Foreldrar megi ekki vera vondir við sjálfa sig eftir stórt áfall Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2024 12:20 Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur. Sebastian Storgaard Sérfræðingur í slysavörnum barna segir það geta verið hættulegt fyrir ungabörn að sofa uppi í rúmi hjá foreldrum sínum. Hún segir foreldra sem lenda í áfalli ekki mega kenna sjálfum sér um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sjöfn Steinsen sem lenti í því að sjö mánaða gömul dóttir hennar flæktist í hárinu á móður sinni og munaði litlu að hún myndi kafna en snör viðbrögð móðurinnar urðu til þess að nágrannar hennar náðu að klippa dótturina úr hárinu. Fullorðinsrúm ekki hönnuð fyrir börn Slys sem þetta eru ekki algeng en gerast þó að sögn Herdísar Storgaard hjá Miðstöð slysavarna barna. Herdís hefur starfað í kringum slysavarnir barna í rúm þrjátíu ár og hefur heyrt af í það minnsta þremur svipuðum málum áður. „Einmitt eitt af því sem að við erum að benda foreldrum á er að rúmið þeirra, fullorðinsrúmið, er bara alls ekki öruggur svefnstaður og þá eru menn ekki bara að hugsa um að sítt hár geti flækst um háls barnsins, heldur allt sem í rúminu er,“ segir Herdís. Foreldrar kenni sér ekki um Hún nefnir sem dæmi að dýnur séu ekki öndunarprófaðar og rúmfatnaður, sængur, koddar og annað sem fullorðnir hafa í rúminu geti verið hættulegt ungabörnum. Herdís telur að rétt viðbrögð hafi bjargað lífi barnsins. „Við megum ekki, við megum alls ekki, alltaf vera vond við okkur þegar eitthvað hræðilegt hefur komið fyrir okkur. Ég segi yfirleitt við foreldra þegar þeir eru að tala við mig um eitthvað sem þeir hafa lent í að við skulum fókusera á það að allt fór vel og endurskoða hvernig við vorum að gera hlutina. Breyta þá yfir í að gera þetta á annan hátt,“ segir Herdís. Bara hafa það nauðsynlegasta í rúminu Hún hvetur foreldra til þess að láta ungabörn sofa í vöggu eða ungbarnarúmi. „Eins og skilaboðin eru í dag, til að tryggja öryggi ungra barna, er að sofa í eigin vöggu sem uppfyllir allar kröfur eða ungbarnarúmi. Hafa þetta ljótt og leiðinlegt. Ekkert í rúminu nema það allra nauðsynlegasta,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sjöfn Steinsen sem lenti í því að sjö mánaða gömul dóttir hennar flæktist í hárinu á móður sinni og munaði litlu að hún myndi kafna en snör viðbrögð móðurinnar urðu til þess að nágrannar hennar náðu að klippa dótturina úr hárinu. Fullorðinsrúm ekki hönnuð fyrir börn Slys sem þetta eru ekki algeng en gerast þó að sögn Herdísar Storgaard hjá Miðstöð slysavarna barna. Herdís hefur starfað í kringum slysavarnir barna í rúm þrjátíu ár og hefur heyrt af í það minnsta þremur svipuðum málum áður. „Einmitt eitt af því sem að við erum að benda foreldrum á er að rúmið þeirra, fullorðinsrúmið, er bara alls ekki öruggur svefnstaður og þá eru menn ekki bara að hugsa um að sítt hár geti flækst um háls barnsins, heldur allt sem í rúminu er,“ segir Herdís. Foreldrar kenni sér ekki um Hún nefnir sem dæmi að dýnur séu ekki öndunarprófaðar og rúmfatnaður, sængur, koddar og annað sem fullorðnir hafa í rúminu geti verið hættulegt ungabörnum. Herdís telur að rétt viðbrögð hafi bjargað lífi barnsins. „Við megum ekki, við megum alls ekki, alltaf vera vond við okkur þegar eitthvað hræðilegt hefur komið fyrir okkur. Ég segi yfirleitt við foreldra þegar þeir eru að tala við mig um eitthvað sem þeir hafa lent í að við skulum fókusera á það að allt fór vel og endurskoða hvernig við vorum að gera hlutina. Breyta þá yfir í að gera þetta á annan hátt,“ segir Herdís. Bara hafa það nauðsynlegasta í rúminu Hún hvetur foreldra til þess að láta ungabörn sofa í vöggu eða ungbarnarúmi. „Eins og skilaboðin eru í dag, til að tryggja öryggi ungra barna, er að sofa í eigin vöggu sem uppfyllir allar kröfur eða ungbarnarúmi. Hafa þetta ljótt og leiðinlegt. Ekkert í rúminu nema það allra nauðsynlegasta,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira