„Ég hata þau öll“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2024 07:01 Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe mun án efa vera mikið í fréttum næstu misseri. Getty Images/Bryn Lennon Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi Manchester United, skóf ekki ofan af því er hann var spurður hvaða lið hann vildi sjá vinna ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. „Ég hata þau öll“ var einfaldlega svarið. Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS keyptu fyrr á þessu ári 27,7 prósent hlut í Man United. Fékk Ratcliffe í kjölfarið yfirumsjón með öllu sem við kemur knattspyrnu hjá félaginu á meðan Glazer-fjölskyldan, sem er enn meirihlutaeigandi, fylgist með frá Ameríku. Sir Jim Ratcliffe: Which team do I want to win the PL title? I hate them all, they are all the enemy! . I couldn t possibly choose. It would be good for Arteta, because he has done really well and Arsenal have been patient with him . pic.twitter.com/i5JVqZxtt3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 19, 2024 Ratcliffe er þegar byrjaður að taka til á skrifstofu félagsins og reikna má með þónokkrum breytingum á leikmannahópi liðsins í sumar. Ratcliffe var í hlaðvarpsviðtali nýverið þar sem hann var spurður út í hina gríðarlega spennandi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég hata þau öll. Þau eru öll „óvinurinn. Ég gæti ekki mögulega valið eitt,“ sagði Ratcliffe fyrst en á endanum sagðist hann frekar vilja sjá Arsenal vinna titilinn heldur en Liverpool eða Manchester City. Þá hrósaði hann Arsenal fyrir að standa við bakið á Mikel Arteta en sá átti ekki sjö dagana sæla í upphafi þjálfaraferils síns hjá Skyttunum. Hvort það gefi til kynna að Ratcliffe ætli að halda sig við Erik ten Hag verður ósagt látið en hann nefndi sérstaklega þolinmæði stjórnenda Arsenal þegar liðið endaði í 8. sæti fyrstu tvö tímabilin undir stjórn Spánverjans. Sir Jim Ratcliffe says he would rather find the next Kylian Mbappe for Manchester United than pay a fortune for the France forward — Sky Sports News (@SkySportsNews) March 19, 2024 Hvað leikmannamál varðar þá vill Ratcliffe ekki sjá félagið eyða himinháum upphæðum í leikmenn á borð við Kylian Mbappé. Hann vill finna næsta Mbappé, næsta Jude Bellingham eða næsta Roy Keane. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS keyptu fyrr á þessu ári 27,7 prósent hlut í Man United. Fékk Ratcliffe í kjölfarið yfirumsjón með öllu sem við kemur knattspyrnu hjá félaginu á meðan Glazer-fjölskyldan, sem er enn meirihlutaeigandi, fylgist með frá Ameríku. Sir Jim Ratcliffe: Which team do I want to win the PL title? I hate them all, they are all the enemy! . I couldn t possibly choose. It would be good for Arteta, because he has done really well and Arsenal have been patient with him . pic.twitter.com/i5JVqZxtt3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 19, 2024 Ratcliffe er þegar byrjaður að taka til á skrifstofu félagsins og reikna má með þónokkrum breytingum á leikmannahópi liðsins í sumar. Ratcliffe var í hlaðvarpsviðtali nýverið þar sem hann var spurður út í hina gríðarlega spennandi toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég hata þau öll. Þau eru öll „óvinurinn. Ég gæti ekki mögulega valið eitt,“ sagði Ratcliffe fyrst en á endanum sagðist hann frekar vilja sjá Arsenal vinna titilinn heldur en Liverpool eða Manchester City. Þá hrósaði hann Arsenal fyrir að standa við bakið á Mikel Arteta en sá átti ekki sjö dagana sæla í upphafi þjálfaraferils síns hjá Skyttunum. Hvort það gefi til kynna að Ratcliffe ætli að halda sig við Erik ten Hag verður ósagt látið en hann nefndi sérstaklega þolinmæði stjórnenda Arsenal þegar liðið endaði í 8. sæti fyrstu tvö tímabilin undir stjórn Spánverjans. Sir Jim Ratcliffe says he would rather find the next Kylian Mbappe for Manchester United than pay a fortune for the France forward — Sky Sports News (@SkySportsNews) March 19, 2024 Hvað leikmannamál varðar þá vill Ratcliffe ekki sjá félagið eyða himinháum upphæðum í leikmenn á borð við Kylian Mbappé. Hann vill finna næsta Mbappé, næsta Jude Bellingham eða næsta Roy Keane.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira