„Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 12:00 Aron Jóhannsson er af mörgum talinn vera einn allra besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta. Vísir/Diego Aron Jóhannsson segir mikinn mun á þátttöku sinni í heimilisstörfunum eftir að hann flutti heim úr atvinnumennskunni. Hann verður í viðtali í öðrum þættinum af Lengsta undirbúningstímabil í heimi í kvöld. Baldur Sigurðsson heldur áfram með þáttinn sinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er komið að öðrum þættinum í annarri þáttaröðinni. Þátturinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og í kvöld er komið að Arnari Grétarssyni og lærisveinum hans í Valsliðinu. Baldur þekkir mjög vel til hvað leikmenn liðanna eru að ganga í gegnum yfir veturinn enda á hann að baki langan og glæsilegan feril í efstu deild hér á landi. Í þáttunum er kíkt á bak við tjöldin í undirbúningi liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta sumarið 2024. Baldur mætir á æfingar, æfir með liðunum og ræðir við leikmenn og þjálfara. Klippa: Önnur þáttarröð af LUÍH: Brot úr viðtali við Aron Jóh Í öðrum þætti þáttaraðarinnar fylgir Baldur liði Vals eftir á sínu undirbúningstímabili en þetta er annað tímabil liðsins undir stjórn Arnars Grétarssonar. Hljómar kannski svolítið sjálfselskulega Aron Jóhannsson kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta tímabil og hefur nú fengið meira en ár í að aðlagast því að vera aftur að spila fótbolta á Íslandi. „Það sem maður þarf að aðlagast líka er fjölskyldulífið. Þegar ég var erlendis, það hljómar kannski svolítið sjálfselskulega, en þá snerist allt um mig og hvernig ég stend mig,“ sagði Aron Jóhannsson í samtali við Baldur. Skrýtið að segja þetta „Meira að segja þegar ég segi þetta þá er skrýtið að segja þetta. Maður er bara í atvinnumennsku og þegar þú ert kominn á svona hátt getustig þá er hver æfing nánast jafn mikilvæg og leikur,“ sagði Aron. „Munurinn á mér og næsta gæja er kannski bara eitt eða tvö prósent. Það getur bara verið hvort ég svaf illa daginn áður eða borðaði illa. Vaknaði krakkinn grenjandi um nóttina og ég þurfti að fara að sjá um hann. Ef ég geri það tvær til þrjár nætur í röð þá dettur frammistaðan niður,“ sagði Aron. Búinn að girða sig í brók „Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér. Hún er alltaf að segja það núna að henni líði svolítið eins og ég sé búinn að girða mig í brók eftir að ég flutti heim. Ég er búinn að læra á þvottavélina og uppþvottavélina. Farinn að þvo fötin eftir krakkana,“ sagði Aron. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Baldur Sigurðsson heldur áfram með þáttinn sinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er komið að öðrum þættinum í annarri þáttaröðinni. Þátturinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og í kvöld er komið að Arnari Grétarssyni og lærisveinum hans í Valsliðinu. Baldur þekkir mjög vel til hvað leikmenn liðanna eru að ganga í gegnum yfir veturinn enda á hann að baki langan og glæsilegan feril í efstu deild hér á landi. Í þáttunum er kíkt á bak við tjöldin í undirbúningi liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta sumarið 2024. Baldur mætir á æfingar, æfir með liðunum og ræðir við leikmenn og þjálfara. Klippa: Önnur þáttarröð af LUÍH: Brot úr viðtali við Aron Jóh Í öðrum þætti þáttaraðarinnar fylgir Baldur liði Vals eftir á sínu undirbúningstímabili en þetta er annað tímabil liðsins undir stjórn Arnars Grétarssonar. Hljómar kannski svolítið sjálfselskulega Aron Jóhannsson kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta tímabil og hefur nú fengið meira en ár í að aðlagast því að vera aftur að spila fótbolta á Íslandi. „Það sem maður þarf að aðlagast líka er fjölskyldulífið. Þegar ég var erlendis, það hljómar kannski svolítið sjálfselskulega, en þá snerist allt um mig og hvernig ég stend mig,“ sagði Aron Jóhannsson í samtali við Baldur. Skrýtið að segja þetta „Meira að segja þegar ég segi þetta þá er skrýtið að segja þetta. Maður er bara í atvinnumennsku og þegar þú ert kominn á svona hátt getustig þá er hver æfing nánast jafn mikilvæg og leikur,“ sagði Aron. „Munurinn á mér og næsta gæja er kannski bara eitt eða tvö prósent. Það getur bara verið hvort ég svaf illa daginn áður eða borðaði illa. Vaknaði krakkinn grenjandi um nóttina og ég þurfti að fara að sjá um hann. Ef ég geri það tvær til þrjár nætur í röð þá dettur frammistaðan niður,“ sagði Aron. Búinn að girða sig í brók „Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér. Hún er alltaf að segja það núna að henni líði svolítið eins og ég sé búinn að girða mig í brók eftir að ég flutti heim. Ég er búinn að læra á þvottavélina og uppþvottavélina. Farinn að þvo fötin eftir krakkana,“ sagði Aron. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira