Fótbolti

Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið

Sindri Sverrisson skrifar
Åge Hareide er mættur til Búdapest vegna leiksins mikilvæga við Ísrael á morgun.
Åge Hareide er mættur til Búdapest vegna leiksins mikilvæga við Ísrael á morgun. Getty/Will Palmer

Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi.

Ísland mætir Ísrael annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, í undanúrslitum EM-umspilsins og því gríðarlega mikið í húfi. 

Sigurliðið mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik næsta þriðjudag, um sæti á EM í Þýskalandi.

Spjótin hafa hins vegar einnig beinst að Hareide vegna ummæla á síðasta blaðamannafundi, varðandi mál gegn Alberti Guðmundssyni, og vegna ummæla hans um það að mæta Ísrael á meðan á stríðinu á Gasa stendur.

Það var þjarmað hraustlega að Åge á fundinum af ísraelskum blaðamönnum en fundinn má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×