Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2024 13:46 Þorbjörg Sigríður og Stefán Vagn voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. vísir Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. Nýir kjarasamningar á almennum markaði munu kosta ríkissjóð 80 milljarða. Þessi upphæð var til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þingmenn Viðreisnar og Framsóknar ræddu áhrif nýrra samninga á ríkissjóð. „Ég tók eftir því að aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði að samningurinn væri jákvæður varðandi markmiðið að ná niður verðbólgu enda yrði þess gætt að skera niður og hagræða á móti. En við heyrum ekki neitt um þann þátt málsins af því að hin hliðin á setningu aðalhagfræðingsins er sú að verði ekki hagrætt, verði ekki dregið úr kostnaði á móti, þá er kannski þessi samningur jafnvel farinn að vinna gegn sínu eina markmiði sem er að ná niður verðbólgu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði nokkrar leiðir færar þegar hann var spurður hvernig bregðast ætti við þessum miklu útgjöldum ríkissjóðs vegna nýrra samninga. „Varðandi þessar aðgerðir og að þær séu dýrar þá langar mig bara að minna á að hér í umræðu um fjárlög fyrir áramót þá var meðal annars kallað eftir stórum hluta af þessum aðgerðum af hálfu stjórnarandstöðunnar og við krafin svara um það hvaða aðgerðir við ætluðum að koma með inn í kjarasamninginn og af hverju þær voru ekki birtar í fjárlögum. Nú eru þær komnar fram og þá eru þær dýrar.“ Skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir? Annað hvort þurfi að ráðast í skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir. „Einhvers konar bland af því er skynsamlegast, mér finnst ekki skynsamleg leið og ekki góð skilaboð að fara í flatar skattahækkanir sem munu bitna á því fólki sem var að fá kjarabætur.“ Ef fara eigi í skattahækkanir þurfi að beina þeim að hópum sem finna minna fyrir þeim. Kjarasamningar kveði á um 3,25 og 3,5 prósent hækkun á launalið á tímum mikillar verðbólgu. „Og þessar aðgerðir ríkisins eru náttúrulega tilkomnar til að bæta upp þennan mun þarna á og mér finnst óskynsamlegt ef ríkið færi að setja auknar skattbyrgðir á það fólk sem var að skrifa undir 3,5 prósent langtíma kjarasamning. Mér finnst það ekki sanngjörn leið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Fjármál heimilisins Viðreisn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Nýir kjarasamningar á almennum markaði munu kosta ríkissjóð 80 milljarða. Þessi upphæð var til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þingmenn Viðreisnar og Framsóknar ræddu áhrif nýrra samninga á ríkissjóð. „Ég tók eftir því að aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði að samningurinn væri jákvæður varðandi markmiðið að ná niður verðbólgu enda yrði þess gætt að skera niður og hagræða á móti. En við heyrum ekki neitt um þann þátt málsins af því að hin hliðin á setningu aðalhagfræðingsins er sú að verði ekki hagrætt, verði ekki dregið úr kostnaði á móti, þá er kannski þessi samningur jafnvel farinn að vinna gegn sínu eina markmiði sem er að ná niður verðbólgu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði nokkrar leiðir færar þegar hann var spurður hvernig bregðast ætti við þessum miklu útgjöldum ríkissjóðs vegna nýrra samninga. „Varðandi þessar aðgerðir og að þær séu dýrar þá langar mig bara að minna á að hér í umræðu um fjárlög fyrir áramót þá var meðal annars kallað eftir stórum hluta af þessum aðgerðum af hálfu stjórnarandstöðunnar og við krafin svara um það hvaða aðgerðir við ætluðum að koma með inn í kjarasamninginn og af hverju þær voru ekki birtar í fjárlögum. Nú eru þær komnar fram og þá eru þær dýrar.“ Skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir? Annað hvort þurfi að ráðast í skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir. „Einhvers konar bland af því er skynsamlegast, mér finnst ekki skynsamleg leið og ekki góð skilaboð að fara í flatar skattahækkanir sem munu bitna á því fólki sem var að fá kjarabætur.“ Ef fara eigi í skattahækkanir þurfi að beina þeim að hópum sem finna minna fyrir þeim. Kjarasamningar kveði á um 3,25 og 3,5 prósent hækkun á launalið á tímum mikillar verðbólgu. „Og þessar aðgerðir ríkisins eru náttúrulega tilkomnar til að bæta upp þennan mun þarna á og mér finnst óskynsamlegt ef ríkið færi að setja auknar skattbyrgðir á það fólk sem var að skrifa undir 3,5 prósent langtíma kjarasamning. Mér finnst það ekki sanngjörn leið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Fjármál heimilisins Viðreisn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent