Erlent

Yngsti for­sætis­ráð­herrann í sögu landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Simon Harris fyrir utan Leinster House í Dublin í morgun.
Simon Harris fyrir utan Leinster House í Dublin í morgun. AP

Írska þingið samþykkti í dag hinn 37 ára Simon Harris sem næsta forsætisráðherra landsins, eða taoiseach. Harris verður sá yngsti í sögunni til að skipa embættið, en hann tekur við af Leo Varadkar sem sagði óvænt af sér embætti í síðasta mánuði.

Írska þingið samþykkti tillöguna þar sem 88 greiddu atkvæði með tillögunni og 69 gegn.

Harris tók við sem formaður flokksins Fine Gael í síðasta mánuði. Hann hefur áður gegnt embætti heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra og er þekktastur fyrir að stýra viðbrögðum írskra stjórnvalda í heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Harris mun síðar í dag ganga á fund Michael D. Higgins Írlandsforseta þar sem hann verður formlega skipaður forsætisráðherra.

Harris mun stýra samsteypustjórn en innan við ár er í að þingkosningar fari fram í landinu. Stjórnarandstæðingarnir í Sinn Fein hafa verið á mikilli siglingu í könnunum síðustu misserin.

Hann settist fyrst á Dáil, þing þeirra Íra, aðeins 24 ára gamall.


Tengdar fréttir

Simon Harris nýr leiðtogi Fine Gael

Hinn 37 ára Simon Harris verður næsti leiðtogi hins írska flokks Fine Gael. Hann er því skrefinu nær því að verða yngsti forsætisráðherra, eða taoiseach eins og þeir kalla embættið á sínu gelíska máli, í sögu landsins.

Vara­dkar hættir sem for­sætis­ráð­herra

Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×