Sögulegur jarðskjálfti skók austurströndina Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 15:09 Skjálftinn fannst vel í New York, en þar eru jarðskjálftar ekki tíðir. Getty/Diana Robinson Íbúar New York og nærliggjandi svæða fundu í dag fyrir sjaldgæfum jarðskjálfta. Jarðskjálfti þessi, sem fannst víða á norðanverðri austurströnd Bandaríkjanna, mældist 4,8 stig og eru upptök hans nærri Lebanon í New Jersey, um áttatíu kílómetra vestur af Manhattan. Jarðskjálftinn er sagður hafa fundist allt frá Philadelphia til Boston en jarðskjálftar eru ekki tíðir við austurströnd Bandaríkjanna, sem liggur á langt frá öllum flekaskilum. Þetta ku vera kröftugasti jarðskjálftinn í New Jersey í nærri því 250 ár og sá þriðji stærsti frá því mælingar hófust fyrir um 280 árum, samkvæmt fréttakonu NBC. Strongest #earthquake to strike New Jersey in nearly 250 years, and 3rd strongest on record for the state in 280 years of record-keeping (1737-2017). The only 2 stronger ones: a 5.2 mag in 1737 and 5.3 mag in 1783! Source: https://t.co/6v4s7mQI4E https://t.co/C7gjUKmtvl— Kathryn Prociv (@KathrynProciv) April 5, 2024 Mörgum íbúum New York er sagt hafa brugðið við jarðskjálftann, sem stóð yfir í allt að þrjátíu sekúndur. Ekki liggur fyrir hvort jarðskjálftinn hafi valdið miklum skemmdum eða manntjóni en Kathy Hochul, ríkisstjóri New York hefur sagt það til skoðunar. A 4.8 magnitude earthquake hit west of Manhattan and has been felt throughout New York.My team is assessing impacts and any damage that may have occurred, and we will update the public throughout the day.— Governor Kathy Hochul (@GovKathyHochul) April 5, 2024 Jarðskjálftinn varð um klukkan 10:20 að staðartíma, samkvæmt frétt New York Times. Þá var starfsemi nokkurra flugvalla stöðvuð um tíma. Að öðru leyti virðist sem jarðskjálftinn hafi lítil áhrif haft. Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Jarðskjálftinn er sagður hafa fundist allt frá Philadelphia til Boston en jarðskjálftar eru ekki tíðir við austurströnd Bandaríkjanna, sem liggur á langt frá öllum flekaskilum. Þetta ku vera kröftugasti jarðskjálftinn í New Jersey í nærri því 250 ár og sá þriðji stærsti frá því mælingar hófust fyrir um 280 árum, samkvæmt fréttakonu NBC. Strongest #earthquake to strike New Jersey in nearly 250 years, and 3rd strongest on record for the state in 280 years of record-keeping (1737-2017). The only 2 stronger ones: a 5.2 mag in 1737 and 5.3 mag in 1783! Source: https://t.co/6v4s7mQI4E https://t.co/C7gjUKmtvl— Kathryn Prociv (@KathrynProciv) April 5, 2024 Mörgum íbúum New York er sagt hafa brugðið við jarðskjálftann, sem stóð yfir í allt að þrjátíu sekúndur. Ekki liggur fyrir hvort jarðskjálftinn hafi valdið miklum skemmdum eða manntjóni en Kathy Hochul, ríkisstjóri New York hefur sagt það til skoðunar. A 4.8 magnitude earthquake hit west of Manhattan and has been felt throughout New York.My team is assessing impacts and any damage that may have occurred, and we will update the public throughout the day.— Governor Kathy Hochul (@GovKathyHochul) April 5, 2024 Jarðskjálftinn varð um klukkan 10:20 að staðartíma, samkvæmt frétt New York Times. Þá var starfsemi nokkurra flugvalla stöðvuð um tíma. Að öðru leyti virðist sem jarðskjálftinn hafi lítil áhrif haft.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira