„Ég hata þau öll“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2024 07:01 Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe mun án efa vera mikið í fréttum næstu misseri. Getty Images/Bryn Lennon Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi Manchester United, skóf ekki ofan af því er hann var spurður hvaða lið hann vildi sjá vinna ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. „Ég hata þau öll“ var einfaldlega svarið. Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS keyptu fyrr á þessu ári 27,7 prósent hlut í Man United. Fékk Ratcliffe í kjölfarið yfirumsjón með öllu sem við kemur knattspyrnu hjá félaginu á meðan Glazer-fjölskyldan, sem er enn meirihlutaeigandi, fylgist með frá Ameríku. Sir Jim Ratcliffe: Which team do I want to win the PL title? I hate them all, they are all the enemy! . I couldn t possibly choose. It would be good for Arteta, because he has done really well and Arsenal have been patient with him . pic.twitter.com/i5JVqZxtt3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 19, 2024 Ratcliffe er þegar byrjaður að taka til á skrifstofu félagsins og reikna má með þónokkrum breytingum á leikmannahópi liðsins í sumar. Ratcliffe var í hlaðvarpsviðtali nýverið þar sem hann var spurður út í hina gríðarlega spennandi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég hata þau öll. Þau eru öll „óvinurinn. Ég gæti ekki mögulega valið eitt,“ sagði Ratcliffe fyrst en á endanum sagðist hann frekar vilja sjá Arsenal vinna titilinn heldur en Liverpool eða Manchester City. Þá hrósaði hann Arsenal fyrir að standa við bakið á Mikel Arteta en sá átti ekki sjö dagana sæla í upphafi þjálfaraferils síns hjá Skyttunum. Hvort það gefi til kynna að Ratcliffe ætli að halda sig við Erik ten Hag verður ósagt látið en hann nefndi sérstaklega þolinmæði stjórnenda Arsenal þegar liðið endaði í 8. sæti fyrstu tvö tímabilin undir stjórn Spánverjans. Sir Jim Ratcliffe says he would rather find the next Kylian Mbappe for Manchester United than pay a fortune for the France forward — Sky Sports News (@SkySportsNews) March 19, 2024 Hvað leikmannamál varðar þá vill Ratcliffe ekki sjá félagið eyða himinháum upphæðum í leikmenn á borð við Kylian Mbappé. Hann vill finna næsta Mbappé, næsta Jude Bellingham eða næsta Roy Keane. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS keyptu fyrr á þessu ári 27,7 prósent hlut í Man United. Fékk Ratcliffe í kjölfarið yfirumsjón með öllu sem við kemur knattspyrnu hjá félaginu á meðan Glazer-fjölskyldan, sem er enn meirihlutaeigandi, fylgist með frá Ameríku. Sir Jim Ratcliffe: Which team do I want to win the PL title? I hate them all, they are all the enemy! . I couldn t possibly choose. It would be good for Arteta, because he has done really well and Arsenal have been patient with him . pic.twitter.com/i5JVqZxtt3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 19, 2024 Ratcliffe er þegar byrjaður að taka til á skrifstofu félagsins og reikna má með þónokkrum breytingum á leikmannahópi liðsins í sumar. Ratcliffe var í hlaðvarpsviðtali nýverið þar sem hann var spurður út í hina gríðarlega spennandi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég hata þau öll. Þau eru öll „óvinurinn. Ég gæti ekki mögulega valið eitt,“ sagði Ratcliffe fyrst en á endanum sagðist hann frekar vilja sjá Arsenal vinna titilinn heldur en Liverpool eða Manchester City. Þá hrósaði hann Arsenal fyrir að standa við bakið á Mikel Arteta en sá átti ekki sjö dagana sæla í upphafi þjálfaraferils síns hjá Skyttunum. Hvort það gefi til kynna að Ratcliffe ætli að halda sig við Erik ten Hag verður ósagt látið en hann nefndi sérstaklega þolinmæði stjórnenda Arsenal þegar liðið endaði í 8. sæti fyrstu tvö tímabilin undir stjórn Spánverjans. Sir Jim Ratcliffe says he would rather find the next Kylian Mbappe for Manchester United than pay a fortune for the France forward — Sky Sports News (@SkySportsNews) March 19, 2024 Hvað leikmannamál varðar þá vill Ratcliffe ekki sjá félagið eyða himinháum upphæðum í leikmenn á borð við Kylian Mbappé. Hann vill finna næsta Mbappé, næsta Jude Bellingham eða næsta Roy Keane.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira