Åge Hareide: Framtíðin er björt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2024 22:22 Þjálfari Íslands var súr með niðurstöðuna en segir framtíðina bjarta. Rafal Oleksiewicz/Getty Images „Alltaf pirrandi að tapa undir lokin, var að vonast til að við kæmumst í framlengingu til að koma ferskum löppum inn á. Þeir þrýstu okkur aftar en við sköpuðum færi til að ná að jafna. Það eru minnstu smáatriði sem skipta máli í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap gegn Úkraínu sem gerði út um EM draum liðsins. Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Ísland komst yfir með frábæru marki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvívegis í þeim síðari og er nú á leið á EM. Þjálfari Íslands er þó mjög stoltur af liði sínu og telur fyrri hálfleikinn þann besta hjá liðinu undir hans tjórn. „Ég er mjög stoltur af strákunum og liðinu í heild. Við höfum tekið skref fram á við í þessum tveimur umspilsleikjum. Við höfum fengið inn gæðaleikmann sem breytir miklu sóknarlega, liðið er að berjast vel og fyrri hálfleikur var líklega það besta sem við höfum sýnt síðasta árið. Þetta er eitthvað til að byggja á.“ Um síðari hálfleikinn „Við höfðum ekki orku í löppunum til að hreyfa okkur jafn mikið, við þorðum ekki að halda boltanum lengur. Reyndum að breyta til, fengum Orra Stein (Óskarsson) inn fyrir Andra Lucas (Guðjohnsen). Hann hafði gert vel en Albert var að hjálpa til á miðjunni og við náðum ekki nægilega miklum krafti í sóknarleikinn.“ „Hákon (Arnar Haraldsson) stóð sig vel við að hjálpa til á miðjunni en það vantaði meiri kraft sóknarlega. Vorum að vonast til að Mikael (Egill Ellertsson) og Mikael (Neville Anderson) gætu komið okkur í framlengingu. Það gekk ekki að þessu sinni.“ Klippa: Hareide eftir Úkaínuleikinn Um Úkraínu „Það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við höndluðum þá vel. Þeir voru mikið með boltann en sköpuð sér fá ef einhver. Sá ekki síðara markið nægilega vel, vorum ekki með nógu marga menn til að verja svæðið.“ Framtíðin er björt „Ég held það. Margir öflugir ungir leikmenn sem geta þroskast í að verða virkilega góðir landsliðsmenn. Þurfum samt fleiri varnarmenn. Hjörtur (Hermannsson) er ekki að spila mikið hjá Pisa en hefur staðið sig vel þegar hann spilar í undankeppninni. Sérstaklega gegn Portúgal.“ „Þurfum að koma Daníel (Leó Grétarssyni) á hærra getustig. Hann kemst vonandi upp í dönsku úrvalsdeildina með liði sínu á næstu leiktíð. Sem stendur er Sverrir Ingi (Ingason) eini reyndi varnarmaðurinn okkar.“ „Á árum áður var Ísland með fullt af öflugum og reynslumiklum miðvörðum. Vildi að ég gæti fengið fleiri svoleiðis því nú erum við með fullt af góðum sóknarþenkjandi leikmönnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Ísland komst yfir með frábæru marki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvívegis í þeim síðari og er nú á leið á EM. Þjálfari Íslands er þó mjög stoltur af liði sínu og telur fyrri hálfleikinn þann besta hjá liðinu undir hans tjórn. „Ég er mjög stoltur af strákunum og liðinu í heild. Við höfum tekið skref fram á við í þessum tveimur umspilsleikjum. Við höfum fengið inn gæðaleikmann sem breytir miklu sóknarlega, liðið er að berjast vel og fyrri hálfleikur var líklega það besta sem við höfum sýnt síðasta árið. Þetta er eitthvað til að byggja á.“ Um síðari hálfleikinn „Við höfðum ekki orku í löppunum til að hreyfa okkur jafn mikið, við þorðum ekki að halda boltanum lengur. Reyndum að breyta til, fengum Orra Stein (Óskarsson) inn fyrir Andra Lucas (Guðjohnsen). Hann hafði gert vel en Albert var að hjálpa til á miðjunni og við náðum ekki nægilega miklum krafti í sóknarleikinn.“ „Hákon (Arnar Haraldsson) stóð sig vel við að hjálpa til á miðjunni en það vantaði meiri kraft sóknarlega. Vorum að vonast til að Mikael (Egill Ellertsson) og Mikael (Neville Anderson) gætu komið okkur í framlengingu. Það gekk ekki að þessu sinni.“ Klippa: Hareide eftir Úkaínuleikinn Um Úkraínu „Það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við höndluðum þá vel. Þeir voru mikið með boltann en sköpuð sér fá ef einhver. Sá ekki síðara markið nægilega vel, vorum ekki með nógu marga menn til að verja svæðið.“ Framtíðin er björt „Ég held það. Margir öflugir ungir leikmenn sem geta þroskast í að verða virkilega góðir landsliðsmenn. Þurfum samt fleiri varnarmenn. Hjörtur (Hermannsson) er ekki að spila mikið hjá Pisa en hefur staðið sig vel þegar hann spilar í undankeppninni. Sérstaklega gegn Portúgal.“ „Þurfum að koma Daníel (Leó Grétarssyni) á hærra getustig. Hann kemst vonandi upp í dönsku úrvalsdeildina með liði sínu á næstu leiktíð. Sem stendur er Sverrir Ingi (Ingason) eini reyndi varnarmaðurinn okkar.“ „Á árum áður var Ísland með fullt af öflugum og reynslumiklum miðvörðum. Vildi að ég gæti fengið fleiri svoleiðis því nú erum við með fullt af góðum sóknarþenkjandi leikmönnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira