„Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 12:00 Aron Jóhannsson er af mörgum talinn vera einn allra besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta. Vísir/Diego Aron Jóhannsson segir mikinn mun á þátttöku sinni í heimilisstörfunum eftir að hann flutti heim úr atvinnumennskunni. Hann verður í viðtali í öðrum þættinum af Lengsta undirbúningstímabil í heimi í kvöld. Baldur Sigurðsson heldur áfram með þáttinn sinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er komið að öðrum þættinum í annarri þáttaröðinni. Þátturinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og í kvöld er komið að Arnari Grétarssyni og lærisveinum hans í Valsliðinu. Baldur þekkir mjög vel til hvað leikmenn liðanna eru að ganga í gegnum yfir veturinn enda á hann að baki langan og glæsilegan feril í efstu deild hér á landi. Í þáttunum er kíkt á bak við tjöldin í undirbúningi liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta sumarið 2024. Baldur mætir á æfingar, æfir með liðunum og ræðir við leikmenn og þjálfara. Klippa: Önnur þáttarröð af LUÍH: Brot úr viðtali við Aron Jóh Í öðrum þætti þáttaraðarinnar fylgir Baldur liði Vals eftir á sínu undirbúningstímabili en þetta er annað tímabil liðsins undir stjórn Arnars Grétarssonar. Hljómar kannski svolítið sjálfselskulega Aron Jóhannsson kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta tímabil og hefur nú fengið meira en ár í að aðlagast því að vera aftur að spila fótbolta á Íslandi. „Það sem maður þarf að aðlagast líka er fjölskyldulífið. Þegar ég var erlendis, það hljómar kannski svolítið sjálfselskulega, en þá snerist allt um mig og hvernig ég stend mig,“ sagði Aron Jóhannsson í samtali við Baldur. Skrýtið að segja þetta „Meira að segja þegar ég segi þetta þá er skrýtið að segja þetta. Maður er bara í atvinnumennsku og þegar þú ert kominn á svona hátt getustig þá er hver æfing nánast jafn mikilvæg og leikur,“ sagði Aron. „Munurinn á mér og næsta gæja er kannski bara eitt eða tvö prósent. Það getur bara verið hvort ég svaf illa daginn áður eða borðaði illa. Vaknaði krakkinn grenjandi um nóttina og ég þurfti að fara að sjá um hann. Ef ég geri það tvær til þrjár nætur í röð þá dettur frammistaðan niður,“ sagði Aron. Búinn að girða sig í brók „Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér. Hún er alltaf að segja það núna að henni líði svolítið eins og ég sé búinn að girða mig í brók eftir að ég flutti heim. Ég er búinn að læra á þvottavélina og uppþvottavélina. Farinn að þvo fötin eftir krakkana,“ sagði Aron. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson heldur áfram með þáttinn sinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi á Stöð 2 Sport í kvöld en þá er komið að öðrum þættinum í annarri þáttaröðinni. Þátturinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og í kvöld er komið að Arnari Grétarssyni og lærisveinum hans í Valsliðinu. Baldur þekkir mjög vel til hvað leikmenn liðanna eru að ganga í gegnum yfir veturinn enda á hann að baki langan og glæsilegan feril í efstu deild hér á landi. Í þáttunum er kíkt á bak við tjöldin í undirbúningi liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta sumarið 2024. Baldur mætir á æfingar, æfir með liðunum og ræðir við leikmenn og þjálfara. Klippa: Önnur þáttarröð af LUÍH: Brot úr viðtali við Aron Jóh Í öðrum þætti þáttaraðarinnar fylgir Baldur liði Vals eftir á sínu undirbúningstímabili en þetta er annað tímabil liðsins undir stjórn Arnars Grétarssonar. Hljómar kannski svolítið sjálfselskulega Aron Jóhannsson kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta tímabil og hefur nú fengið meira en ár í að aðlagast því að vera aftur að spila fótbolta á Íslandi. „Það sem maður þarf að aðlagast líka er fjölskyldulífið. Þegar ég var erlendis, það hljómar kannski svolítið sjálfselskulega, en þá snerist allt um mig og hvernig ég stend mig,“ sagði Aron Jóhannsson í samtali við Baldur. Skrýtið að segja þetta „Meira að segja þegar ég segi þetta þá er skrýtið að segja þetta. Maður er bara í atvinnumennsku og þegar þú ert kominn á svona hátt getustig þá er hver æfing nánast jafn mikilvæg og leikur,“ sagði Aron. „Munurinn á mér og næsta gæja er kannski bara eitt eða tvö prósent. Það getur bara verið hvort ég svaf illa daginn áður eða borðaði illa. Vaknaði krakkinn grenjandi um nóttina og ég þurfti að fara að sjá um hann. Ef ég geri það tvær til þrjár nætur í röð þá dettur frammistaðan niður,“ sagði Aron. Búinn að girða sig í brók „Álagið á konunum okkar erlendis er svona þúsund sinnum meira en hér. Hún er alltaf að segja það núna að henni líði svolítið eins og ég sé búinn að girða mig í brók eftir að ég flutti heim. Ég er búinn að læra á þvottavélina og uppþvottavélina. Farinn að þvo fötin eftir krakkana,“ sagði Aron. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira