TF Besta á suðrænar slóðir: Ekki vildu allir fara um borð Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 10:00 Opnuð hefur verið loftbrú fyrir TF-Besta yfir til Spánar Vísir Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Ekki fara þó öll lið Bestu deildar kvenna erlendis í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Einu liði hentaði ekki að fara núna, öðru stóð það til boða en ákvað að fara ekki. Þau sem fara þó út halda til Spánar. Þór/KA: 5. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Jóhann K. Gunnarsson Norðankonur ætla að halda til Kanaríeyja. Þar mun lið Þór/KA, sem endaði í 5.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, dvelja á Koala Garden sem er afar hentugt þar sem að æfingasvæði liðsins verður við hlið dvalarstaðarins. Mun án efa fara vel um lið Þór/KA á Koala Gardan á Kanaríeyjum Þór/KA hefur farið með himinskautum í Lengjubikarnum undanfarnar vikur þar sem liðið hefur unnið alla sína leiki og því ætti mórallinn innan leikmannahópsins að vera orðinn ansi góður nú þegar. Valur: 1. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Pétur Pétursson Íslandsmeistarar Vals munu yfir sex daga tímabil stilla sig saman á Campoamor á Spáni og undirbúa sig fyrir titilvörnina. Það styttist í að Valskonur hefji titilvörn sína í Bestu deildinniVísir/Díego FH: 6. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Hlynur Svan Eiríksson Lið svarthvíta liðsins í Hafnarfirði, FH, mun ekki fara út í æfingaferð erlendis fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Í svari frá Davíð Þór Viðarssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá FH, segir að liðinu hafi staðið það til boða en að það hafi ákveðið að fara ekki. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Stjarnan: 4. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Kristján Guðmundsson Lið Stjörnunnar í Bestu deild kvenna ætlar að fara sömu leið og karlalið ÍA og Vestra hvað æfingaferð varðar. Stjarnan heldur til Íslendingaeyjunnar Tenerife um miðbik aprílmánaðar og mun þar dvelja á Hotel Jardín Caleta. Þar munu án efa nokkrir Íslendingar verða á þeirra vegi. Stjarnan mun dvelja á Hotel Jardín Caleta á Íslendingaeyjunni Tenerife Breiðablik: 2. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Nik Chamberlain Liðið sem endaði í 2.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, Breiðablik, mun ekki fara í æfingaferð út fyrir landsteinana fyrir þetta tímabil. Í svari frá félaginu segir að æfingaferð hafi ekki hentað á þessum tímapunkti. Liðið hafi skipt um þjálfara, inn var fenginn Nik Chamberlain frá Þrótti, og það hafi því miður ekki fundist tími sem hentaði hópnum og passaði inn í æfingaáætlarnir liðsins. Keflavík: 8. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Jonathan Ricardo Glenn Eftir upp og niður tímabil í fyrra, sem endaði með því að liðið endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar, mun lið Keflavíkur stilla saman strengi á Salou á Spáni, rétt sunnan við Barcelona, fyrir komandi tímabil. Þar munu Suðurnesjakonur dvelja yfir viku tímabil. Salou rétt sunnan við Barcelona. Þar mun lið Keflavíkur dvelja í æfingarferð sinni Tindastóll: 7. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Halldór Jón Sigurðsson Lið Tindastóls kom inn sem nýliði í Bestu deildina á síðasta tímabili og endaði í sjöunda sæti og munu stefna að því að gera betur í ár. Sem liður í undirbúningi fyrir það ætlar liðið að halda til Campoamor á Torrevieja svæðinu á austurhluta Spánar. Fylkir: 2. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili - Þjálfari: Gunnar M. Jónsson Og líkt og Valskonur og lið Tindastóls mun lið Fylkis einnig dvelja á Hotel Campoamor á Torrevieja svæðinu yfir sjö daga tímabil. Fylkir kemur inn sem nýliði í deildina þetta tímabilið eftir að hafa háð harða baráttu við lið Víkings Reykjavíkur um toppsæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Hotel Golf Campoamor. Dvalarstaður Fylkis Þróttur R: 3. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Ólafur Kristjánsson Líkt og Breiðablik og FH mun lið Þróttar Reykjavíkur ekki halda út í æfingaferð fyrir komandi tímabil. Þróttur er að halda inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn hins reynslumikla Ólafs Kristjánssonar sem tók við þjálfarastöðunni af Nik Chamberlain sem hélt yfir til Breiðabliks. Þróttur endaði í 3.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Víkingur R: 1. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili - Þjálfari: John Andrews Spútniklið síðasta tímabils. Lið ríkjandi bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur halda, eftir nokkra daga, út til Salou á austurströnd Spánar. Þar munu Víkingskonur dvelja yfir viku tímabil á Cambrils Park og stilla strengi enn betur saman fyrir sitt fyrsta tímabil í efstu deild í langan tíma. Víkingur bar sigur úr býtum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili. Cambrils Park á Salou Besta deild kvenna Tengdar fréttir TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. 11. mars 2024 09:01 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Þór/KA: 5. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Jóhann K. Gunnarsson Norðankonur ætla að halda til Kanaríeyja. Þar mun lið Þór/KA, sem endaði í 5.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, dvelja á Koala Garden sem er afar hentugt þar sem að æfingasvæði liðsins verður við hlið dvalarstaðarins. Mun án efa fara vel um lið Þór/KA á Koala Gardan á Kanaríeyjum Þór/KA hefur farið með himinskautum í Lengjubikarnum undanfarnar vikur þar sem liðið hefur unnið alla sína leiki og því ætti mórallinn innan leikmannahópsins að vera orðinn ansi góður nú þegar. Valur: 1. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Pétur Pétursson Íslandsmeistarar Vals munu yfir sex daga tímabil stilla sig saman á Campoamor á Spáni og undirbúa sig fyrir titilvörnina. Það styttist í að Valskonur hefji titilvörn sína í Bestu deildinniVísir/Díego FH: 6. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Hlynur Svan Eiríksson Lið svarthvíta liðsins í Hafnarfirði, FH, mun ekki fara út í æfingaferð erlendis fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Í svari frá Davíð Þór Viðarssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá FH, segir að liðinu hafi staðið það til boða en að það hafi ákveðið að fara ekki. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Stjarnan: 4. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Kristján Guðmundsson Lið Stjörnunnar í Bestu deild kvenna ætlar að fara sömu leið og karlalið ÍA og Vestra hvað æfingaferð varðar. Stjarnan heldur til Íslendingaeyjunnar Tenerife um miðbik aprílmánaðar og mun þar dvelja á Hotel Jardín Caleta. Þar munu án efa nokkrir Íslendingar verða á þeirra vegi. Stjarnan mun dvelja á Hotel Jardín Caleta á Íslendingaeyjunni Tenerife Breiðablik: 2. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Nik Chamberlain Liðið sem endaði í 2.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, Breiðablik, mun ekki fara í æfingaferð út fyrir landsteinana fyrir þetta tímabil. Í svari frá félaginu segir að æfingaferð hafi ekki hentað á þessum tímapunkti. Liðið hafi skipt um þjálfara, inn var fenginn Nik Chamberlain frá Þrótti, og það hafi því miður ekki fundist tími sem hentaði hópnum og passaði inn í æfingaáætlarnir liðsins. Keflavík: 8. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Jonathan Ricardo Glenn Eftir upp og niður tímabil í fyrra, sem endaði með því að liðið endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar, mun lið Keflavíkur stilla saman strengi á Salou á Spáni, rétt sunnan við Barcelona, fyrir komandi tímabil. Þar munu Suðurnesjakonur dvelja yfir viku tímabil. Salou rétt sunnan við Barcelona. Þar mun lið Keflavíkur dvelja í æfingarferð sinni Tindastóll: 7. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Halldór Jón Sigurðsson Lið Tindastóls kom inn sem nýliði í Bestu deildina á síðasta tímabili og endaði í sjöunda sæti og munu stefna að því að gera betur í ár. Sem liður í undirbúningi fyrir það ætlar liðið að halda til Campoamor á Torrevieja svæðinu á austurhluta Spánar. Fylkir: 2. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili - Þjálfari: Gunnar M. Jónsson Og líkt og Valskonur og lið Tindastóls mun lið Fylkis einnig dvelja á Hotel Campoamor á Torrevieja svæðinu yfir sjö daga tímabil. Fylkir kemur inn sem nýliði í deildina þetta tímabilið eftir að hafa háð harða baráttu við lið Víkings Reykjavíkur um toppsæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Hotel Golf Campoamor. Dvalarstaður Fylkis Þróttur R: 3. sæti á síðasta tímabili - Þjálfari: Ólafur Kristjánsson Líkt og Breiðablik og FH mun lið Þróttar Reykjavíkur ekki halda út í æfingaferð fyrir komandi tímabil. Þróttur er að halda inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn hins reynslumikla Ólafs Kristjánssonar sem tók við þjálfarastöðunni af Nik Chamberlain sem hélt yfir til Breiðabliks. Þróttur endaði í 3.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Víkingur R: 1. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili - Þjálfari: John Andrews Spútniklið síðasta tímabils. Lið ríkjandi bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur halda, eftir nokkra daga, út til Salou á austurströnd Spánar. Þar munu Víkingskonur dvelja yfir viku tímabil á Cambrils Park og stilla strengi enn betur saman fyrir sitt fyrsta tímabil í efstu deild í langan tíma. Víkingur bar sigur úr býtum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili. Cambrils Park á Salou
Besta deild kvenna Tengdar fréttir TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. 11. mars 2024 09:01 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingarferð, halda út til Spánar þetta árið. 11. mars 2024 09:01