Ísraelsmenn sagðir hafa drepið sjö starfsmenn hjálparasamtaka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. apríl 2024 06:18 Sjö starfsmenn World Central Kitchen eru sagðir hafa látist í árás Ísraelsmanna í gær. AP/Abdel Kareem Hana Hjálparsamtökin World Central Kitchen segja sjö starfsmenn samtakanna hafa látist í árás Ísraelsmanna á Gasa. Fólkið er sagt hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Að sögn framkvæmdastjórans Erin Gore var teymið á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í tveimur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús og höfðu átt samráð við Ísraelsher um ferðir sínar. Gore segir ekki aðeins um að ræða árás á samtökin heldur árás á aðila sem unnið hafi að því að koma neyðaraðstoð til fólks á svæði þar sem verið sé að beita mat, eða öllu heldur matarskorti, sem vopni. „Þetta er ófyrirgefanlegt,“ segir hún. Ísraelsher segist hafa atvikið til rannsóknar og þá fylgist þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna með málinu. We are heartbroken and deeply troubled by the strike that that killed @WCKitchen aid workers in Gaza. Humanitarian aid workers must be protected as they deliver aid that is desperately needed, and we urge Israel to swiftly investigate what happened.— Adrienne Watson (@NSC_Spox) April 2, 2024 Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun ferðast til Sádi Arabíu í vikunni til að eiga viðræður við krónprinsinn Mohammed bin Salman um samskipti Sádi Arabíu og Ísrael. Margt verður til umræðu en engra stórra frétta er að vænta, ef marka má erlenda miðla. Fulltrúar Bandaríkjanna og Ísrael ræddu yfirvofandi innrás síðarnefnda inn í Rafah á fundi í gær, sem sagður er hafa verið uppbyggilegur. Bandaríkjamenn hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að falla frá fyrirætlunum sínum en segjast styðja það markmið að leggja bardagamenn Hamas í borginni að velli. Þúsundir mótmæltu í Ísrael í nótt og kröfðust afsagnar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Þetta er þriðja nóttin í röð sem mótmælendur sækja út á götur Jerúsalem og Tel Aviv í mótmælaskyni. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Einn sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Að sögn framkvæmdastjórans Erin Gore var teymið á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í tveimur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús og höfðu átt samráð við Ísraelsher um ferðir sínar. Gore segir ekki aðeins um að ræða árás á samtökin heldur árás á aðila sem unnið hafi að því að koma neyðaraðstoð til fólks á svæði þar sem verið sé að beita mat, eða öllu heldur matarskorti, sem vopni. „Þetta er ófyrirgefanlegt,“ segir hún. Ísraelsher segist hafa atvikið til rannsóknar og þá fylgist þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna með málinu. We are heartbroken and deeply troubled by the strike that that killed @WCKitchen aid workers in Gaza. Humanitarian aid workers must be protected as they deliver aid that is desperately needed, and we urge Israel to swiftly investigate what happened.— Adrienne Watson (@NSC_Spox) April 2, 2024 Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun ferðast til Sádi Arabíu í vikunni til að eiga viðræður við krónprinsinn Mohammed bin Salman um samskipti Sádi Arabíu og Ísrael. Margt verður til umræðu en engra stórra frétta er að vænta, ef marka má erlenda miðla. Fulltrúar Bandaríkjanna og Ísrael ræddu yfirvofandi innrás síðarnefnda inn í Rafah á fundi í gær, sem sagður er hafa verið uppbyggilegur. Bandaríkjamenn hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að falla frá fyrirætlunum sínum en segjast styðja það markmið að leggja bardagamenn Hamas í borginni að velli. Þúsundir mótmæltu í Ísrael í nótt og kröfðust afsagnar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. Þetta er þriðja nóttin í röð sem mótmælendur sækja út á götur Jerúsalem og Tel Aviv í mótmælaskyni.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira