Erlent

Her­flug­vél brot­lenti skömmu eftir flug­tak

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndbönd af slysinu hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Myndbönd af slysinu hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Fimmtán eru sagðir hafa dáið þegar rússnesk herflugvél af gerðinni Il-76 brotlenti skömmu eftir flugtak í morgun. Myndbönd sýna að minnsta kosti einn hreyfil flugvélarinnar í ljósum logum skömmu eftir flugtak og féll hann af henni áður en hún brotlenti.

Átta voru í áhöfn flugvélarinnar og sjö farþegar voru um borð en um er að ræða flutningavél á vegum rússneska hersins. Í fréttum frá Rússlandi segir að eldurinn hafi kviknað rétt eftir flugtak og tókst flugmönnum ekki að lenda henni aftur á flugvellinum.

Því hefur verið haldið fram að um æfingarflug hafi verið að ræða, samkvæmt BBC í Rússlandi.

Flugvélin brotlenti nærri þorpinu Ivanovo í Rússlandi, ekki langt frá Moskvu. Íbúar þar tóku fjölmörg myndbönd af flugvélinni í ljósum logum áður en hún hrapaði. Engan sakaði á jörðu niðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×