Erlent

Fær sekt fyrir að keyra réttinda­laus 103 ára gömul

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Giose ætlar nú að ferðast um á hjóli.
Giose ætlar nú að ferðast um á hjóli. Getty

Ítalska lögreglan hefur sektað 103 ára gamla konu sem var nöppuð við að keyra að næturlagi með útrunnið ökuskírteini. 

Lögreglu barst símhringing klukkan eitt að næturlagi vegna bíls sem keyrt var háskalega í miðbæ Bondeno, þrettán þúsund manna byggð nærri Ferrara. 

Lögregluþjónum, sem svöruðu kallinu, brá í brún þegar þeir stöðvuðu ökumanninn og fundu þar háaldraða konuna í bílstjórasætinu. Giuseppina Molinari, betur þekkt undir nafninu Giose, fæddist árið 1920. Lögregla segir hana hafa verið á leið að hitta vini í Bondeno en hún hafi líklega villst af leið í myrkrinu.

Ökuskírteini Giose rann út fyrir tveimur árum síðan. Á Ítalíu gilda þær reglur fyrir ökumenn yfir áttræðu að þeir þurfa að fara í læknisskoðun annað hvert ár svo þeir geti endurnýjað ökuréttindin. 

Giose fékk því sekt og var keyrð heim af lögreglu. Hún segir í samtali við staðarblaðið La Nuova Ferrara að hún ætli bara að kaupa sér vespu. Þangað til heimsæki hún vinina á reiðhjóli. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×