Innlent

Ó­sam­mála nefndinni og biðst lausnar

Árni Sæberg skrifar
Gunnar Jakobsson er fráfarandi varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
Gunnar Jakobsson er fráfarandi varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fallist á beiðni Gunnars Jakobssonar um lausn úr embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands. Gunnar hefur einn viljað lækka stýrivexti á tveimur fundum peningastefnunefndar í röð. Hann hefur þegið starfstilboð erlendis frá.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að Gunnar muni láta af embætti í lok júní næstkomandi. 

Forsætisráðherra hafi skipað Gunnar, á grundvelli niðurstöðu lögbundinnar hæfnisnefndar og að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra, í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára frá og með 1. mars 2020.

Staða varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika verði auglýst laus til umsóknar á næstunni.

Eina dúfan meðal haukanna

Athygli hefur vakið að Gunnar hefur viljað lækka stýrivexti Seðlabankans um 0,25 prósentustig á tveimur síðustu fundum peningastefnunefndar.

Allir aðrir nefndarmenn hafa greitt atkvæði með tillögum Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra um að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Þannig hefur hann verið eina svokallaða vaxtadúfan meðal vaxtahaukanna í peningastefnunefnd.

Ekki hefur náðst í Gunnar við vinnslu fréttarinnar en eftir því sem Vísir kemst næst hefur hann þegið starfstilboð erlendis frá.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×