TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2024 15:15 Fyrirtækið TikTok er skráð í Bandaríkjunum en frumvarpið felur í sér að kínverskir eigendur þessa gífurlega vinsæla samfélagsmiðils, ByteDance, þurfa að selja starfsemina, innan 180 daga eftir að frumvarpið verður að lögum. AP/Damian Dovarganes Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. 352 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 65 sögðu nei. Einn sat hjá. Fyrirtækið TikTok er skráð í Bandaríkjunum en frumvarpið felur í sér að kínverskir eigendur þessa gífurlega vinsæla samfélagsmiðils, ByteDance, þurfa að selja starfsemina, innan 180 daga eftir að frumvarpið verður að lögum. Annars verður samfélagsmiðillinn bannaður. Eins og fram kemur í frétt Washington Post hafa ráðamenn í Bandaríkjunum margir hverjir áhyggjur af tengslum ByteDance við Kommúnistaflokk Kína. Flokkurinn er sagður geta notað miðilinn til að afla gagna um Bandaríkjamenn og hafa áhrif á pólitískar skoðanir þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast aldrei hafa afhent yfirvöldum í Kína gögn um bandaríska notendur og að ef þeirra yrði krafist, yrði beiðninni hafnað. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok að staðaldri. Athygli vekur að einungis fimmtán Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á dögunum að hann væri mótfallinn frumvarpinu. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að skrifa undir frumvarpið, verði það einnig samþykkt í öldungadeildinni. Framtíð þess þar er þó óljós, eins og áður hefur komið fram. Hvaða öldungadeildarþingmaður sem er getur stöðvað framgöngu frumvarps og þingmaðurinn Rand Paul hefur haldið því fram að hann muni grípa til slíkra aðgerða. Hann telur frumvarpið brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Tveir æðstu meðlimir leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, þeir Mark Warner úr Demókrataflokknum og Marco Rubio úr Repúblikanaflokknum, hafa lýst því yfir að þeir styðji frumvarpið. BIG Senate Intel Chair Mark Warner (D-Va.) and Vice Chair Marco Rubio (R-Fla.) endorse House-passed TikTok bill We were encouraged by today s strong bipartisan vote... and look forward to working together to get this bill passed through the Senate and signed into law. pic.twitter.com/m5wfhp2Zdo— Andrew Desiderio (@AndrewDesiderio) March 13, 2024 Ráðamenn í Kína hafa brugðist reiðir við ætlunum Bandaríkjamanna og hafa hótað því að koma í veg fyrir sölu ByteDance á TikTok. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að Bandaríkjamenn hefðu aldrei fundið sannanir fyrir því að TikTok ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Hann sakaði Bandaríkjamenn um fautaskap og sagði að verði frumvarpið að lögum myndi það koma niður á Bandaríkjunum til lengri tíma með því að grafa undan trú fjárfesta á bandaríska kerfið. Bandarískir samfélagsmiðlar eins og X og Facebook eru bannaðir í Kína. Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Tengdar fréttir Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23 Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ 1. febrúar 2024 08:05 TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar. 14. nóvember 2023 02:58 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
352 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 65 sögðu nei. Einn sat hjá. Fyrirtækið TikTok er skráð í Bandaríkjunum en frumvarpið felur í sér að kínverskir eigendur þessa gífurlega vinsæla samfélagsmiðils, ByteDance, þurfa að selja starfsemina, innan 180 daga eftir að frumvarpið verður að lögum. Annars verður samfélagsmiðillinn bannaður. Eins og fram kemur í frétt Washington Post hafa ráðamenn í Bandaríkjunum margir hverjir áhyggjur af tengslum ByteDance við Kommúnistaflokk Kína. Flokkurinn er sagður geta notað miðilinn til að afla gagna um Bandaríkjamenn og hafa áhrif á pólitískar skoðanir þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast aldrei hafa afhent yfirvöldum í Kína gögn um bandaríska notendur og að ef þeirra yrði krafist, yrði beiðninni hafnað. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok að staðaldri. Athygli vekur að einungis fimmtán Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á dögunum að hann væri mótfallinn frumvarpinu. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að skrifa undir frumvarpið, verði það einnig samþykkt í öldungadeildinni. Framtíð þess þar er þó óljós, eins og áður hefur komið fram. Hvaða öldungadeildarþingmaður sem er getur stöðvað framgöngu frumvarps og þingmaðurinn Rand Paul hefur haldið því fram að hann muni grípa til slíkra aðgerða. Hann telur frumvarpið brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Tveir æðstu meðlimir leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, þeir Mark Warner úr Demókrataflokknum og Marco Rubio úr Repúblikanaflokknum, hafa lýst því yfir að þeir styðji frumvarpið. BIG Senate Intel Chair Mark Warner (D-Va.) and Vice Chair Marco Rubio (R-Fla.) endorse House-passed TikTok bill We were encouraged by today s strong bipartisan vote... and look forward to working together to get this bill passed through the Senate and signed into law. pic.twitter.com/m5wfhp2Zdo— Andrew Desiderio (@AndrewDesiderio) March 13, 2024 Ráðamenn í Kína hafa brugðist reiðir við ætlunum Bandaríkjamanna og hafa hótað því að koma í veg fyrir sölu ByteDance á TikTok. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að Bandaríkjamenn hefðu aldrei fundið sannanir fyrir því að TikTok ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Hann sakaði Bandaríkjamenn um fautaskap og sagði að verði frumvarpið að lögum myndi það koma niður á Bandaríkjunum til lengri tíma með því að grafa undan trú fjárfesta á bandaríska kerfið. Bandarískir samfélagsmiðlar eins og X og Facebook eru bannaðir í Kína.
Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Tengdar fréttir Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23 Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ 1. febrúar 2024 08:05 TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar. 14. nóvember 2023 02:58 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23
Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ 1. febrúar 2024 08:05
TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar. 14. nóvember 2023 02:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent