Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. mars 2024 11:51 Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að fyrirspurn til Bankasýslunnar um samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Vísir Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. Fjármálaráðherra sem hefur lýst yfir andstöðu sinni við áform Landsbankans um að kaupa TM óskaði í vikunni eftir skýringum frá Bankasýslunni vegna kaupanna. Bankasýslan sem sagðist koma af fjöllum þegar kaupin voru tilkynnt, hefur svo óskað eftir skýringum frá bankastjórn Landsbankans á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að beiðni til Bankasýslunnar um hver samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins hafi verið í aðdraganda kaupanna. „Nefndin hefur ekki fjallað um málið á sínum fundum en ætlar að óska eftir upplýsingum úr þessum samskiptum milli Bankasýslunnar og ráðuneytisins. Það er verið að vinna þá beiðni og hún verður væntanlega tilbúin sem fyrst og svörin við henni. En þar sem fjárlaganefnd er komin í páskafrí þá verður þetta væntanlega ekki tekið fyrir hjá okkur fyrr en eftir það,“ segir Stefán. Aðspurður um hver sé hans persónulega afstaða til málsins svarar Stefán: „Ég held að það sé mjög eðlilegt að við fáum heildarsýnin um þetta og frekari gögn áður en við myndum okkur skoðun í málinu. Persónulega hef ég þó efasemdir um þessi kaup.“ Kvika banki ekki svarað hvort hann muni fara fram á skaðabætur Dósent við Háskóla Íslands sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að erfitt yrði fyrir Landsbankann að bakka út úr kauptilboði sínu við Kviku banka í TM tryggingar. Yrði það að veruleiki væri bankinn mögulega búinn að skapa sér skaðabótaskyldu. Fréttastofa sendi í gær fyrirspurn til forstjóra og stjórnarformanns Kviku banka um hvort stjórnendur bankans hyggist fara fram á skaðabætur falli Landsbankinn frá kaupunum. Engin svör hafa borist við fyrirspurninni. Fjármálamarkaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Kaup Landsbankans á TM Alþingi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Fjármálaráðherra sem hefur lýst yfir andstöðu sinni við áform Landsbankans um að kaupa TM óskaði í vikunni eftir skýringum frá Bankasýslunni vegna kaupanna. Bankasýslan sem sagðist koma af fjöllum þegar kaupin voru tilkynnt, hefur svo óskað eftir skýringum frá bankastjórn Landsbankans á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að beiðni til Bankasýslunnar um hver samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins hafi verið í aðdraganda kaupanna. „Nefndin hefur ekki fjallað um málið á sínum fundum en ætlar að óska eftir upplýsingum úr þessum samskiptum milli Bankasýslunnar og ráðuneytisins. Það er verið að vinna þá beiðni og hún verður væntanlega tilbúin sem fyrst og svörin við henni. En þar sem fjárlaganefnd er komin í páskafrí þá verður þetta væntanlega ekki tekið fyrir hjá okkur fyrr en eftir það,“ segir Stefán. Aðspurður um hver sé hans persónulega afstaða til málsins svarar Stefán: „Ég held að það sé mjög eðlilegt að við fáum heildarsýnin um þetta og frekari gögn áður en við myndum okkur skoðun í málinu. Persónulega hef ég þó efasemdir um þessi kaup.“ Kvika banki ekki svarað hvort hann muni fara fram á skaðabætur Dósent við Háskóla Íslands sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að erfitt yrði fyrir Landsbankann að bakka út úr kauptilboði sínu við Kviku banka í TM tryggingar. Yrði það að veruleiki væri bankinn mögulega búinn að skapa sér skaðabótaskyldu. Fréttastofa sendi í gær fyrirspurn til forstjóra og stjórnarformanns Kviku banka um hvort stjórnendur bankans hyggist fara fram á skaðabætur falli Landsbankinn frá kaupunum. Engin svör hafa borist við fyrirspurninni.
Fjármálamarkaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Kaup Landsbankans á TM Alþingi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira