Erlent

Þrír létust og einn slasaðist í snjó­flóði í Zer­matt í Sviss

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Flestir þeirra sem hafa látist í Ölpunum á þessu ári voru á gönguskíðum þegar þeir urðu fyrir snjóflóði.
Flestir þeirra sem hafa látist í Ölpunum á þessu ári voru á gönguskíðum þegar þeir urðu fyrir snjóflóði. epa/Valentin Flauraud

Þrír létust og einn slasaðist þegar snjóflóð féll á skíðasvæðinu í Zermatt í Sviss í gær. Leit var hrundið af stað þrátt fyrir slæmt veður en yfirvöld hafa varað við því að fleiri snjóflóð gætu fallið í Ölpunum vegna veðurs og mikillar snjókomu síðustu daga.

Áhættan er sögð mest í Grinsons og Valais, þar sem finna má fjölda vinsælla skíðasvæða.

Fjórtán hafa látist í tólf snjóflóðum í Sviss það sem af er þessu skíðatímabili, samkvæmt Institute for Snow and Avalanche Research. Stofnunin segir að ekki sé ólíklegt að fleiri stór, og í einhverjum tilvikum mjög stór, snjóflóð muni falla á næstunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×