Erlent

Egyptar, Jór­danir og Frakkar vara við á­hlaupi á Rafah

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skriðdrekar Ísraelshers í viðbragðsstöðu við landamærin að Gasa.
Skriðdrekar Ísraelshers í viðbragðsstöðu við landamærin að Gasa. AP/Tsafrir Abayov

Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar.

Leiðtogarnir segja að árás myndi aðeins þýða fleiri dauðsföll og meiri þjáningu fyrir íbúa svæðisins og stuðla að því að átökin breiðist út um miðausturlönd. 

Leiðtogarnir segja ennfremur í yfirlýsingu sinni, sem birtist í mörgum helstu dagblöðum heims, að Ísraelar verði að hlýða nýlegri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem kallað er eftir tafarlausu vopnahléi og lausn allra gísla í haldi Hamas. 

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði hinsvegar í gær að dagsetning sé klár hvað varðar innrás á Rafah. Hann sagði viðræður um lausn gísla í fullum gangi í Kaíró, en að það breyti því ekki að Hamas samtökin verði upprætt, og það þýði innrás í Rafah.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×