Vill innflytjendur frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2024 09:56 Donald Trump segist vilja fleira fólk frá löndum eins og Danmörku, Sviss og Noregi til Bandaríkjanna. AP/Paul Sancya Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kvartaði um helgina yfir því að fólk frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku væru ekki að flytja til Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að fólk úr fangelsum „ótrúlegra“ og „hörmulegra“ landa flæddu til Bandaríkjanna. Trump hefur á undanförnum vikum í minnst tveimur ræðum líkt farand- og flóttafólki við dýr. Hann hélt um 45 mínútna ræðu á fjáröflun fyrir auðjöfra á laugardagskvöldið en Trump er sagður hafa farið um víðan völl í ræðu sinni. Stór hluti ræðunnar snerist þú um farand- og flóttafólk, samkvæmt heimildum New York Times. Eftir að Trump talaði um að glæpamenn frá hörmulegum löndum væru að flæða til Bandaríkjanna virtist hann vísa til umdeildra ummæla sinna frá 2018, þegar hann lýsti Haítí og nokkrum Afríkuríkjum sem „skítaholum“. Sjá einnig: Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ „Þegar ég segi, þið vitið, af hverju við leyfum ekki fólki frá huggulegum löndum að koma, þá er ég að reyna að vera indæll,“ sagði Trump. „Hugguleg lönd eins og Danmörk, Sviss? Erum við að fá eitthvað fólk frá Danmörku? Hvað með Sviss? Hvað með Noreg?“ Þá bætti Trump við að fólk hefði tekið ummælum honum um „skítaholu“-löndin illa en honum þætti þau ummæli fín. Í kjölfarið kvartaði hann yfir því að fólk frá Jemen, þar sem fólk væri „að sprengja hvort annað í loft upp út um allt“, væri að ferðast til Bandaríkjanna. Líkti farand- og flóttafólki við dýr Umferð farand- og flóttafólks um landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur aukist verulega og hefur Trump farið hörðum orðum um Joe Biden, sitjandi forseta og mótframbjóðanda sinn, vegna ástandsins. Trump sjálfur kom þó í veg fyrir umfangsmiklar aðgerðir á landamærunum þegar hann skipaði Repúblikönum að samþykkja ekki frumvarp sem þingmenn beggja flokka hefðu komið að því að semja og sagði hann opinberlega að ástæðan væri sú að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Eins og áður segir hefur Trump í minnst tveimur ræðum á undanförnum vikum talað um farand- og flóttafólk sem dýr. Það gerði hann síðast í Michigan í síðustu viku. „Þeir eru að senda fanga, morðingja, fíkniefnasala, geðsjúklinga og hryðjuverkamenn. Þá verstu,“ sagði Trump. Hann sagði þetta ekki gerast eingöngu í Suður-Ameríku heldur væri allur heimurinn að senda hræðilegt fólk til Bandaríkjanna. „Þeir koma frá Kongó, Jemen, Sómalíu, Sýrlandi, þeir koma frá öllum heimshornum, Kína.“ Flestir sem fara yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna eru samkvæmt embættismönnum fjölskyldufólk á flótta undan fátækt og ofbeldi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar um farand- og flóttafólk með þessum hætti. Þá hefur hann áður sakað farand- og flóttafólk um að vera „eitur í blóði“ Bandaríkjanna. Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Biden og sagði hann hafa tekið slæmar ákvarðanir við sögufrægt skrifborð Hvíta hússins, sem hefur verið notað af á þriðja tug forseta Bandaríkjanna. Resolute-skrifborðið var sent sem gjöf frá Viktoríu Bretlandsdrottningu til Rutherford B. Heyes árið 1880, en það var smíðað úr timbri breska skipsins HMS Resolute. „Resolute-skrifborðið er fallegt,“ sagði Trump. „Ronald Reagan notaði það, aðrir notuðu það. Í grein NYT segir að Trump hafi síðan kvartað yfir því Biden hafi notað það. „Hann notar það. Ég nota það kannski ekki næst. Það hefur verið saurgað og ég meina það bókstaflega,“ sagði Trump og tóku gestir sem blaðamenn NYT ræddu við ummælunum þannig að Trump hefði gefið í skin að Biden hefði skitið á borðið. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Flóttamenn Danmörk Sviss Noregur Tengdar fréttir Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56 Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03 Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. 15. mars 2024 23:32 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump hefur á undanförnum vikum í minnst tveimur ræðum líkt farand- og flóttafólki við dýr. Hann hélt um 45 mínútna ræðu á fjáröflun fyrir auðjöfra á laugardagskvöldið en Trump er sagður hafa farið um víðan völl í ræðu sinni. Stór hluti ræðunnar snerist þú um farand- og flóttafólk, samkvæmt heimildum New York Times. Eftir að Trump talaði um að glæpamenn frá hörmulegum löndum væru að flæða til Bandaríkjanna virtist hann vísa til umdeildra ummæla sinna frá 2018, þegar hann lýsti Haítí og nokkrum Afríkuríkjum sem „skítaholum“. Sjá einnig: Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ „Þegar ég segi, þið vitið, af hverju við leyfum ekki fólki frá huggulegum löndum að koma, þá er ég að reyna að vera indæll,“ sagði Trump. „Hugguleg lönd eins og Danmörk, Sviss? Erum við að fá eitthvað fólk frá Danmörku? Hvað með Sviss? Hvað með Noreg?“ Þá bætti Trump við að fólk hefði tekið ummælum honum um „skítaholu“-löndin illa en honum þætti þau ummæli fín. Í kjölfarið kvartaði hann yfir því að fólk frá Jemen, þar sem fólk væri „að sprengja hvort annað í loft upp út um allt“, væri að ferðast til Bandaríkjanna. Líkti farand- og flóttafólki við dýr Umferð farand- og flóttafólks um landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur aukist verulega og hefur Trump farið hörðum orðum um Joe Biden, sitjandi forseta og mótframbjóðanda sinn, vegna ástandsins. Trump sjálfur kom þó í veg fyrir umfangsmiklar aðgerðir á landamærunum þegar hann skipaði Repúblikönum að samþykkja ekki frumvarp sem þingmenn beggja flokka hefðu komið að því að semja og sagði hann opinberlega að ástæðan væri sú að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Eins og áður segir hefur Trump í minnst tveimur ræðum á undanförnum vikum talað um farand- og flóttafólk sem dýr. Það gerði hann síðast í Michigan í síðustu viku. „Þeir eru að senda fanga, morðingja, fíkniefnasala, geðsjúklinga og hryðjuverkamenn. Þá verstu,“ sagði Trump. Hann sagði þetta ekki gerast eingöngu í Suður-Ameríku heldur væri allur heimurinn að senda hræðilegt fólk til Bandaríkjanna. „Þeir koma frá Kongó, Jemen, Sómalíu, Sýrlandi, þeir koma frá öllum heimshornum, Kína.“ Flestir sem fara yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna eru samkvæmt embættismönnum fjölskyldufólk á flótta undan fátækt og ofbeldi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar um farand- og flóttafólk með þessum hætti. Þá hefur hann áður sakað farand- og flóttafólk um að vera „eitur í blóði“ Bandaríkjanna. Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Biden og sagði hann hafa tekið slæmar ákvarðanir við sögufrægt skrifborð Hvíta hússins, sem hefur verið notað af á þriðja tug forseta Bandaríkjanna. Resolute-skrifborðið var sent sem gjöf frá Viktoríu Bretlandsdrottningu til Rutherford B. Heyes árið 1880, en það var smíðað úr timbri breska skipsins HMS Resolute. „Resolute-skrifborðið er fallegt,“ sagði Trump. „Ronald Reagan notaði það, aðrir notuðu það. Í grein NYT segir að Trump hafi síðan kvartað yfir því Biden hafi notað það. „Hann notar það. Ég nota það kannski ekki næst. Það hefur verið saurgað og ég meina það bókstaflega,“ sagði Trump og tóku gestir sem blaðamenn NYT ræddu við ummælunum þannig að Trump hefði gefið í skin að Biden hefði skitið á borðið.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Flóttamenn Danmörk Sviss Noregur Tengdar fréttir Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56 Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03 Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. 15. mars 2024 23:32 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56
Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03
Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. 15. mars 2024 23:32