Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2024 06:32 Neyðargögnum rignir yfir Gasa borg í mars síðastliðnum. AP/Mahmoud Essa Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. Áætlunin felur meðal annars í sér tímabundna opnun landamærahliðs milli Ísraels og Gasa sem var eyðilagt í árásum Hamas-liða á byggðir í Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Um er að ræða Erez-landamærahliðið, sem er í norðurhluta Gasa og var í mörg ár eina hliðið sem fólk gat farið um til að komast yfir landamærin. Samkvæmt yfirlýsingu skrifstofu forsætisráherrans verður einnig tekið á móti meira af neyðargögnum í höfninni í Ashdod, sem liggur um það bil 40 kílómetra norður af Gasa. Þá verður einnig greitt fyrir aðstoð frá Jórdaníu gegnum Kerem Shalom, við landamærin í suðurhluta Ísrael. Í yfirlýsingunni segir að þessi aukna neyðaraðstoð muni koma í veg fyrir mannúðarkrísu sem þegar er uppi á Gasa og tryggja það að hægt verði að halda aðgerðum gegn Hamas áfram og ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Ákvörðuninni hefur verið vel tekið vestanhafs en greint var frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt í samtali við Netanyahu að Ísraelsmenn þyrftu að gera betur í því að varðveita líf almennra borgara og hjálparstarfsmanna til að eiga það ekki á hættu að missa stuðning Bandaríkjamanna. Ísraelsmenn hafa hins vegar ekki brugðist við hinni kröfu Biden; að þeir gangi til samninga við Hamas og komi tafarlaust á vopnahléi. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Áætlunin felur meðal annars í sér tímabundna opnun landamærahliðs milli Ísraels og Gasa sem var eyðilagt í árásum Hamas-liða á byggðir í Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Um er að ræða Erez-landamærahliðið, sem er í norðurhluta Gasa og var í mörg ár eina hliðið sem fólk gat farið um til að komast yfir landamærin. Samkvæmt yfirlýsingu skrifstofu forsætisráherrans verður einnig tekið á móti meira af neyðargögnum í höfninni í Ashdod, sem liggur um það bil 40 kílómetra norður af Gasa. Þá verður einnig greitt fyrir aðstoð frá Jórdaníu gegnum Kerem Shalom, við landamærin í suðurhluta Ísrael. Í yfirlýsingunni segir að þessi aukna neyðaraðstoð muni koma í veg fyrir mannúðarkrísu sem þegar er uppi á Gasa og tryggja það að hægt verði að halda aðgerðum gegn Hamas áfram og ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Ákvörðuninni hefur verið vel tekið vestanhafs en greint var frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt í samtali við Netanyahu að Ísraelsmenn þyrftu að gera betur í því að varðveita líf almennra borgara og hjálparstarfsmanna til að eiga það ekki á hættu að missa stuðning Bandaríkjamanna. Ísraelsmenn hafa hins vegar ekki brugðist við hinni kröfu Biden; að þeir gangi til samninga við Hamas og komi tafarlaust á vopnahléi.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira