Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2024 13:32 Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur skrifaði bókina Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins árið 2021. Hún gagnrýnir harðlega meðferð alvarlegra atvika í heilbrigðiskerfinu. Ísland standi hinum Norðurlöndunum langt að baki. Vísir Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Alls hafa á síðustu þremur árum orðið hundrað og sjötíu alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hér á landi og af þeim er níutíu og eitt dauðsfall. Landslæknisembættið hafði hins vegar ekki tölur um hversu mörg örkuml hefðu orðið upp vegna alvarlegra atvika í á sama tíma. Auðbjörg Reynisdóttir sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hér á landi um árabil og gaf árið 2021 út bók sem nefnist Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins- Hvernig lifir móðir af slíkan missi, segir að Ísland standi Norðurlöndum langt að baki þegar kemur að meðferða slíkra mála í heilbrigðiskerfinu. „Það skortir betri yfirsýn á alvarlegum atvikum hjá Landlæknisembættinu. Í Noregi er fylgst grannt með slíkum málum og gæðaverkefni stöðugt í gangi þar sem sjúklingar og aðstandendur eru líka þáttakendur í mótun kerfisins. Ef horft er til viðbragða sem verða þegar alvarleg atvik koma upp í heilbrigðisþjónustu þá er Ísland í torfkofanum miðað við Noreg þar sem nálgunin er mun faglegri. Loks fá sjúklingar í Noregi afrit af sjúkraskrá sinni þegar þeir útskrifast af spítala en það tíðkast ekki á Íslandi,“ segir Auðbjörg. Hún segir að nánast engar framfarir hafi orðið í meðferð slíkra mála hér á landi. „Nú er ég búin að fylgjast með þessum málum í næstum tuttugu ár, það gerist nánast ekkert á Íslandi. Skýringa gæti verið að finna í smæð samfélagsins, heilbrigðisstarfsmenn eru vinir og ættingjar og þora ekki að segja frá. Þetta tal um álag og fjárskort mun ekkert breytast á næstunni er eingöngu að finna þar,“ segir Auðbjörg. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Umboðsmaður sjúklinga Auðbjörg segir mikilvægt að sjúklingar fái fleiri tækifæri til að taka þátt í mótun heilbrigðisþjónustu. „Sjúklingar þurfa stuðning til að geta látið vita af óöryggi og efa um að hlutirnir séu gerðir rétt. Þá þarf miklu meiri aðstoð við sjúklinga þegar alvarleg atvik koma upp. Það er til dæmis umboðsmaður sjúklinga til staðar á hinum Norðurlöndunum en ekki á Íslandi. Í því felst að fólki fær talsmann þegar grunur kemur upp um alvarlegt atvik,“ segir Auðbjörg. Auðbjörg telur að Landlæknir þurfi að taka slík mál mun fastari tökum. „Ég tel skorta á viðbrögð hjá Landlækni þegar alvarleg atvik koma upp og skora á embættið að stíga fram fyrir hönd sjúklinga,“ segir Auðbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Alls hafa á síðustu þremur árum orðið hundrað og sjötíu alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hér á landi og af þeim er níutíu og eitt dauðsfall. Landslæknisembættið hafði hins vegar ekki tölur um hversu mörg örkuml hefðu orðið upp vegna alvarlegra atvika í á sama tíma. Auðbjörg Reynisdóttir sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hér á landi um árabil og gaf árið 2021 út bók sem nefnist Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins- Hvernig lifir móðir af slíkan missi, segir að Ísland standi Norðurlöndum langt að baki þegar kemur að meðferða slíkra mála í heilbrigðiskerfinu. „Það skortir betri yfirsýn á alvarlegum atvikum hjá Landlæknisembættinu. Í Noregi er fylgst grannt með slíkum málum og gæðaverkefni stöðugt í gangi þar sem sjúklingar og aðstandendur eru líka þáttakendur í mótun kerfisins. Ef horft er til viðbragða sem verða þegar alvarleg atvik koma upp í heilbrigðisþjónustu þá er Ísland í torfkofanum miðað við Noreg þar sem nálgunin er mun faglegri. Loks fá sjúklingar í Noregi afrit af sjúkraskrá sinni þegar þeir útskrifast af spítala en það tíðkast ekki á Íslandi,“ segir Auðbjörg. Hún segir að nánast engar framfarir hafi orðið í meðferð slíkra mála hér á landi. „Nú er ég búin að fylgjast með þessum málum í næstum tuttugu ár, það gerist nánast ekkert á Íslandi. Skýringa gæti verið að finna í smæð samfélagsins, heilbrigðisstarfsmenn eru vinir og ættingjar og þora ekki að segja frá. Þetta tal um álag og fjárskort mun ekkert breytast á næstunni er eingöngu að finna þar,“ segir Auðbjörg. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Umboðsmaður sjúklinga Auðbjörg segir mikilvægt að sjúklingar fái fleiri tækifæri til að taka þátt í mótun heilbrigðisþjónustu. „Sjúklingar þurfa stuðning til að geta látið vita af óöryggi og efa um að hlutirnir séu gerðir rétt. Þá þarf miklu meiri aðstoð við sjúklinga þegar alvarleg atvik koma upp. Það er til dæmis umboðsmaður sjúklinga til staðar á hinum Norðurlöndunum en ekki á Íslandi. Í því felst að fólki fær talsmann þegar grunur kemur upp um alvarlegt atvik,“ segir Auðbjörg. Auðbjörg telur að Landlæknir þurfi að taka slík mál mun fastari tökum. „Ég tel skorta á viðbrögð hjá Landlækni þegar alvarleg atvik koma upp og skora á embættið að stíga fram fyrir hönd sjúklinga,“ segir Auðbjörg.
Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Heilbrigðismál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira