Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 06:18 Blær segir fólk alltaf hafa verið á varðbergi gagnvart Davíð og föður hans. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. Kveikur ræddi við Sögu Kjartansdóttur lögfræðing, sem sinnir vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ, en hún segir nafnlausar ábendingar hafa borist sambandinu í byrjun árs 2023. „Þar kom fram að fólk sem væri að vinna á Wok on og þessum Vietnam restaurant veitingastöðum. Fólki væri að vinna mjög langar vaktir, 12–14 klukkutíma á daga alla daga vikunnar. Það væri ekki að fá rétt laun. Auk þess kom fram í einum skilaboðunum að fólk hefði borgað margar milljónir til þess að fá starfið.“ Einn þeirra sem um ræðir er maður sem Kveikur kallar Blæ. Blær segist hafa komið hingað fyrir börnin sín og framtíð fjölskyldu sinnar. „Við vildum koma og prófa eitthvað nýtt. Í sannleika sagt er lífið á Íslandi gott en við vorum ekki heppin að fara þessa leið. Ég er undir miklu álagi, stressi og of það er þung byrði að bera að vinna fyrir hann.“ Blær segist ekki lengur hræddur við Davíð en hann segir sig og aðra jafnan hafa verið á varðbergi og passað að láta Davíð eða pabba hans ekki nappa sig í pásu. Hann hafi unnið tólf til þrettán tíma á dag og aldrei fengið sumarfrí eða jólafrí þrátt fyrir að hafa unnið hér á landi í nokkur ár. Blær greiddi Davíð níu milljónir króna fyrir að komast til Íslands og fá vinnu og átta milljónir við viðbótar til að fá fjölskyldu sína hingað. Hann býr í leiguhúsnæði sem er ekki á vegum Davíðs og þarf því „aðeins“ að vinna sex daga vikunnar en þeir sem leigja hjá Davíð vinna alla daga. Laun Blæs hafa verið 290 þúsund krónur á mánuði en af einhverjum ástæðum hafi 425 til 480 þúsund verið greiddar inn á reikning hjá honum og hann skili mismuninum til núverandi sambýliskonu og fyrrverandi eiginkonu Davíðs. „Hann kemur fram við okkur eins og við séum hundar,“ segir Blær. Hann segist ekki geta meira og vilja segja frá öllu. Hann staðfestir að fólk hafi gist á lagernum margumrædda, þar sem mörg tonn af ónýtum matvælum fundust. Kveikur ræddi einnig við konu sem kölluð er Júlía, en hún hefur aðstoðað fólk við að losna undan Davíð. „Hann sýnir ógnandi hegðun þegar hann fer á veitingastaðina og hittir starfsfólkið sitt. Þau eru hrædd um að fá ekki endurnýjað dvalarleyfi og þurfi þá að snúa aftur til síns heimalands. Það er einhvern veginn alltaf talin smá skömm að vera að fara út til útlanda, sérstaklega til Evrópu, fá vinnu og einhvern veginn vera sendur heim eins og þú sért ekki nógu góður í því sem þú ert að gera.“ Kveikur segir fjölda Víetnama hafa komið hingað til lands síðustu ár á grundvelli svokallaðra sérfræðingaleyfa og fjölskyldusameiningar. Þá séu ennig dæmi um að fólk hafi fengið dvalarleyfi í gegnum málamyndahjúskap, þar sem Íslendingum hafi verið greitt fyrir að giftast Víetnama. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Veitingastaðir Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Kveikur ræddi við Sögu Kjartansdóttur lögfræðing, sem sinnir vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ, en hún segir nafnlausar ábendingar hafa borist sambandinu í byrjun árs 2023. „Þar kom fram að fólk sem væri að vinna á Wok on og þessum Vietnam restaurant veitingastöðum. Fólki væri að vinna mjög langar vaktir, 12–14 klukkutíma á daga alla daga vikunnar. Það væri ekki að fá rétt laun. Auk þess kom fram í einum skilaboðunum að fólk hefði borgað margar milljónir til þess að fá starfið.“ Einn þeirra sem um ræðir er maður sem Kveikur kallar Blæ. Blær segist hafa komið hingað fyrir börnin sín og framtíð fjölskyldu sinnar. „Við vildum koma og prófa eitthvað nýtt. Í sannleika sagt er lífið á Íslandi gott en við vorum ekki heppin að fara þessa leið. Ég er undir miklu álagi, stressi og of það er þung byrði að bera að vinna fyrir hann.“ Blær segist ekki lengur hræddur við Davíð en hann segir sig og aðra jafnan hafa verið á varðbergi og passað að láta Davíð eða pabba hans ekki nappa sig í pásu. Hann hafi unnið tólf til þrettán tíma á dag og aldrei fengið sumarfrí eða jólafrí þrátt fyrir að hafa unnið hér á landi í nokkur ár. Blær greiddi Davíð níu milljónir króna fyrir að komast til Íslands og fá vinnu og átta milljónir við viðbótar til að fá fjölskyldu sína hingað. Hann býr í leiguhúsnæði sem er ekki á vegum Davíðs og þarf því „aðeins“ að vinna sex daga vikunnar en þeir sem leigja hjá Davíð vinna alla daga. Laun Blæs hafa verið 290 þúsund krónur á mánuði en af einhverjum ástæðum hafi 425 til 480 þúsund verið greiddar inn á reikning hjá honum og hann skili mismuninum til núverandi sambýliskonu og fyrrverandi eiginkonu Davíðs. „Hann kemur fram við okkur eins og við séum hundar,“ segir Blær. Hann segist ekki geta meira og vilja segja frá öllu. Hann staðfestir að fólk hafi gist á lagernum margumrædda, þar sem mörg tonn af ónýtum matvælum fundust. Kveikur ræddi einnig við konu sem kölluð er Júlía, en hún hefur aðstoðað fólk við að losna undan Davíð. „Hann sýnir ógnandi hegðun þegar hann fer á veitingastaðina og hittir starfsfólkið sitt. Þau eru hrædd um að fá ekki endurnýjað dvalarleyfi og þurfi þá að snúa aftur til síns heimalands. Það er einhvern veginn alltaf talin smá skömm að vera að fara út til útlanda, sérstaklega til Evrópu, fá vinnu og einhvern veginn vera sendur heim eins og þú sért ekki nógu góður í því sem þú ert að gera.“ Kveikur segir fjölda Víetnama hafa komið hingað til lands síðustu ár á grundvelli svokallaðra sérfræðingaleyfa og fjölskyldusameiningar. Þá séu ennig dæmi um að fólk hafi fengið dvalarleyfi í gegnum málamyndahjúskap, þar sem Íslendingum hafi verið greitt fyrir að giftast Víetnama.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Veitingastaðir Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira