Hryðjuverkaógn stafi helst af einstaklingum Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 09:06 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir að hryðjuverkaógn hér á landi stafi fyrst og fremst af einstaklingum sem aðhyllast öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða hryðjuverkaógn hér á landi. Tilefnið er hryðjuverkin í úthverfi Moskvu á dögunum, þegar á annað hundrað voru drepnir og fréttir af áhyggjum meginlandsbúa af hryðjuverkum í sumar. Sigríður Björk segir að samkvæmt nýútgefinni skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi sé landið á hættustigi þrjú af fimm. Það þýði að aukin ógn sé til staðar, ásetningur og hugsanleg skipulagning. Staðan skárri hér en í nágrannalöndum Aukin ógn sé þannig til staðar en hættustigið sé þó lægra hér en til dæmis á Norðurlöndunum. Í Danmörku og Svíþjóð sé hættustigið í fjórum, meðal annars vegna Kóranbrenna, sem við höfum verið laus við hér á landi. Þá segir hún að ekki sé farið upp á hættustig fimm nema hryðjuverk séu beinlýnis talin yfirvofandi. „Við sjáum þegar við berum okkur saman við Norðurlönd að við erum ekki á sama stað. En engu að síður er aukin ógn og það er fyrst og fremst vegna þess að við teljum að ógnin stafi fyrst og fremst frá einstaklingum en geta aðhyllst öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins og eru tilbúnir að framkvæma.“ Hatur og heift færist í aukana Sigríður Björk segir að einstaklingar sem óttast er að gætu framið hryðjuverk séu af ýmsum toga. Þannig fari svokölluð öfgahægristefna rísandi hér á landi, öfgatrúarhópar verði meira áberandi og gyðingahatur aukist, svo dæmi séu nefnd. „Við sjáum bara miklu meiri heift og hatur í samfélaginu og það er að einhverju leyti búið til fyrir okkur bara með innrætingu, með því að gefa rangar upplýsingar, samsæriskenningar og verið að grafa undan stoðum lýðræðisríkja. Þess vegna eru þessar auknu áhyggjur.“ Frumvarp liggi fyrir en línan vandmeðfarin Sigríður Björk segir fylgst með einhverjum einstaklingum sem talið er að ógn stafi af en heimildir til þess séu takmarkaðar. Heimildir lögreglu hér á landi séu ekki jafnviðamiklar og heimildir lögregluyfirvalda í nágrannaríkjum. Það sé þó af ástæðu, við höfum einfaldlega ekki staðið frammi fyrir þeirri ógn sem nágrannaþjóðir hafa staðið frammi fyrir. Frumvarp um auknar heimildir lögreglu liggi fyrir á Alþingi en það snúi aðallega að því að skýra heimildir lögreglu gagnvart erlendum samstarfsaðilum hennar. „Það sem er að gerast alls staðar er að það er verið að grafa undan stofnunum samfélagsins. Það er verið að grafa undan lýðræðinu. Það er yfirlýst áhætta. Núna er fyrir þinginu frumvarp, sem ég vona að fari í gegn, sem er með smávegis breytingu og ekki mjög mikilli. En þar eru aðeins meiri heimildir og þá á móti aðeins meira eftirlit.“ Myndir þú vilja ganga lengra? „Þetta er vandmeðfarin lína, við viljum heldur ekki búa í lögregluríki. Við viljum að það sé samband milli ógnar og viðbragða.“ Viðtal við Sigríði Björk má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Lögreglan Alþingi Bítið Tengdar fréttir Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða hryðjuverkaógn hér á landi. Tilefnið er hryðjuverkin í úthverfi Moskvu á dögunum, þegar á annað hundrað voru drepnir og fréttir af áhyggjum meginlandsbúa af hryðjuverkum í sumar. Sigríður Björk segir að samkvæmt nýútgefinni skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi sé landið á hættustigi þrjú af fimm. Það þýði að aukin ógn sé til staðar, ásetningur og hugsanleg skipulagning. Staðan skárri hér en í nágrannalöndum Aukin ógn sé þannig til staðar en hættustigið sé þó lægra hér en til dæmis á Norðurlöndunum. Í Danmörku og Svíþjóð sé hættustigið í fjórum, meðal annars vegna Kóranbrenna, sem við höfum verið laus við hér á landi. Þá segir hún að ekki sé farið upp á hættustig fimm nema hryðjuverk séu beinlýnis talin yfirvofandi. „Við sjáum þegar við berum okkur saman við Norðurlönd að við erum ekki á sama stað. En engu að síður er aukin ógn og það er fyrst og fremst vegna þess að við teljum að ógnin stafi fyrst og fremst frá einstaklingum en geta aðhyllst öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins og eru tilbúnir að framkvæma.“ Hatur og heift færist í aukana Sigríður Björk segir að einstaklingar sem óttast er að gætu framið hryðjuverk séu af ýmsum toga. Þannig fari svokölluð öfgahægristefna rísandi hér á landi, öfgatrúarhópar verði meira áberandi og gyðingahatur aukist, svo dæmi séu nefnd. „Við sjáum bara miklu meiri heift og hatur í samfélaginu og það er að einhverju leyti búið til fyrir okkur bara með innrætingu, með því að gefa rangar upplýsingar, samsæriskenningar og verið að grafa undan stoðum lýðræðisríkja. Þess vegna eru þessar auknu áhyggjur.“ Frumvarp liggi fyrir en línan vandmeðfarin Sigríður Björk segir fylgst með einhverjum einstaklingum sem talið er að ógn stafi af en heimildir til þess séu takmarkaðar. Heimildir lögreglu hér á landi séu ekki jafnviðamiklar og heimildir lögregluyfirvalda í nágrannaríkjum. Það sé þó af ástæðu, við höfum einfaldlega ekki staðið frammi fyrir þeirri ógn sem nágrannaþjóðir hafa staðið frammi fyrir. Frumvarp um auknar heimildir lögreglu liggi fyrir á Alþingi en það snúi aðallega að því að skýra heimildir lögreglu gagnvart erlendum samstarfsaðilum hennar. „Það sem er að gerast alls staðar er að það er verið að grafa undan stofnunum samfélagsins. Það er verið að grafa undan lýðræðinu. Það er yfirlýst áhætta. Núna er fyrir þinginu frumvarp, sem ég vona að fari í gegn, sem er með smávegis breytingu og ekki mjög mikilli. En þar eru aðeins meiri heimildir og þá á móti aðeins meira eftirlit.“ Myndir þú vilja ganga lengra? „Þetta er vandmeðfarin lína, við viljum heldur ekki búa í lögregluríki. Við viljum að það sé samband milli ógnar og viðbragða.“ Viðtal við Sigríði Björk má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Lögreglan Alþingi Bítið Tengdar fréttir Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51