Fagnar komu Gylfa: „Auðvitað reyndum við að fá hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2024 10:42 Þrátt fyrir að hafa misst af Gylfa fagnar Arnar komu hans og óskar honum góðs gengis, nema gegn Víkingi. Samsett/Vísir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir að hans menn hafi reynt sitt ítrasta að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins en þurftu að játa sig sigraða í baráttunni við Val. Hann fagnar komu Gylfa í Bestu deildina, þó það sé til mótherja. „Þetta er bara mjög jákvætt, geggjað fyrir deildina og frábært að fá hann í Bestu deildina. Þetta stækkar prófílinn, mér finnst hún hafa vera að stækka á hverju ári. Þetta stefnir bara í epic tímabil,“ sagði Arnar þegar Vísir sló á þráðinn en hann var þá nýbúinn að ljúka golfhring á Spáni þar sem Víkingar eru að klára æfingaferð. Orðrómar hafa verið á flakki þess efnis að bæði Víkingur og KR hafi reynt að fá Gylfa í sínar raðir og Arnar staðfestir að hann hafi viljað fá Gylfa til liðs við Íslands- og bikarmeistarana. „Já, að sjálfsögðu. Auðvitað reyndum við að fá hann. Þegar svona prófílar eru á lausu verður klúbbur eins og Víkingur að reyna. Við auðvitað reynum við marga leikmenn, sumir velja okkur og sumir ekki. En gott að fá hann í deildina og vegni honum vel, nema á móti okkur,“ segir Arnar. Arnar kveðst þá spenntur fyrir tímabilinu og segir ljóst að samkeppnin verði meiri í ár en í fyrra. „Það eru sum lið búin að styrkja sig alveg óhemju mikið og önnur lið eru búin að missa sterka leikmenn en líka fengið góða inn. Það er erfitt að meta þetta. Ég segi bara að deildin sé að verða sterkari en í fyrra og hún var nógu góð í fyrra,“ „Lið eru að styrkja sig í öllum þáttum. Ekki bara varðandi leikmenn heldur umgjörð. FH eru að gera góða hluti, og KR-ingarnir sem og Blikarnir. Við erum bara að reyna að bæta það sem við gerðum vel í fyrra og stefna lengra,“ Víkingar opna Bestu deildina er upphafsleikurinn fer fram á laugardagskvöldið 6. apríl þegar Stjarnan heimsækir Víkina. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjötti fyrrum Íþróttamaður ársins sem kemur í Val Valsmenn búa ekki bara til Íþróttamenn ársins því þeir fá þá einnig til að ganga til liðs við félagið. 15. mars 2024 07:01 „Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34 Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. 14. mars 2024 16:16 „Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14. mars 2024 23:01 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
„Þetta er bara mjög jákvætt, geggjað fyrir deildina og frábært að fá hann í Bestu deildina. Þetta stækkar prófílinn, mér finnst hún hafa vera að stækka á hverju ári. Þetta stefnir bara í epic tímabil,“ sagði Arnar þegar Vísir sló á þráðinn en hann var þá nýbúinn að ljúka golfhring á Spáni þar sem Víkingar eru að klára æfingaferð. Orðrómar hafa verið á flakki þess efnis að bæði Víkingur og KR hafi reynt að fá Gylfa í sínar raðir og Arnar staðfestir að hann hafi viljað fá Gylfa til liðs við Íslands- og bikarmeistarana. „Já, að sjálfsögðu. Auðvitað reyndum við að fá hann. Þegar svona prófílar eru á lausu verður klúbbur eins og Víkingur að reyna. Við auðvitað reynum við marga leikmenn, sumir velja okkur og sumir ekki. En gott að fá hann í deildina og vegni honum vel, nema á móti okkur,“ segir Arnar. Arnar kveðst þá spenntur fyrir tímabilinu og segir ljóst að samkeppnin verði meiri í ár en í fyrra. „Það eru sum lið búin að styrkja sig alveg óhemju mikið og önnur lið eru búin að missa sterka leikmenn en líka fengið góða inn. Það er erfitt að meta þetta. Ég segi bara að deildin sé að verða sterkari en í fyrra og hún var nógu góð í fyrra,“ „Lið eru að styrkja sig í öllum þáttum. Ekki bara varðandi leikmenn heldur umgjörð. FH eru að gera góða hluti, og KR-ingarnir sem og Blikarnir. Við erum bara að reyna að bæta það sem við gerðum vel í fyrra og stefna lengra,“ Víkingar opna Bestu deildina er upphafsleikurinn fer fram á laugardagskvöldið 6. apríl þegar Stjarnan heimsækir Víkina. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjötti fyrrum Íþróttamaður ársins sem kemur í Val Valsmenn búa ekki bara til Íþróttamenn ársins því þeir fá þá einnig til að ganga til liðs við félagið. 15. mars 2024 07:01 „Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34 Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. 14. mars 2024 16:16 „Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14. mars 2024 23:01 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
Sjötti fyrrum Íþróttamaður ársins sem kemur í Val Valsmenn búa ekki bara til Íþróttamenn ársins því þeir fá þá einnig til að ganga til liðs við félagið. 15. mars 2024 07:01
„Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14. mars 2024 10:34
Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. 14. mars 2024 16:16
„Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14. mars 2024 23:01