Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 11:03 Donald Trump á mun minna af peningum í kosningasjóðum sínum en Joe Biden og ver miklum fjármunum í lögfræðiskostnað. AP/Mike Stewart Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. Trump hefur tekið yfir stjórn landsnefndarinnar, sagt upp fjölda fólks og nú hefur tengdadóttir hans tekið fyrir stjórn hennar. AP fréttaveitan segir innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af því hvað þessar breytingar og yfirtaka Trumps á landsnefndinni muni hafa. Bæði Landsnefnd Repúblikanaflokksins og margar undirdeildir innan tiltekinna ríkja hafa átt í fjárhagsvandræðum á undanförnum árum. Forsetaframbjóðandinn hefur boðið auðugum bakhjörlum Repúblikanaflokksins til Flórída í byrjun apríl á fjáröflunarviðburð. Í smáa letri boðskotranna segir að af öllum þeim fjárveitingum sem auðjöfrarnir heita RNC fari peningarnir fyrst til tveggja aðgerðanefnda Trumps. Þær taki þær upphæðir sem lögin leyfa af fjárveitingunum eða 6.600 dalir í þann fyrsta og fimm þúsund í þann seinni og RNC og ríkjanefndir Repúblikana fái svo rest, verði eitthvað eftir, samkvæmt frétt New York Times. Á undanförnum tveimur árum hefur Trump greitt lögmönnum sínum að minnsta kosti 76 milljónir dala. Það samsvarar um 10,5 milljörðum króna. Þessar pólitísku aðgerðanefndir (e. Super PAC) kallast Trump 47 Committee og Save America. Sú síðarnefnda er skráð á þann veg að meirihluta þeirra peninga sem safnast þar má ekki verja með beinum hætti til kosningabaráttu. Um 85 prósent af útgjöldum Save America á fyrstu tveimur mánuðum ársins, eða um 8,5 milljónir dala fóru í lögfræðikostnað. Allt síðasta ár var hlutfallið um 89 prósent. Bilið breikkaði í febrúar Trump þarf á auknum fjármunum að halda. Í yfirlýsingum til kosningayfirvalda Bandaríkjanna í vikunni kom fram að Joe Biden situr á mun meiri peningum en Trump. Biden á 71 milljón dala í kosningasjóðum sínum, fyrir utan aðgerðanefndir, og Trump á 33,5 milljónir. Í lok janúar átti Biden 56 milljónir og Trump 30,5 þannig að bilið milli þeirra breikkaði í febrúar. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Einnig kom fram í gögnunum sem opinberuð voru í vikunni að Save America, áðurnefnd aðgerðanefnd sem Trump notar til að borga lögfræðiskostnaði sinn, eyddi meiri peningum en söfnuðust í febrúar. Nefndin eyddi sjö milljónum dala og þar af 5,6 í lögfræðikostnað í febrúar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. 19. mars 2024 06:53 Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump hefur tekið yfir stjórn landsnefndarinnar, sagt upp fjölda fólks og nú hefur tengdadóttir hans tekið fyrir stjórn hennar. AP fréttaveitan segir innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af því hvað þessar breytingar og yfirtaka Trumps á landsnefndinni muni hafa. Bæði Landsnefnd Repúblikanaflokksins og margar undirdeildir innan tiltekinna ríkja hafa átt í fjárhagsvandræðum á undanförnum árum. Forsetaframbjóðandinn hefur boðið auðugum bakhjörlum Repúblikanaflokksins til Flórída í byrjun apríl á fjáröflunarviðburð. Í smáa letri boðskotranna segir að af öllum þeim fjárveitingum sem auðjöfrarnir heita RNC fari peningarnir fyrst til tveggja aðgerðanefnda Trumps. Þær taki þær upphæðir sem lögin leyfa af fjárveitingunum eða 6.600 dalir í þann fyrsta og fimm þúsund í þann seinni og RNC og ríkjanefndir Repúblikana fái svo rest, verði eitthvað eftir, samkvæmt frétt New York Times. Á undanförnum tveimur árum hefur Trump greitt lögmönnum sínum að minnsta kosti 76 milljónir dala. Það samsvarar um 10,5 milljörðum króna. Þessar pólitísku aðgerðanefndir (e. Super PAC) kallast Trump 47 Committee og Save America. Sú síðarnefnda er skráð á þann veg að meirihluta þeirra peninga sem safnast þar má ekki verja með beinum hætti til kosningabaráttu. Um 85 prósent af útgjöldum Save America á fyrstu tveimur mánuðum ársins, eða um 8,5 milljónir dala fóru í lögfræðikostnað. Allt síðasta ár var hlutfallið um 89 prósent. Bilið breikkaði í febrúar Trump þarf á auknum fjármunum að halda. Í yfirlýsingum til kosningayfirvalda Bandaríkjanna í vikunni kom fram að Joe Biden situr á mun meiri peningum en Trump. Biden á 71 milljón dala í kosningasjóðum sínum, fyrir utan aðgerðanefndir, og Trump á 33,5 milljónir. Í lok janúar átti Biden 56 milljónir og Trump 30,5 þannig að bilið milli þeirra breikkaði í febrúar. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Einnig kom fram í gögnunum sem opinberuð voru í vikunni að Save America, áðurnefnd aðgerðanefnd sem Trump notar til að borga lögfræðiskostnaði sinn, eyddi meiri peningum en söfnuðust í febrúar. Nefndin eyddi sjö milljónum dala og þar af 5,6 í lögfræðikostnað í febrúar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. 19. mars 2024 06:53 Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44
Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. 19. mars 2024 06:53
Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44