Leikmaður Vestra fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 12:31 Vestramenn lentu í vandræðum á leiðinni heim til Ísafjarðar. Vísir/Diego Leikmaður Vestra endaði á sjúkrahúsi eftir bílveltu í gær en hún varð þegar liðið var á leið heim til Ísafjarðar eftir fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta. Vestri tapaði 2-0 á móti Fram í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Liðið átti flug til baka til Ísafjarðar en því var aflýst vegna veðurs. Það var því tekin ákvörðun um að keyra frekar vestur. „Einn af þremur bílum hjá okkur varð fyrir því óláni að velta á leiðinni til Ísafjarðar og það þurfti að senda einn af okkar mönnum suður með sjúkrabíl," sagði Samúel Samúelsson, hjá knattspyrnudeild Vestra, við Fótbolta.net í dag. „Aðstæður voru ekki góðar, það hafði skafið inn á veginn og þegar þeir keyrðu í einn skaflinn misstu þeir stjórn á bílnum og hann valt. Þeir voru ekki á miklum hraða þegar þetta gerðist en hinir tveir bílarnir komu að þeim þegar þeir höfðu lent í bílveltunni. Menn voru í nettu sjokki," sagði Samúel. Útskrifaður af sjúkrahúsi Sergine Fall, sem var í byrjunarliðinu var sá sem slasaðist. Við skoðun í Hólmavík var ákveðið að senda hann á sjúkrahús til Reykjavíkur. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, fylgdi honum suður eins og sönnum fyrirliða sæmir. Meiðsli Fall eru ekki talin eins alvarlega og óttast var í fyrstu. Hann er með brákað rifbein. Samúel talar um það í fyrrnefndu viðtali að hugsanlega verða þeir að skoða betur hvernig staðið er að ferðalögum liðsins. „Ég hefði bara átt að láta strákana gista í bænum í nótt og taka flugið í morgun," viðurkenndi Samúel í viðtalinu. Hann tók það um leið fram að hann hafi aldrei lent í svona áður á öllum árum sínum í boltanum. Uppfært 13.00: Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sótti Fall á sjúkrahúsið í dag. Fall er með brákað rifbein en Davíð segir að að öðru leyti virðist leikmönnum ekki hafa orðið meint af slysinu. Þeir voru allir í bílbelti. Besta deild karla Vestri Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Vestri tapaði 2-0 á móti Fram í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Liðið átti flug til baka til Ísafjarðar en því var aflýst vegna veðurs. Það var því tekin ákvörðun um að keyra frekar vestur. „Einn af þremur bílum hjá okkur varð fyrir því óláni að velta á leiðinni til Ísafjarðar og það þurfti að senda einn af okkar mönnum suður með sjúkrabíl," sagði Samúel Samúelsson, hjá knattspyrnudeild Vestra, við Fótbolta.net í dag. „Aðstæður voru ekki góðar, það hafði skafið inn á veginn og þegar þeir keyrðu í einn skaflinn misstu þeir stjórn á bílnum og hann valt. Þeir voru ekki á miklum hraða þegar þetta gerðist en hinir tveir bílarnir komu að þeim þegar þeir höfðu lent í bílveltunni. Menn voru í nettu sjokki," sagði Samúel. Útskrifaður af sjúkrahúsi Sergine Fall, sem var í byrjunarliðinu var sá sem slasaðist. Við skoðun í Hólmavík var ákveðið að senda hann á sjúkrahús til Reykjavíkur. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, fylgdi honum suður eins og sönnum fyrirliða sæmir. Meiðsli Fall eru ekki talin eins alvarlega og óttast var í fyrstu. Hann er með brákað rifbein. Samúel talar um það í fyrrnefndu viðtali að hugsanlega verða þeir að skoða betur hvernig staðið er að ferðalögum liðsins. „Ég hefði bara átt að láta strákana gista í bænum í nótt og taka flugið í morgun," viðurkenndi Samúel í viðtalinu. Hann tók það um leið fram að hann hafi aldrei lent í svona áður á öllum árum sínum í boltanum. Uppfært 13.00: Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sótti Fall á sjúkrahúsið í dag. Fall er með brákað rifbein en Davíð segir að að öðru leyti virðist leikmönnum ekki hafa orðið meint af slysinu. Þeir voru allir í bílbelti.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira