Åge Hareide: Framtíðin er björt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2024 22:22 Þjálfari Íslands var súr með niðurstöðuna en segir framtíðina bjarta. Rafal Oleksiewicz/Getty Images „Alltaf pirrandi að tapa undir lokin, var að vonast til að við kæmumst í framlengingu til að koma ferskum löppum inn á. Þeir þrýstu okkur aftar en við sköpuðum færi til að ná að jafna. Það eru minnstu smáatriði sem skipta máli í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap gegn Úkraínu sem gerði út um EM draum liðsins. Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Ísland komst yfir með frábæru marki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvívegis í þeim síðari og er nú á leið á EM. Þjálfari Íslands er þó mjög stoltur af liði sínu og telur fyrri hálfleikinn þann besta hjá liðinu undir hans tjórn. „Ég er mjög stoltur af strákunum og liðinu í heild. Við höfum tekið skref fram á við í þessum tveimur umspilsleikjum. Við höfum fengið inn gæðaleikmann sem breytir miklu sóknarlega, liðið er að berjast vel og fyrri hálfleikur var líklega það besta sem við höfum sýnt síðasta árið. Þetta er eitthvað til að byggja á.“ Um síðari hálfleikinn „Við höfðum ekki orku í löppunum til að hreyfa okkur jafn mikið, við þorðum ekki að halda boltanum lengur. Reyndum að breyta til, fengum Orra Stein (Óskarsson) inn fyrir Andra Lucas (Guðjohnsen). Hann hafði gert vel en Albert var að hjálpa til á miðjunni og við náðum ekki nægilega miklum krafti í sóknarleikinn.“ „Hákon (Arnar Haraldsson) stóð sig vel við að hjálpa til á miðjunni en það vantaði meiri kraft sóknarlega. Vorum að vonast til að Mikael (Egill Ellertsson) og Mikael (Neville Anderson) gætu komið okkur í framlengingu. Það gekk ekki að þessu sinni.“ Klippa: Hareide eftir Úkaínuleikinn Um Úkraínu „Það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við höndluðum þá vel. Þeir voru mikið með boltann en sköpuð sér fá ef einhver. Sá ekki síðara markið nægilega vel, vorum ekki með nógu marga menn til að verja svæðið.“ Framtíðin er björt „Ég held það. Margir öflugir ungir leikmenn sem geta þroskast í að verða virkilega góðir landsliðsmenn. Þurfum samt fleiri varnarmenn. Hjörtur (Hermannsson) er ekki að spila mikið hjá Pisa en hefur staðið sig vel þegar hann spilar í undankeppninni. Sérstaklega gegn Portúgal.“ „Þurfum að koma Daníel (Leó Grétarssyni) á hærra getustig. Hann kemst vonandi upp í dönsku úrvalsdeildina með liði sínu á næstu leiktíð. Sem stendur er Sverrir Ingi (Ingason) eini reyndi varnarmaðurinn okkar.“ „Á árum áður var Ísland með fullt af öflugum og reynslumiklum miðvörðum. Vildi að ég gæti fengið fleiri svoleiðis því nú erum við með fullt af góðum sóknarþenkjandi leikmönnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Bein útsending: Sitja fyrir svörum degi fyrir mikilvægan leik Íslands á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Ísland komst yfir með frábæru marki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvívegis í þeim síðari og er nú á leið á EM. Þjálfari Íslands er þó mjög stoltur af liði sínu og telur fyrri hálfleikinn þann besta hjá liðinu undir hans tjórn. „Ég er mjög stoltur af strákunum og liðinu í heild. Við höfum tekið skref fram á við í þessum tveimur umspilsleikjum. Við höfum fengið inn gæðaleikmann sem breytir miklu sóknarlega, liðið er að berjast vel og fyrri hálfleikur var líklega það besta sem við höfum sýnt síðasta árið. Þetta er eitthvað til að byggja á.“ Um síðari hálfleikinn „Við höfðum ekki orku í löppunum til að hreyfa okkur jafn mikið, við þorðum ekki að halda boltanum lengur. Reyndum að breyta til, fengum Orra Stein (Óskarsson) inn fyrir Andra Lucas (Guðjohnsen). Hann hafði gert vel en Albert var að hjálpa til á miðjunni og við náðum ekki nægilega miklum krafti í sóknarleikinn.“ „Hákon (Arnar Haraldsson) stóð sig vel við að hjálpa til á miðjunni en það vantaði meiri kraft sóknarlega. Vorum að vonast til að Mikael (Egill Ellertsson) og Mikael (Neville Anderson) gætu komið okkur í framlengingu. Það gekk ekki að þessu sinni.“ Klippa: Hareide eftir Úkaínuleikinn Um Úkraínu „Það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við höndluðum þá vel. Þeir voru mikið með boltann en sköpuð sér fá ef einhver. Sá ekki síðara markið nægilega vel, vorum ekki með nógu marga menn til að verja svæðið.“ Framtíðin er björt „Ég held það. Margir öflugir ungir leikmenn sem geta þroskast í að verða virkilega góðir landsliðsmenn. Þurfum samt fleiri varnarmenn. Hjörtur (Hermannsson) er ekki að spila mikið hjá Pisa en hefur staðið sig vel þegar hann spilar í undankeppninni. Sérstaklega gegn Portúgal.“ „Þurfum að koma Daníel (Leó Grétarssyni) á hærra getustig. Hann kemst vonandi upp í dönsku úrvalsdeildina með liði sínu á næstu leiktíð. Sem stendur er Sverrir Ingi (Ingason) eini reyndi varnarmaðurinn okkar.“ „Á árum áður var Ísland með fullt af öflugum og reynslumiklum miðvörðum. Vildi að ég gæti fengið fleiri svoleiðis því nú erum við með fullt af góðum sóknarþenkjandi leikmönnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Bein útsending: Sitja fyrir svörum degi fyrir mikilvægan leik Íslands á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli Sjá meira