Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 15:00 Fótboltabullur tengdar Lazio hafa oft verið til vandræða og tengjast öfgahægri öflum. Getty Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. Um hundrað stuðningsmenn Lazio voru samankomnir á Hofbräuhaus í München í gær en sá staður var ekki valinn af handahófi. Á þeim stað stofnaði Adolf Hitler formlega Nasistaflokkinn í febrúar árið 1920. Staðurinn þótti því henta vel til hatursorðræðu stuðningsmannana en þeir hylltu þar bæði Hitler og Mussolini auk þess að lyfta höndum í fasistakveðju. Myndskeið af hegðuninni hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Slíkt er ólöglegt í Þýskalandi, og raunar líka á Ítalíu, en þónokkrir voru teknir fastir vegna hegðunarinnar. Málið er þá til rannsóknar hjá lögreglunni í München. Alessandro Onorato, borgarstjórnarfulltrúi í Róm, gagnrýnir stuðningsmennina harðlega. „Þeir sem fóru til München að horfa á leikinn til þess að lofa Mussolini og sýna fasistakveðjur eru til skammar. Þeir dreifa skít á liðið sitt og Rómarborg. Ég fordæmi harðlega og harma það sem ég sá í þessu myndbandi sem er því miður í dreifingu víða um heim,“ segir Onorato. Hér að neðan má sjá myndband af hluta söngvanna. Tifosi laziali in trasferta a Monaco, inni al duce e saluti romani. Il video girato nella birreria dove Hitler tenne alcuni comizi, la celebre Hofbrauhaus. L'assessore allo Sport di Roma Capitale Alessandro Onorato: "Una vergogna" #ANSA https://t.co/0I9iH7Vqbo pic.twitter.com/cKC2eOVujG— Agenzia ANSA (@Agenzia_Ansa) March 5, 2024 Stuðningsmenn Lazio hafa löngum verið tengdir öfgahægrisamtökum í Róm og þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn liðsins eru handteknir fyrir hegðun sem þessa. Bayern München vann 3-0 sigur á Lazio í leik liðanna í gær og komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri í einvígi liðanna. Hofbräuhaus var mikið stundaður af Íslendingum í janúar síðastliðnum en þar hituðu stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins jafnan upp fyrir leiki liðsins sem leiknir voru í München. Ítalski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira
Um hundrað stuðningsmenn Lazio voru samankomnir á Hofbräuhaus í München í gær en sá staður var ekki valinn af handahófi. Á þeim stað stofnaði Adolf Hitler formlega Nasistaflokkinn í febrúar árið 1920. Staðurinn þótti því henta vel til hatursorðræðu stuðningsmannana en þeir hylltu þar bæði Hitler og Mussolini auk þess að lyfta höndum í fasistakveðju. Myndskeið af hegðuninni hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Slíkt er ólöglegt í Þýskalandi, og raunar líka á Ítalíu, en þónokkrir voru teknir fastir vegna hegðunarinnar. Málið er þá til rannsóknar hjá lögreglunni í München. Alessandro Onorato, borgarstjórnarfulltrúi í Róm, gagnrýnir stuðningsmennina harðlega. „Þeir sem fóru til München að horfa á leikinn til þess að lofa Mussolini og sýna fasistakveðjur eru til skammar. Þeir dreifa skít á liðið sitt og Rómarborg. Ég fordæmi harðlega og harma það sem ég sá í þessu myndbandi sem er því miður í dreifingu víða um heim,“ segir Onorato. Hér að neðan má sjá myndband af hluta söngvanna. Tifosi laziali in trasferta a Monaco, inni al duce e saluti romani. Il video girato nella birreria dove Hitler tenne alcuni comizi, la celebre Hofbrauhaus. L'assessore allo Sport di Roma Capitale Alessandro Onorato: "Una vergogna" #ANSA https://t.co/0I9iH7Vqbo pic.twitter.com/cKC2eOVujG— Agenzia ANSA (@Agenzia_Ansa) March 5, 2024 Stuðningsmenn Lazio hafa löngum verið tengdir öfgahægrisamtökum í Róm og þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn liðsins eru handteknir fyrir hegðun sem þessa. Bayern München vann 3-0 sigur á Lazio í leik liðanna í gær og komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri í einvígi liðanna. Hofbräuhaus var mikið stundaður af Íslendingum í janúar síðastliðnum en þar hituðu stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins jafnan upp fyrir leiki liðsins sem leiknir voru í München.
Ítalski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira