi og þjóð gagn og allt það. Við erum bara búin að sjá það að þeim gengur illa að ná saman um svona hluti og þegar kemur að svona stórum atriðum eins og ríkisfjármálunum er mjög eðlilegt að flokkurinn sem er lengst til vinstri og Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki saman um það sem þó þarf að gera. Það er ekkert að fara að breytast þó Framsóknarmaður setjist í fjármálaráðuneytið.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Forsætisráðuneytið ekki helsta þrætueplið Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. 9. apríl 2024 14:58 Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonast eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49 Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
„Ég auðvitað óska nýju fólki til hamingju með vegtillurnar og það allt saman en vandi þessarar ríkisstjórnar hefur auðvitað ekki verið hver situr í hvaða ráðuneyti. Vandinn er sá að þeim hefur gengið illa að ná saman um algjöra lykil málaflokka: Vexti, verðbólgu, að lemja niður langa biðlista í heilbrigðiskerfinu og við fengum ekkert að sjá á nein spil sem sýna hvernig þau ætla að tækla málefnin,“ segir Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar í viðtali við fréttastofu. Vandamálið hafi hingað til ekki verið hver situr í hvaða ráðuneyti. „Þau hafa ekki hingað til verið að koma sér saman um aðgerðir fyrir fólkið í landinu og það er ekkert að fara að breytast með þessu. Þú ert ekki að fara að laga ónýtan bíl með því að skipta um bílstjóra.“ Óttast að úr verði meira af því sama Hann trúir því ekki að með þessum breytingum breytist nokkur hlutur hjá ríkisstjórninni. „Þetta er sama ríkisstjórnin, þau eru bara að færa sig á milli stóla. Þau sýndu ekki á nein málefnaspil. Mér finnst svolítið áhugavert í umræðunni síðustu daga að þau kynntu fyrir einum og hálfum mánuði í útlendinga- og hælisleitendamálum og allt í einu var það orðið ágreiningsefni af hálfu Sjálfstæðisflokksins, einum og hálfum mánuði seinna. Þau eru meira að segja ekki að ná saman um mál sem þau segjast búin að ná saman um,“ segir Sigmar. „Ég óttast það að við fáum áfram bara meira af því sama og ég get ekki séð neitt sérstakt ákall um það að þessi ríkisstjórn haldi áfram saman á sömu braut. Ég held að fólk vilji miklu frekar sjá einhverjar breytingar og það er eðlilegast að við sjáum kosningar sem fyrst.“ Eðlilegt að VG og Sjálfstæðisflokkur nái ekki saman um ríkisfjármálin Sigmar segist ekki telja að breyting verði á fjármálastefnunni þrátt fyrir að Framsóknarmaður setjist nú í fyrsta sinn í fjármálaráðuneytið í 45 ár, sem hefur verið undir stjórn Sjálfstæðismanna lengi. „Á endanum er það auðvitað þannig að flokkarnir þurfa að koma sér saman um stórar og miklar aðgerðir sem þarf að fara í til að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það sjá það allir að viðbragð til skemmri tíma er auðvitað það að ríkið fari betur með peninga almennings. Að við fáum betri þjónustu fyrir sama pening. Það hefur ekkert trúverðugt komið úr samtali þessara þriggja flokka hingað til hvað það varðar,“ segir Sigmar. „Sem er bara mjög eðlilegt því flokkarnir eru svo ólíkir. Þetta er allt fólk sem vill vinna landi og þjóð gagn og allt það. Við erum bara búin að sjá það að þeim gengur illa að ná saman um svona hluti og þegar kemur að svona stórum atriðum eins og ríkisfjármálunum er mjög eðlilegt að flokkurinn sem er lengst til vinstri og Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki saman um það sem þó þarf að gera. Það er ekkert að fara að breytast þó Framsóknarmaður setjist í fjármálaráðuneytið.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Forsætisráðuneytið ekki helsta þrætueplið Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. 9. apríl 2024 14:58 Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonast eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49 Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Forsætisráðuneytið ekki helsta þrætueplið Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. 9. apríl 2024 14:58
Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonast eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49
Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9. apríl 2024 14:48