Einungis 4% fatlaðra barna á Íslandi æfa íþróttir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2024 13:30 Frá undirritun samningsins við íþróttafélagið Suðra. Frá vinstri, Helgi S. Haraldsson, formaður UMF. Selfoss, Valdimar Smári Gunnarsson, verkefnisstjóri „Allir með“ og Ófeigur Ágúst Leifsson frá íþróttafélaginu Suðra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einungis 4% fatlaðra barna á Íslandi, sautján ára og yngri æfa íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar. Af þessu hafa menn áhyggjur og því hefur verið stofnað til verkefnisins, „Allir með“, sem fer mjög vel af stað. Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF, sem er íþróttasamband fatlaðra. Um er að ræða þriggja ára verkefni. Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnisstjóri „Allir með“ og veit því manna best um hvað það snýst. „Verkefnið „Allir með“ snýst um það að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn innan íþróttahreyfingarinnar. Við ætlum að fara að því með því að fá íþróttafélögin til þess að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn og hvetja þau til þess að byrja og hefja starf, sem er ætlað fyrir þessa hópa,“ segir Valdimar Smári. Níu verkefni um allt land í átakinu „Allir með“ eru farin eða eru að fara af stað og var fyrsti samningurinn þess efnis undirritaður á Selfossi við Suðra nýlega en það er félag, sem sér um íþróttir fyrir fatlaða á Suðurlandi . En hvað með fatlaða, eru þeir að stunda mikið íþróttir eða ekki ? „Því miður þá er þátttaka fatlaðra barna innan íþróttahreyfingarinnar mjög lítil því það eru einungis fjögur prósent fatlaðra barna af þrjú þúsund, sem eru 17 ára og yngri á Íslandi, það eruð aðeins fjögur prósent af þeim hópi að starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þessu viljum við breyta og ætlum að breyta,“ bætir Valdimar Smári við. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og þetta er bara búið að ýta þeim af stað og þeir mæta bara á allar æfingar. Annar er farin að æfa líka boccia tvisvar í viku, ásam því að fara í íþróttahúsið á sunnudögum, þannig að þetta er bara frábært, það er bara beðið eftir hverri æfingu. Svo er fótboltinn að fara af stað með að bjóða þeim á æfingar, þannig að þetta bara hljómar vel,” segir Anna. Sæþór Már Ólafsson 13 ára, sem er alsæll í íþróttum eftir að hann byrjaði að æfa á fullum krafti.Aðsend Þannig að þið eruð alveg í skýjunum? „Já, við erum það, þetta er bara æðislegt. Ég er með á hverja einustu æfingu og þetta er bara æðislegt,” segir Anna amma á Selfossi. Rúnar Freyr Áskelsson 8 ára, sem finnur sig vel í íþróttunum á Selfossi.Aðsend UMF Selfoss Árborg Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF, sem er íþróttasamband fatlaðra. Um er að ræða þriggja ára verkefni. Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnisstjóri „Allir með“ og veit því manna best um hvað það snýst. „Verkefnið „Allir með“ snýst um það að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn innan íþróttahreyfingarinnar. Við ætlum að fara að því með því að fá íþróttafélögin til þess að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn og hvetja þau til þess að byrja og hefja starf, sem er ætlað fyrir þessa hópa,“ segir Valdimar Smári. Níu verkefni um allt land í átakinu „Allir með“ eru farin eða eru að fara af stað og var fyrsti samningurinn þess efnis undirritaður á Selfossi við Suðra nýlega en það er félag, sem sér um íþróttir fyrir fatlaða á Suðurlandi . En hvað með fatlaða, eru þeir að stunda mikið íþróttir eða ekki ? „Því miður þá er þátttaka fatlaðra barna innan íþróttahreyfingarinnar mjög lítil því það eru einungis fjögur prósent fatlaðra barna af þrjú þúsund, sem eru 17 ára og yngri á Íslandi, það eruð aðeins fjögur prósent af þeim hópi að starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þessu viljum við breyta og ætlum að breyta,“ bætir Valdimar Smári við. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum. Anna Hjálmarsdóttir, sem er amma tveggja fatlaðra drengja á Selfossi fagnar verkefninu „Allir með” en hún fer með þeim á allar æfingar og hvetur þá áfram í sínum íþróttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og þetta er bara búið að ýta þeim af stað og þeir mæta bara á allar æfingar. Annar er farin að æfa líka boccia tvisvar í viku, ásam því að fara í íþróttahúsið á sunnudögum, þannig að þetta er bara frábært, það er bara beðið eftir hverri æfingu. Svo er fótboltinn að fara af stað með að bjóða þeim á æfingar, þannig að þetta bara hljómar vel,” segir Anna. Sæþór Már Ólafsson 13 ára, sem er alsæll í íþróttum eftir að hann byrjaði að æfa á fullum krafti.Aðsend Þannig að þið eruð alveg í skýjunum? „Já, við erum það, þetta er bara æðislegt. Ég er með á hverja einustu æfingu og þetta er bara æðislegt,” segir Anna amma á Selfossi. Rúnar Freyr Áskelsson 8 ára, sem finnur sig vel í íþróttunum á Selfossi.Aðsend
UMF Selfoss Árborg Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira