Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2024 22:25 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verið rædd og hafa fulltrúar flugfélagsins tekið þátt í viðræðunum. Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmannanna hófst í morgun og lýkur á fimmtudag. Komi til aðgerða hefst röð tímabundinna verkfalla á miðnætti föstudaginn 22. mars. Ef allar aðgerðirnar kæmu til framkvæmda röðuðust þær í aðdraganda og í kringum páskana en skírdagur er hinn 28. mars og páskadagur 31. mars. Augljóslega myndu aðgerðir sem þessar hafa mikil áhrif á áætlanir Icelandair og þar með þúsundur farþega félagsins. Þegar Efling var í verkfallsaðgerðum á hótelum snemma í fyrra og hafði boðað enn frekari aðgerðir, ákváðu Samtök atvinnulífsins að boða til atkvæðagreiðslu sinna félagsmanna um verkbann á alla starfsmenn Eflingar. Ekki er útséð með að sá möguleiki verði viðraður á ný innan SA. Hér má sjá dagatal yfir boðaðaðar verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair. Verfallsdagar eru merktir með rauðum lit. Grafík/Sara Mikil spenna er í viðræðunum og um tíma var útlit fyrir að slitnað gæti upp úr þeim. Nú hafa samningsaðilar hins vegar sæst á að mæta til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Meginmarkmiðið er að ná kjarasamningi til næstu fjögurra ára líkt og samið hefur verið um milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Fagfélögin. Krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna VR í innritun og hleðslu farangurs og boðun verkfalla hafa hins vegar gert viðræðurnar erfiðari. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verið rædd og hafa fulltrúar flugfélagsins tekið þátt í viðræðunum. Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmannanna hófst í morgun og lýkur á fimmtudag. Komi til aðgerða hefst röð tímabundinna verkfalla á miðnætti föstudaginn 22. mars. Ef allar aðgerðirnar kæmu til framkvæmda röðuðust þær í aðdraganda og í kringum páskana en skírdagur er hinn 28. mars og páskadagur 31. mars. Augljóslega myndu aðgerðir sem þessar hafa mikil áhrif á áætlanir Icelandair og þar með þúsundur farþega félagsins. Þegar Efling var í verkfallsaðgerðum á hótelum snemma í fyrra og hafði boðað enn frekari aðgerðir, ákváðu Samtök atvinnulífsins að boða til atkvæðagreiðslu sinna félagsmanna um verkbann á alla starfsmenn Eflingar. Ekki er útséð með að sá möguleiki verði viðraður á ný innan SA. Hér má sjá dagatal yfir boðaðaðar verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair. Verfallsdagar eru merktir með rauðum lit. Grafík/Sara Mikil spenna er í viðræðunum og um tíma var útlit fyrir að slitnað gæti upp úr þeim. Nú hafa samningsaðilar hins vegar sæst á að mæta til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Meginmarkmiðið er að ná kjarasamningi til næstu fjögurra ára líkt og samið hefur verið um milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Fagfélögin. Krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna VR í innritun og hleðslu farangurs og boðun verkfalla hafa hins vegar gert viðræðurnar erfiðari.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31
Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58