Boeing-uppljóstrari fannst látinn í miðjum málaferlum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 23:47 John Barnett leitaði til fjölmiðla árið 2019 og ljóstraði upp um galla í Boeing 787 Dreamliner flugvélunum. Getty/Alexi Rosenfeld Fyrrverandi starfsmaður flugvélaframleiðandans Boeing, sem ljóstraði upp um galla í framleiðslu flugvéla Boeing, fannst látinn í Bandaríkjunum. Dagana fyrir andlátið hafði hann borið vitni fyrir dómi gegn framleiðandanum. John Barnett starfaði fyrir Boeing í 32 ár áður en hann settist í helgan stein árið 2017. Barnett var 62 ára gamall þegar hann lést en samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Charleston sýslu lést hann af sárum, sem hann veitti sjálfum sér, á laugardag. Lögregla hefur andlát hans nú til rannsóknar. Barnett þurfti að láta af störfum hjá Boeing árið 2017 vegna heilsufarsástæðna en frá árinu 2010 hafði hann starfað sem gæðastjóri í verksmiðju Boeing í áðurnefndri Charleston í Suður-Karólínu. Barnett steig fram í viðtali við breska ríkisútvarpið árið 2019 þar sem hann greindi frá því að galli í súrefniskerfi 787 Dreamliner-vélanna gæti leitt til súrefnisskorts á meðal flugfarþega, félli þrýstingur skyndilega í farþegarýminu. Prófanir hafi sýnt að allt að fjórðungur kerfanna sé gallaður og gæti því mögulega ekki virkað þegar þörf væri á. Hann sagði jafnframt í viðtalinu að gallaðir hlutir væru vísvitandi settir í Boeing-vélar í einni af verksmiðjum fyrirtækisins. Boeing þvertók fyrir ásakanir Barnetts en í kjölfar úttektar flugmálastjórnar Bandaríkjanna tók hún undir þó nokkrar áhyggjur Barnetts. Í kjölfar þess að Barnett settist í helgan stein ákvað hann að fara í meiðyrðamál við flugvélafrmaleiðandann. Hann sakaði Boeing bæði um meiðyrði og um að hafa hindrað framgang hans í starfi vegna athugasemda sem hann gerði við öryggismál í framleiðsluferlinu. Boeing neitaði öllum ásökunum Barnetts. Barnett hafði dagana fyrir andlát sitt verið í Charleston vegna aðalmeðferðar í máli hans gegn Boeing. Í síðustu viku bar hann vitni fyrir dómi og átti að halda því áfram á laugardag. Samkvæmt frétt BBC mætti Barnett ekki á tilsettum tíma í dómsal og lögregla sent viðbragð á hóteli hans. Hann hafi fundist í bíl sínum fyrir utan hótelið. Boeing gaf út yfirlýsingu í dag þar sem það sagðist harma dauða Barnetts og sendi aðstandendum hans samúðarkveðjur. Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11. mars 2024 08:45 Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. 24. janúar 2024 14:47 Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. 8. janúar 2024 22:38 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
John Barnett starfaði fyrir Boeing í 32 ár áður en hann settist í helgan stein árið 2017. Barnett var 62 ára gamall þegar hann lést en samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Charleston sýslu lést hann af sárum, sem hann veitti sjálfum sér, á laugardag. Lögregla hefur andlát hans nú til rannsóknar. Barnett þurfti að láta af störfum hjá Boeing árið 2017 vegna heilsufarsástæðna en frá árinu 2010 hafði hann starfað sem gæðastjóri í verksmiðju Boeing í áðurnefndri Charleston í Suður-Karólínu. Barnett steig fram í viðtali við breska ríkisútvarpið árið 2019 þar sem hann greindi frá því að galli í súrefniskerfi 787 Dreamliner-vélanna gæti leitt til súrefnisskorts á meðal flugfarþega, félli þrýstingur skyndilega í farþegarýminu. Prófanir hafi sýnt að allt að fjórðungur kerfanna sé gallaður og gæti því mögulega ekki virkað þegar þörf væri á. Hann sagði jafnframt í viðtalinu að gallaðir hlutir væru vísvitandi settir í Boeing-vélar í einni af verksmiðjum fyrirtækisins. Boeing þvertók fyrir ásakanir Barnetts en í kjölfar úttektar flugmálastjórnar Bandaríkjanna tók hún undir þó nokkrar áhyggjur Barnetts. Í kjölfar þess að Barnett settist í helgan stein ákvað hann að fara í meiðyrðamál við flugvélafrmaleiðandann. Hann sakaði Boeing bæði um meiðyrði og um að hafa hindrað framgang hans í starfi vegna athugasemda sem hann gerði við öryggismál í framleiðsluferlinu. Boeing neitaði öllum ásökunum Barnetts. Barnett hafði dagana fyrir andlát sitt verið í Charleston vegna aðalmeðferðar í máli hans gegn Boeing. Í síðustu viku bar hann vitni fyrir dómi og átti að halda því áfram á laugardag. Samkvæmt frétt BBC mætti Barnett ekki á tilsettum tíma í dómsal og lögregla sent viðbragð á hóteli hans. Hann hafi fundist í bíl sínum fyrir utan hótelið. Boeing gaf út yfirlýsingu í dag þar sem það sagðist harma dauða Barnetts og sendi aðstandendum hans samúðarkveðjur.
Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11. mars 2024 08:45 Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. 24. janúar 2024 14:47 Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. 8. janúar 2024 22:38 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11. mars 2024 08:45
Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. 24. janúar 2024 14:47
Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. 8. janúar 2024 22:38