Aron Jó hafði áhrif á valið um að skipta yfir til Bandaríkjanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 11:45 William Cole Campbell ætlar að feta í fótspor Arons Jóhannssonar og leika fyrir bandaríska landsliðið frekar en það íslenska. Vísir/Getty Svo virðist sem Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, hafi haft mikil áhrif á það að William Cole Campbell, leikmaður unglingaliðs Borussia Dortmund, hafi valið að spila frekar fyrir bandaríska fótboltalandsliðið en það íslenska. Greint var frá ákvörðun Williams Cole Campbell fyrir rúmri viku síðan, en hann er í dag leikmaður nítján ára liðs Borussia Dortmund í Þýskalandi. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United í Bandaríkjunum en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með Hafnarfjarðarliðinu aðeins fimmtán ára gamall, en lék þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi, þar af einn með Breiðabliki. Þá á Cole að baki sjö leiki fyrir sautján ára landslið Íslands þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Hann hefur hins vegar valið að spila frekar fyrir bandaríska landsliðið en það íslenska og virðist sem Aron Jóhannsson, sem tók samskonar ákvörðun á sínum tíma hafi haft mikil áhrif á ákvörðun hins unga Cole. Tom Bogert, sem fjallar um bandarísku MLS-deildina og bandaríska karlalandsliðið hjá The Athletic, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að Cole hafi fengið ráðleggingar frá Aroni er þeir léku gegn hvorum öðrum. „Ég spilaði á móti Aroni Jóhannssyni. Hann dró mig afsíðis og sagði að ég yrði að íhuga að spila fyrir Bandaríkin. Hann sagði að það hafi verið ákvörðun sem hann myndi taka aftur,“ segir í færslu Bogert. Borussia Dortmund rising talent Cole Campbell (18) on switching to represent the United States from Iceland:“I played against Aron Johansson. He pulled me aside & said that I MUST consider playing for the USA. He said it was a decision he would do all over again.” pic.twitter.com/8ObjTBtS9Z— Tom Bogert (@tombogert) March 15, 2024 Landslið karla í fótbolta Bandaríski fótboltinn Þýski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Greint var frá ákvörðun Williams Cole Campbell fyrir rúmri viku síðan, en hann er í dag leikmaður nítján ára liðs Borussia Dortmund í Þýskalandi. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United í Bandaríkjunum en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með Hafnarfjarðarliðinu aðeins fimmtán ára gamall, en lék þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi, þar af einn með Breiðabliki. Þá á Cole að baki sjö leiki fyrir sautján ára landslið Íslands þar sem hann hefur skorað tvö mörk. Hann hefur hins vegar valið að spila frekar fyrir bandaríska landsliðið en það íslenska og virðist sem Aron Jóhannsson, sem tók samskonar ákvörðun á sínum tíma hafi haft mikil áhrif á ákvörðun hins unga Cole. Tom Bogert, sem fjallar um bandarísku MLS-deildina og bandaríska karlalandsliðið hjá The Athletic, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að Cole hafi fengið ráðleggingar frá Aroni er þeir léku gegn hvorum öðrum. „Ég spilaði á móti Aroni Jóhannssyni. Hann dró mig afsíðis og sagði að ég yrði að íhuga að spila fyrir Bandaríkin. Hann sagði að það hafi verið ákvörðun sem hann myndi taka aftur,“ segir í færslu Bogert. Borussia Dortmund rising talent Cole Campbell (18) on switching to represent the United States from Iceland:“I played against Aron Johansson. He pulled me aside & said that I MUST consider playing for the USA. He said it was a decision he would do all over again.” pic.twitter.com/8ObjTBtS9Z— Tom Bogert (@tombogert) March 15, 2024
Landslið karla í fótbolta Bandaríski fótboltinn Þýski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira