Hareide fann enga pressu frá KSÍ: „Stúlkan var í fullum rétti“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2024 12:37 Spjótin hafa staðið á Åge Hareide vegna ummæla tengdum máli Alberts Guðmundssonar og ummæla um stöðuna á Gasa-svæðinu. vísir/Hulda Margrét Norðmaðurinn Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að senda út yfirlýsingu í gær til að skýra mál sitt vegna ummæla í tengslum við kæru gegn Alberti Guðmundssyni. „Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ sagði Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Búdapest í dag. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Hareide um afsökunarbeiðni sína Albert er mættur aftur í íslenska hópinn, í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra, og hefur æft í vikunni fyrir leikinn við Ísrael í EM-umspilinu á morgun, sem fram fer í Búdapest. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og kom ekki til greina í landsliðið á meðan að málið var rannsakað. Héraðssaksóknari ákvað í febrúar að fella málið niður en meintur brotaþoli hefur nú kært þá ákvörðun til ríkissaksóknara, en stjórn KSÍ þó ákveðið að halda Alberti í hópnum. Síðasta föstudag, áður en niðurfellingin var kærð, kynnti Hareide landsliðshóp sinn og var spurður út í valið á Alberti, og möguleikann á að hann yrði tekinn út úr hópnum. Þar sagði Hareide meðal annars að það yrðu „vonbrigði fyrir Ísland og Albert“. Eva B. Helgadóttir, lögmaður meints brotaþola, sendi í kjölfarið út yfirlýsingu fyrir hönd konunnar og gagnrýndi ummæli Hareide harðlega. Með þeim væri hann að egna þjóðinni gegn konunni. KSÍ sendi svo á fjölmiðla í gær skilaboð frá Hareide þar sem hann baðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi og sagði ætlun sína aldrei hafa verið að særa eða móðga neinn. Hareide var beðinn að útskýra nánar í dag af hverju hann hefði sent út þessa afsökunarbeiðni: „Af því að það sem ég sagði olli misskilningi. Ég var að tala um að það væru vonbrigði fyrir liðið, ekki þjóðina, ef við misstum hann út því þá værum við að missa út góðan leikmann. Stúlkan var í fullum rétti til að áfrýja, við vitum það, og það var ekki það sem ég var að tala um. Ég hef ekkert á móti þeirri stöðu. Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ segir Hareide. En var hann undir pressu frá KSÍ um að senda afsökunarbeiðni? „Nei, ekki neinni. Þetta var nefnt og mér fannst mikilvægt [að skýra málið]. Ef maður talar norsku, færir það yfir á ensku og svo er það þýtt á íslensku, þá eru það þrjú tungumál og það getur valdið misskilningi,“ segir Hareide en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31 Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
„Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ sagði Hareide í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Búdapest í dag. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Hareide um afsökunarbeiðni sína Albert er mættur aftur í íslenska hópinn, í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra, og hefur æft í vikunni fyrir leikinn við Ísrael í EM-umspilinu á morgun, sem fram fer í Búdapest. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og kom ekki til greina í landsliðið á meðan að málið var rannsakað. Héraðssaksóknari ákvað í febrúar að fella málið niður en meintur brotaþoli hefur nú kært þá ákvörðun til ríkissaksóknara, en stjórn KSÍ þó ákveðið að halda Alberti í hópnum. Síðasta föstudag, áður en niðurfellingin var kærð, kynnti Hareide landsliðshóp sinn og var spurður út í valið á Alberti, og möguleikann á að hann yrði tekinn út úr hópnum. Þar sagði Hareide meðal annars að það yrðu „vonbrigði fyrir Ísland og Albert“. Eva B. Helgadóttir, lögmaður meints brotaþola, sendi í kjölfarið út yfirlýsingu fyrir hönd konunnar og gagnrýndi ummæli Hareide harðlega. Með þeim væri hann að egna þjóðinni gegn konunni. KSÍ sendi svo á fjölmiðla í gær skilaboð frá Hareide þar sem hann baðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi og sagði ætlun sína aldrei hafa verið að særa eða móðga neinn. Hareide var beðinn að útskýra nánar í dag af hverju hann hefði sent út þessa afsökunarbeiðni: „Af því að það sem ég sagði olli misskilningi. Ég var að tala um að það væru vonbrigði fyrir liðið, ekki þjóðina, ef við misstum hann út því þá værum við að missa út góðan leikmann. Stúlkan var í fullum rétti til að áfrýja, við vitum það, og það var ekki það sem ég var að tala um. Ég hef ekkert á móti þeirri stöðu. Þetta snerist um að mér þætti leitt ef við misstum Albert út,“ segir Hareide. En var hann undir pressu frá KSÍ um að senda afsökunarbeiðni? „Nei, ekki neinni. Þetta var nefnt og mér fannst mikilvægt [að skýra málið]. Ef maður talar norsku, færir það yfir á ensku og svo er það þýtt á íslensku, þá eru það þrjú tungumál og það getur valdið misskilningi,“ segir Hareide en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31 Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
„KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. 19. mars 2024 18:31
Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. 19. mars 2024 11:04
Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52
Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 20. mars 2024 10:46