Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 07:16 Rowling er þekktust fyrir að skrifa bækurnar um Harry Potter. Getty Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. Löggjöfin kveður á um að það sé glæpur að láta niðrandi ummæli falla um fólk á grundvelli aldurs, fötlunar, trúar, kynhneigðar og kynvitundar. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa lögregluyfirvöldum á Skotlandi þegar borist um 3.000 kvartanir á grundvelli nýju laganna, frá því að þau tóku gildi á mánudag. Rowling, sem hefur löngum gagnrýnt að réttindabarátta trans fólks hafi falið í sér aðför að réttindum stúlkna og kvenna, var harðorð í garð löggjafarinnar á X/Twitter og sagði tjáningarfrelsið dautt ef það mætti ekki lengur tala um líffræðilegt kyn fólks. Hún skoraði á lögregluyfirvöld að handtaka sig fyrir að kalla trans konur sem hafa verið dæmdar fyrir kynferðisbrot og trans aktívista „karlmenn“ og hét því að endurtaka opinberlega orð hverrar konu sem væri sótt til saka á grundvelli laganna fyrir að „kalla karlmann karlmann“. Scotland's Hate Crime Act comes into effect today. Women gain no additional protections, of course, but well-known trans activist Beth Douglas, darling of prominent Scottish politicians, falls within a protected category. Phew! 1/11 pic.twitter.com/gCKGwdjr5m— J.K. Rowling (@jk_rowling) April 1, 2024 Lögregluyfirvöld staðfestu í gær að þeim hefðu borist kvartanir vegna tísta Rowling en að þau brytu ekki í bága við lögin og krefðust ekki frekari aðgerða af þeirra hálfu. Rowling fagnaði þessu á X/Twitter og sagði fregnirnar góð tíðindi fyrir allar þær konur á Skotlandi sem vildu tjá sig um raunveruleika og mikilvægi líffræðilegs kyns. Humza Yousaf, æðsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur varið löggjöfina og segir hana ekki munu skerða málfrelsi heldur vernda fólk fyrir flóðbylgju haturs. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar ítrekað að það ætti ekki að vera glæpur að tjá sig um líffræðilegt kyn. Robbie de Santos, framkvæmdastjóri herferða og mannréttinda hjá baráttusamtökunum Stonewall, segir málið hins vegar byggt á misskilningi; lögin snúist ekki um að gera það ólöglegt að nota röng fornöfn eða vísa til líffræðilegs kyns. Gagnrýni á lögin á þessum forsendum sé aðeins til þess fallin að grafa undan tilgangi laganna, sem sé að vernda fólk fyrir raunverulegu ofbeldi. Með lagasetningunni sé aðeins verið að útvíkka lagalega vernd á grundvelli trúar og kynþáttar þannig að hún nái einnig yfir kynhneigð, kynvitund, aldur og fötlun. Bretland Skotland Mannréttindi Tjáningarfrelsi Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Löggjöfin kveður á um að það sé glæpur að láta niðrandi ummæli falla um fólk á grundvelli aldurs, fötlunar, trúar, kynhneigðar og kynvitundar. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa lögregluyfirvöldum á Skotlandi þegar borist um 3.000 kvartanir á grundvelli nýju laganna, frá því að þau tóku gildi á mánudag. Rowling, sem hefur löngum gagnrýnt að réttindabarátta trans fólks hafi falið í sér aðför að réttindum stúlkna og kvenna, var harðorð í garð löggjafarinnar á X/Twitter og sagði tjáningarfrelsið dautt ef það mætti ekki lengur tala um líffræðilegt kyn fólks. Hún skoraði á lögregluyfirvöld að handtaka sig fyrir að kalla trans konur sem hafa verið dæmdar fyrir kynferðisbrot og trans aktívista „karlmenn“ og hét því að endurtaka opinberlega orð hverrar konu sem væri sótt til saka á grundvelli laganna fyrir að „kalla karlmann karlmann“. Scotland's Hate Crime Act comes into effect today. Women gain no additional protections, of course, but well-known trans activist Beth Douglas, darling of prominent Scottish politicians, falls within a protected category. Phew! 1/11 pic.twitter.com/gCKGwdjr5m— J.K. Rowling (@jk_rowling) April 1, 2024 Lögregluyfirvöld staðfestu í gær að þeim hefðu borist kvartanir vegna tísta Rowling en að þau brytu ekki í bága við lögin og krefðust ekki frekari aðgerða af þeirra hálfu. Rowling fagnaði þessu á X/Twitter og sagði fregnirnar góð tíðindi fyrir allar þær konur á Skotlandi sem vildu tjá sig um raunveruleika og mikilvægi líffræðilegs kyns. Humza Yousaf, æðsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur varið löggjöfina og segir hana ekki munu skerða málfrelsi heldur vernda fólk fyrir flóðbylgju haturs. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar ítrekað að það ætti ekki að vera glæpur að tjá sig um líffræðilegt kyn. Robbie de Santos, framkvæmdastjóri herferða og mannréttinda hjá baráttusamtökunum Stonewall, segir málið hins vegar byggt á misskilningi; lögin snúist ekki um að gera það ólöglegt að nota röng fornöfn eða vísa til líffræðilegs kyns. Gagnrýni á lögin á þessum forsendum sé aðeins til þess fallin að grafa undan tilgangi laganna, sem sé að vernda fólk fyrir raunverulegu ofbeldi. Með lagasetningunni sé aðeins verið að útvíkka lagalega vernd á grundvelli trúar og kynþáttar þannig að hún nái einnig yfir kynhneigð, kynvitund, aldur og fötlun.
Bretland Skotland Mannréttindi Tjáningarfrelsi Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira