Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 06:53 Trump hefur átt í mestu vandræðum fyrir dómstólum síðustu misseri en það virðist ekki hafa komið niður á vinsældum hans meðal kjósenda. Getty/Scott Olson Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. Trygginguna þarf Trump að leggja fram eftir að hann var dæmdur til að greiða áðurnefnda upphæði í sekt eftir að hann var fundinn sekur um að hafa ýkt virði eigna sinna til að tryggja sér betri lánakjör. Trump, sem á fjölda dómsmála yfir höfði sér á sama tíma og hann freistar þess að komast aftur í Hvíta húsið, hefur biðlað til áfrýjunardómstóls um að frysta sektargreiðsluna eða samþykkja að lækka tryggingakröfu saksóknara í 100 milljónir dala. Ef dómstóllinn verður ekki við beiðni hans geta yfirvöld krafist þess að hann reiði af hendi allt það lausafé sem hann á og geri eignarnám fyrir afgangnum. Til að koma í veg fyrir þetta gæti Trump hins vegar gripið til neyðarúrræða; selt sjálfur eina af fasteignum sínum eða leitað á náðir annarra efnamanna. Þess má geta í þessu samhengi að greint hefur verið frá því að Trump hygðist funda með Elon Musk á næstunni. Ástæða þess að fyrirtækin eru sögð hafa neitað Trump um tryggingu er að hann á hreinlega ekki nóg af lausafé til að leggja fram á móti. Að teknu tilliti til þóknana og vaxta er hann sagður þurfa að leggja fram 550 milljónir dala í lausafé gegn hinu 454 milljón dala tryggingabréfi. Trump er sagður liggja á 350 milljónum í lausafé en það hefur gengið á forðann síðustu misseri, ekki síst eftir að hann neyddist til að leggja fram yfir 90 milljónir dala í tryggingu í meiðyrðamáli sem E. Jean Carroll, sem sakaði Trump um kynferðisofbeldi, höfðaði gegn forsetaefninu og vann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Trygginguna þarf Trump að leggja fram eftir að hann var dæmdur til að greiða áðurnefnda upphæði í sekt eftir að hann var fundinn sekur um að hafa ýkt virði eigna sinna til að tryggja sér betri lánakjör. Trump, sem á fjölda dómsmála yfir höfði sér á sama tíma og hann freistar þess að komast aftur í Hvíta húsið, hefur biðlað til áfrýjunardómstóls um að frysta sektargreiðsluna eða samþykkja að lækka tryggingakröfu saksóknara í 100 milljónir dala. Ef dómstóllinn verður ekki við beiðni hans geta yfirvöld krafist þess að hann reiði af hendi allt það lausafé sem hann á og geri eignarnám fyrir afgangnum. Til að koma í veg fyrir þetta gæti Trump hins vegar gripið til neyðarúrræða; selt sjálfur eina af fasteignum sínum eða leitað á náðir annarra efnamanna. Þess má geta í þessu samhengi að greint hefur verið frá því að Trump hygðist funda með Elon Musk á næstunni. Ástæða þess að fyrirtækin eru sögð hafa neitað Trump um tryggingu er að hann á hreinlega ekki nóg af lausafé til að leggja fram á móti. Að teknu tilliti til þóknana og vaxta er hann sagður þurfa að leggja fram 550 milljónir dala í lausafé gegn hinu 454 milljón dala tryggingabréfi. Trump er sagður liggja á 350 milljónum í lausafé en það hefur gengið á forðann síðustu misseri, ekki síst eftir að hann neyddist til að leggja fram yfir 90 milljónir dala í tryggingu í meiðyrðamáli sem E. Jean Carroll, sem sakaði Trump um kynferðisofbeldi, höfðaði gegn forsetaefninu og vann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira