Erlent

Í­búar í Fuku­yama beðnir um að halda sig frá eitruðum ketti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kötturinn skildi eftir sig spor eftir að hann féll í tankinn og sást svo á öryggismyndavélum þar sem  hann kom sér á brott.
Kötturinn skildi eftir sig spor eftir að hann féll í tankinn og sást svo á öryggismyndavélum þar sem hann kom sér á brott. Nomura Plating

Íbúar í Fukuyama í vesturhluta Japan hafa verið varaðir við því að nálgast hvorki né snerta kött sem virðist hafa dottið í tank fullan af sexgildu krómi, sem er mjög eitrað og meðal annars krabbameinsvaldandi.

Leit að kettinum hófst þegar starfsmenn málmframleiðsluvers mættu til vinnu og fundu gulbrún spor liggja frá tank á svæðinu. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna köttinn yfirgefa verksmiðjuna en hann er ófundinn.

Eins og fyrr segir er sexgilt króm mikið eitur og snerting við það getur valdið ofnæmisviðbrögðum og innöndun þess valdið öndunarerfiðleikum.

Útlit er fyrir að kötturinn hafi einhvern veginn náð að velta við lokinu sem var á tanknum en fulltrúi fyrirtækisins, Nomura Plating Fukuyama Factory, sagði í samtali við AFP að atvikið myndi verða til þess að gripið yrði til aðgerða til að koma í veg fyrir að smærri dýr komist ofan í tankana.

Sagði hann menn ekki hafa getað séð atvikið fyrir.

Íbúar í Fukuyama hafa verið beðnir um að láta lögreglu vita ef þeir sjá til kattarins en yfirvöld segja mögulegt að hann hafi drepist af völdum eitursins eftir að hann hljóp á brott.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×