E­ver­ton bjargaði stigi í norðrinu | Ful­ham gerði þre­falda skiptingu í fyrri hálf­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Calvert-Lewin tryggði Everton stig.
Calvert-Lewin tryggði Everton stig. Stu Forster/Getty Images

Everton hafði ekki unnið leik síðan í desember á meðan heimamenn í Newcastle lifa í voninni um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Það kom því lítið á óvart þegar Alexander Isak kom heimaliðinu yfir með frábær marki eftir að fara illa með varnarlínu Everton.

Dan Burn hélt hann hefði tvöfaldað forystu Newcastle eftir um klukkustund en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Það var svo undir lok leiks sem gestirnir úr Bítlaborginni fengu vítaspyrnu. 

Dominic Calvert-Lewin steig upp og skorðaði, naumlega þó þar sem Martin Dúbravka slæmdi hendi í knöttinn á leið hans í netið.

Newcastle er í 8. sæti með 44 stig að loknum 30 leikjum á meðan Everton er í 16. sæti með 26 stig, fjórum frá fallsæti.

Í Skírisskógi var Fulham í heimsókn og byrjuðu heimamenn af gríðarlegum krafti. Eftir níu mínútna leik kom Callum Hudson-Odoi heimaliðinu yfir eftir undirbúning Morgan Gibbs-White.

Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Chris Wood forystuna og var Marco Silva, þjálfari Fulham, allt annað en sáttur með gang mála Gerði hann þrefalda skiptingu á 33. mínútu en því miður fyrir gestina breytti það ekki miklu. Gibbs-White bætti við þriðja markinu undir lok uppbótartíma og staðan 3-0 í hálfleik.

Tosin Adarabioyo minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks eftir hornspyrnu Andreas Pereira. Fleiri urðu mörkin ekki og Forest vann gríðarlega mikilvægan 3-1 sigur í fallbaráttunni.

Forest eru nú með 25 stig í 17. sæti, þremur frá fallsæti. Fulham er í 13. sæti með 39 stig.

Bein lýsing

Leikirnir


    Fleiri fréttir

    Sjá meira