Drepur varg, smíðar og er fyrirliði í Bestu deildinni Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 08:00 Elmar Atli Garðarsson sýndi Baldri Sigurðssyni safn sitt af refa- og minkaskottum, en hann er meindýraeyðir í Súðavíkurhreppi. Stöð 2 Sport Elmar Atli Garðarsson sker sig talsvert úr á meðal leikmanna í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Hann býr í 200 manna þorpi, er smiður og fyrirliði Vestra, en ver einnig vor- og sumarnóttum í að leita uppi og skjóta meindýr. Baldur Sigurðsson skellti sér vestur í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Hann æfði með Vestramönnum og ræddi við þjálfarann Davíð Smára Lamude. Baldur heimsótti einnig Elmar Atla, til Súðavíkur, og fékk að kynnast því aðeins hvað hann gerir á milli þess sem hann sækir fótboltaæfingar á Ísafirði. Meindýraeyðir hreppsins Elmar Atli, sem er 26 ára, starfar sem smiður hjá Vestfirskum verktökum en er einnig meindýraeyðir Súðavíkurhrepps. „Þetta felst í að veiða tófu og mink hérna í hreppnum. Svokölluð vargeyðing,“ segir Elmar Atli sem fékk Baldur í heimsókn á verkstæði pabba síns á Langeyri. Þar mátti sjá stórt safn af refa- og minkaskottum eftir veiðiferðir fótboltamannsins, sem þannig verndar til að mynda sauðfé í sveitinni. „Maður getur stjórnað álaginu í þessu alveg sjálfur. Ég fer bara þegar ég hef tíma. Það er mjög þægilegt,“ segir Elmar Atli sem hefur verið meindýraeyðir síðustu þrjú ár. „Þetta er mikið á vorin og snemma á sumrin, en allt árið um kring í rauninni,“ segir Elmar Atli sem hefur gaman af aukavinnunni rétt eins og boltanum: „Maður fær þessa dellu mjög ungur og ég er þannig týpa að ef maður tekur eitthvað að sér þá fer maður all-in í það. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Klippa: LUÍH - Fyrirliði Vestra er meindýraeyðir og smiður Elmar Atli hóf meistaraflokksferil sinn fyrir áratug, þegar liðið hans hét BÍ/Bolungarvík. Nafninu var svo breytt og hefur fyrirliðinn farið með Vestra upp úr 2. deild og alla leið í Bestu deildina. Alls á þessi öflugi varnarmaður að baki 169 deildarleiki fyrir Vestra. Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vestri Tengdar fréttir Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson skellti sér vestur í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Hann æfði með Vestramönnum og ræddi við þjálfarann Davíð Smára Lamude. Baldur heimsótti einnig Elmar Atla, til Súðavíkur, og fékk að kynnast því aðeins hvað hann gerir á milli þess sem hann sækir fótboltaæfingar á Ísafirði. Meindýraeyðir hreppsins Elmar Atli, sem er 26 ára, starfar sem smiður hjá Vestfirskum verktökum en er einnig meindýraeyðir Súðavíkurhrepps. „Þetta felst í að veiða tófu og mink hérna í hreppnum. Svokölluð vargeyðing,“ segir Elmar Atli sem fékk Baldur í heimsókn á verkstæði pabba síns á Langeyri. Þar mátti sjá stórt safn af refa- og minkaskottum eftir veiðiferðir fótboltamannsins, sem þannig verndar til að mynda sauðfé í sveitinni. „Maður getur stjórnað álaginu í þessu alveg sjálfur. Ég fer bara þegar ég hef tíma. Það er mjög þægilegt,“ segir Elmar Atli sem hefur verið meindýraeyðir síðustu þrjú ár. „Þetta er mikið á vorin og snemma á sumrin, en allt árið um kring í rauninni,“ segir Elmar Atli sem hefur gaman af aukavinnunni rétt eins og boltanum: „Maður fær þessa dellu mjög ungur og ég er þannig týpa að ef maður tekur eitthvað að sér þá fer maður all-in í það. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Klippa: LUÍH - Fyrirliði Vestra er meindýraeyðir og smiður Elmar Atli hóf meistaraflokksferil sinn fyrir áratug, þegar liðið hans hét BÍ/Bolungarvík. Nafninu var svo breytt og hefur fyrirliðinn farið með Vestra upp úr 2. deild og alla leið í Bestu deildina. Alls á þessi öflugi varnarmaður að baki 169 deildarleiki fyrir Vestra. Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vestri Tengdar fréttir Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31