Hættuleg gasmengun kemur í veg fyrir opnun Bláa lónsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. mars 2024 11:57 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segist sammála lögreglustjóranum á Suðurnesjum að ekki sé forsvaranlegt að halda úti starfsemi í lóninu að svo stöddu. Vísir/Arnar Bláa lónið hefur samtals verið lokað í rúmlega áttatíu daga frá því að jarðhræringarnar við Grindavík hófust fyrir fimm mánuðum. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á ný vegna hættulegrar gasmengunnar. Bláa lónið hefur nú verið lokað frá því að það var rýmt þegar eldgos hófst á Reykjanesskaga fyrir ellefu dögum. Há gildi af brennisteinsdíoxíð (S02) hafa mælst á svæðinu í kjölfar gossins. Fyrir viku þurfti starfsmaður Bláa Lónsins að leita sér læknisaðstoðar vegna eitrunareinkenna. Há gildi af SO2 (brennisteinsdíoxíð) hafa mælst við Bláa lónið undanfarið. Þessi mengun er talin mjög óholl og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Vísir/Vilhelm Til stóð að Bláa lónið yrði opnað á ný í dag. Seinnipartinn í gær sendi Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hinsvegar frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann teldi óforsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa Lóninu á meðan eldgos væri enn í gangi. „Úlfar nefndi sérstaklega að það væri vart forsvaranlegt þegar það væru breytilegar vindar. Þá er staðan þessi og við erum honum hjartanlega sammála,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins. „Þessvegna erum við að meta stöðuna, læra á þessar áskoranir, vinna áhættumat með verkfræðistofunni Eflu og fjölga mælum. En auðvitað gerum við ekkert nema í nánu samstarfi við yfirvöld og þá sérstaklega lögreglustjórann á Suðurnesjum.“ Gasmengun sé helsta áskorunin sem þau standi frammi fyrir núna. „Og hún virðist vera ólík þeirri sem við áttum að venjast í fyrri gosum. Þannig við erum auðvitað að læra inn á þessar nýju áskoranir eins og yfirvöld og allir aðrir. Við auðvitað tökum hana mjög alvarlega og munum ekki opna fyrr en okkur líður vel með stöðuna og áhættumat liggur fyrir.“ Páskar háannatími og fjölmargir áttu bókað Staðan verður endurmetin á mánudag og Helga bindur vonir við að mögulega verði hægt að opna á þriðjudag. Hún segir að í Bláa lóninu, líkt og í ferðaþjónustu í heild séu páskar ákveðin háönn og það hafi verið vel bókað. „Því miður þurfum við að afbóka þá sem áttu bókað eða voru á leið til okkar, en það er ekki stóra málið. Við erum fyrst og fremst á þessum tímapunkti að ná utan um stöðuna.“ Þetta er auðvitað búið að vera krefjandi en svona er þetta bara og við höldum áfram. Bláa lónið hefur samtals verið lokað í rúmlega áttatíu daga frá 10. nóvember. „Við höfum verið svo lánsöm að þegar við höfum opnað aftur hafa gestir verið duglegir að koma til okkar og tekið því mjög fagnandi. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Loftgæði Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfsmaður Bláa lónsins á sjúkrahús vegna gaseitrunar Starfsmaður Bláa lónsins leitaði á sjúkrahúsí gær í kjölfar eitrunareinkenna vegna gasmengunnar. Alvarleiki veikindanna liggur ekki fyrir en öryggisstjóri aðgerða í Grindavík fundar með forsvarsmönnum Bláa lónsins. 21. mars 2024 15:45 Gasmengun í Bláa lóninu í nótt Nokkur gasmengun mældist við Bláa lónið í nótt en dregið hefur úr henni nú í morgunsárið. 26. mars 2024 08:27 Aukin hætta vegna gasmengunar Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina. 22. mars 2024 16:27 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Bláa lónið hefur nú verið lokað frá því að það var rýmt þegar eldgos hófst á Reykjanesskaga fyrir ellefu dögum. Há gildi af brennisteinsdíoxíð (S02) hafa mælst á svæðinu í kjölfar gossins. Fyrir viku þurfti starfsmaður Bláa Lónsins að leita sér læknisaðstoðar vegna eitrunareinkenna. Há gildi af SO2 (brennisteinsdíoxíð) hafa mælst við Bláa lónið undanfarið. Þessi mengun er talin mjög óholl og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Vísir/Vilhelm Til stóð að Bláa lónið yrði opnað á ný í dag. Seinnipartinn í gær sendi Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hinsvegar frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann teldi óforsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa Lóninu á meðan eldgos væri enn í gangi. „Úlfar nefndi sérstaklega að það væri vart forsvaranlegt þegar það væru breytilegar vindar. Þá er staðan þessi og við erum honum hjartanlega sammála,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins. „Þessvegna erum við að meta stöðuna, læra á þessar áskoranir, vinna áhættumat með verkfræðistofunni Eflu og fjölga mælum. En auðvitað gerum við ekkert nema í nánu samstarfi við yfirvöld og þá sérstaklega lögreglustjórann á Suðurnesjum.“ Gasmengun sé helsta áskorunin sem þau standi frammi fyrir núna. „Og hún virðist vera ólík þeirri sem við áttum að venjast í fyrri gosum. Þannig við erum auðvitað að læra inn á þessar nýju áskoranir eins og yfirvöld og allir aðrir. Við auðvitað tökum hana mjög alvarlega og munum ekki opna fyrr en okkur líður vel með stöðuna og áhættumat liggur fyrir.“ Páskar háannatími og fjölmargir áttu bókað Staðan verður endurmetin á mánudag og Helga bindur vonir við að mögulega verði hægt að opna á þriðjudag. Hún segir að í Bláa lóninu, líkt og í ferðaþjónustu í heild séu páskar ákveðin háönn og það hafi verið vel bókað. „Því miður þurfum við að afbóka þá sem áttu bókað eða voru á leið til okkar, en það er ekki stóra málið. Við erum fyrst og fremst á þessum tímapunkti að ná utan um stöðuna.“ Þetta er auðvitað búið að vera krefjandi en svona er þetta bara og við höldum áfram. Bláa lónið hefur samtals verið lokað í rúmlega áttatíu daga frá 10. nóvember. „Við höfum verið svo lánsöm að þegar við höfum opnað aftur hafa gestir verið duglegir að koma til okkar og tekið því mjög fagnandi. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Loftgæði Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfsmaður Bláa lónsins á sjúkrahús vegna gaseitrunar Starfsmaður Bláa lónsins leitaði á sjúkrahúsí gær í kjölfar eitrunareinkenna vegna gasmengunnar. Alvarleiki veikindanna liggur ekki fyrir en öryggisstjóri aðgerða í Grindavík fundar með forsvarsmönnum Bláa lónsins. 21. mars 2024 15:45 Gasmengun í Bláa lóninu í nótt Nokkur gasmengun mældist við Bláa lónið í nótt en dregið hefur úr henni nú í morgunsárið. 26. mars 2024 08:27 Aukin hætta vegna gasmengunar Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina. 22. mars 2024 16:27 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Starfsmaður Bláa lónsins á sjúkrahús vegna gaseitrunar Starfsmaður Bláa lónsins leitaði á sjúkrahúsí gær í kjölfar eitrunareinkenna vegna gasmengunnar. Alvarleiki veikindanna liggur ekki fyrir en öryggisstjóri aðgerða í Grindavík fundar með forsvarsmönnum Bláa lónsins. 21. mars 2024 15:45
Gasmengun í Bláa lóninu í nótt Nokkur gasmengun mældist við Bláa lónið í nótt en dregið hefur úr henni nú í morgunsárið. 26. mars 2024 08:27
Aukin hætta vegna gasmengunar Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina. 22. mars 2024 16:27