Rashford: Þá verð ég bara að biðja um meiri manngæsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2024 10:00 Marcus Rashford hefur tjáð sig um þá hörðu gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir. Getty/James Baylis Marcus Rashford segir að það sé aldrei hægt að efast um hollustu hans til Manchester United. Enski framherjinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir spilamennsku sína á þessu tímabili. Til að bæta gráu ofan á svart þá þurfti knattspyrnustjórinn Erik ten Hag að taka á agavandamálum leikmannsins þegar hann mætti ekki á æfingu eftir skemmtiferð á næturklúbb í Belfast. Rashford skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð en hefur aðeins skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Hann sjálfur telur sig hafa fengið ósanngjarna meðferð frá fjölmiðlum. If you ever question my commitment to Man United, that s when I have to speak up. It s like somebody questioning my entire identity, and everything I stand for as a man. Marcus Rashford, in his own words.https://t.co/dLbQVKJ029— The Players' Tribune (@PlayersTribune) February 29, 2024 „Þegar ég geri mistök, þá er ég sá fyrsti til að rétta upp hendina og viðurkenna að ég þurfi að gera betur. En ef þú efast um hollustu mína til Manchester United þá verð ég að láta í mér heyra,“ sagði Marcus Rashford við Players' Tribune. „Ég ólst hér upp. Ég hef spilað fyrir þetta félag síðan ég var strákur. Fjölskylda mín hafnaði miklum peningum þegar ég var krakki svo að ég gæti spilað fyrir þetta félag,“ skrifaði Rashford. „Þegar þú ferð að efast um hollustu mína til þess félags og ást mína á fótboltanum þá verð ég bara að biðja um meiri manngæsku,“ sagði Rashford. Rashford var lofaður í hástert fyrir baráttu sína fyrir fátæk börn á Manchester svæðinu. Hann sá öðrum fremur til þess að þau fengu áfram mat í skólanum. Rashford telur að sú vinna hans hafi búið til meiri gagnrýni. „Ég var bara að reyna að nota mína rödd til þess að sjá til þess að börnin þurfi ekki að svelta. Ég veit sjálfur nákvæmlega hvernig það er. Af einhverjum ástæðum þá virtist það fara í taugarnar á sumu fólki,“ sagði Rashford. „Það lítur út fyrir það að þau hafi hreinlega verið að bíða eftir mannlegu atviki svo þau geti bent fingrinum á mig og sagt: Sjáið. Svona er hann í alvörunni,“ sagði Rashford. The stuff that gets written about me 90% of it is false. The problem is when people start to believe them. Marcus Rashford opens up on his journey, the media and his hopes for the rest of the season. pic.twitter.com/HCILy8ia5c— Players' Tribune Football (@TPTFootball) February 29, 2024 Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Til að bæta gráu ofan á svart þá þurfti knattspyrnustjórinn Erik ten Hag að taka á agavandamálum leikmannsins þegar hann mætti ekki á æfingu eftir skemmtiferð á næturklúbb í Belfast. Rashford skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð en hefur aðeins skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Hann sjálfur telur sig hafa fengið ósanngjarna meðferð frá fjölmiðlum. If you ever question my commitment to Man United, that s when I have to speak up. It s like somebody questioning my entire identity, and everything I stand for as a man. Marcus Rashford, in his own words.https://t.co/dLbQVKJ029— The Players' Tribune (@PlayersTribune) February 29, 2024 „Þegar ég geri mistök, þá er ég sá fyrsti til að rétta upp hendina og viðurkenna að ég þurfi að gera betur. En ef þú efast um hollustu mína til Manchester United þá verð ég að láta í mér heyra,“ sagði Marcus Rashford við Players' Tribune. „Ég ólst hér upp. Ég hef spilað fyrir þetta félag síðan ég var strákur. Fjölskylda mín hafnaði miklum peningum þegar ég var krakki svo að ég gæti spilað fyrir þetta félag,“ skrifaði Rashford. „Þegar þú ferð að efast um hollustu mína til þess félags og ást mína á fótboltanum þá verð ég bara að biðja um meiri manngæsku,“ sagði Rashford. Rashford var lofaður í hástert fyrir baráttu sína fyrir fátæk börn á Manchester svæðinu. Hann sá öðrum fremur til þess að þau fengu áfram mat í skólanum. Rashford telur að sú vinna hans hafi búið til meiri gagnrýni. „Ég var bara að reyna að nota mína rödd til þess að sjá til þess að börnin þurfi ekki að svelta. Ég veit sjálfur nákvæmlega hvernig það er. Af einhverjum ástæðum þá virtist það fara í taugarnar á sumu fólki,“ sagði Rashford. „Það lítur út fyrir það að þau hafi hreinlega verið að bíða eftir mannlegu atviki svo þau geti bent fingrinum á mig og sagt: Sjáið. Svona er hann í alvörunni,“ sagði Rashford. The stuff that gets written about me 90% of it is false. The problem is when people start to believe them. Marcus Rashford opens up on his journey, the media and his hopes for the rest of the season. pic.twitter.com/HCILy8ia5c— Players' Tribune Football (@TPTFootball) February 29, 2024
Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira