Fótbolti

Rikki G. og Ploder kepptu í Heiðurs­stúkunni: „Auð­vitað á ég að skíttapa“'

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Ploder Ottósson kepptu í lokaþættinum af Heiðursstúkunni.
Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Ploder Ottósson kepptu í lokaþættinum af Heiðursstúkunni. S2 Sport

Í lokaþætti þessarar þáttaraðar af Heiðursstúkunni mættur góðir félagar sem hafa nú tekið upp á ýmsum í gegnum tíðina.

Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti.

Í síðasta þættinum af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Ploder. Þemað voru allar Evrópukeppnir félagsliða en nú er komið fram í útsláttarkeppnir í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.

„Komið sælir kæru áhorfendur og velkomin í þennan lokaþátt Heiðursstúkunnar þetta árið. Þemað að þessu sinni er Evrópufótboltinn. Ég hef fengið engar smá bombur til mín hingað í settið,“ sagði Jóhann Fjalar Skaptason.

„Ég er ágætlega stemmdur en auðvitað á ég að skíttapa þessari keppni,“ sagði Egill Ploder Ottóson.

„Þetta er það Ploder-legasta í heimi,“ sagði Ríkharð komin með mikla pressu á sig strax.

„Tölum bara hreint út. Þú vinnur við þetta og ert rosalegum í tölum og ártölum. Það er ótrúlegt, ekki grunnskólagenginn nánast. Hann man öll leiðakerfi strætó, hann man þetta allt og hann er fáránlegur þegar það kemur að þessu,“ sagði Egill.

„Ég veit samt ekki hversu góður ég verð í dag. Ég gat ekki reiknað áðan í huganum. Það er smá brekka enda er þetta tekið upp á sunnudegi,“ sagði Ríkharð léttur.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig þessi athyglisverða spurningakeppni fór.

Klippa: Heiðursstúkan: Hvað vita Rikki G. og Egll Ploder um Evrópuboltann?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×