Fótbolti

Arnór Sig ekki með gegn Úkraínu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór í leiknum gegn Ísrael.
Arnór í leiknum gegn Ísrael. Alex Nicodim/Getty Images

Arnór Sigurðsson verður ekki með í leiknum mikilvæga gegn Úkraínu á þriðjudag. Frá þessu greini Knattspyrnusamband Íslands í kvöld.

Arnór var í byrjunarliðinu í 4-1 sigrinum á Ísrael í gær, fimmtudag. Hann þurfti að vera meiddur af velli eftir bjánalega tæklingu Roy Revivo. Sá uppskar rautt spjald frá dómara leiksins en ökklinn á Arnóri leit ekki vel út eftir leik.

Hann hafði vonast til þess að ná leiknum gegn Úkraínu sem sker úr um hvor þjóðin kemst á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Nú er ljóst að svo verður ekki.

Hinn 24 ára gamli Arnór hefur leikið 31 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann spilar í dag með Blackburn Rovers í ensku B-deildinni.


Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×