Hætt við aftöku vegna ítrekaðra mistaka Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 18:30 Thomas Eugene Creech lá á þessu borði í klukkutíma í gær meðan reynt var að taka hann af lífi. AP Aftöku raðmorðingjans Thomas Eugene Creech í Idaho í Bandaríkjunum var frestað um óákveðinn tíma í gær. Sú ákvörðun var tekin eftir að læknateymi mistókst að finna æð sem hægt væri að dæla lyfjablöndunni sem átti að draga hann til dauða í. Creech er 73 ára gamall og hefur setið í fangelsi í hálfa öld. Hann er einn af þeim föngum í Bandaríkjunum sem setið hefur hvað lengt í fangelsi eftir dauðadóm. Hann hefur verið dæmdur fyrir fimm morð og er grunaður um fleiri en til stóð að taka hann af lífi klukkan tíu í gærmorgun. Til stóð að taka Creech af lífi fyrir morð á samfanga árið 1981. Þá barði hann fatlaðan fanga til bana. Eftir að sjálfboðaliðar vörðu tæpri klukkustund í að reyna og misheppnast átta sinnum að þræða nál í æð Creech, var aftökunni frestað. Creech var fluttur aftur í klefa sinn en enginn veit hve lengi hann verður þar. Aftökuleyfið, ef svo má segja, rann út í gærkvöldi og lögmenn Creech kröfðust þess um leið að ekki yrði veitt annað leyfi. Vísuðu þeir meðal annars til mistakanna og sögðu fangelsismálakerfi Idaho ekki geta tryggt mannúðlega aftöku í tak við stjórnarskrá. Mótmælendur fyrir utan fangelsið í Kuna í Idaho í gær.AP/Sarah A. Miller Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að aftakan hafi misheppnast. Vatnsskortur í líkama Creech gæti hafa leitt til vandræðanna, stress, hiti og ýmislegt annað getur einnig hafa spilað inní. Lögmenn Creech segja hann hafa glímt við nokkra heilsukvilla að undanförnu. Þar á meðal sykursýki, háan blóðþrýsting og bjúg, sem allt getur gert erfiðara að finna æð til að þræða. Þrír sjálfboðaliðar reyndu að þræða æðina en samkvæmt reglum Idaho þurfa viðkomandi að hafa starfað innan heilbrigðisgeirans í minnst þrjú ár. Sjálfboðaliðarnir gætu hafa verið sjúkraflutningamenn og það tiltölulega reynslulitlir. Fjölmörg lyfjafyrirtæki hafa meinað yfirvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að nota vörur þeirra við aftökur. Síðasta aftaka í Idaho var framkvæmd árið 2012 en þá flaug starfsmaður fangelsisyfiralda ríkisins til Washington þar sem hann keypti lyf fyrir aftökuna í apóteki með reiðufé. Þingmenn í Idaho hafa heimilað aftökur með skotsveitum, þegar lyf eru ekki í boði, og hefur verið gripið til samskonar aðgerða í öðrum ríkjum þar sem aftökur eru leyfilegar. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Creech er 73 ára gamall og hefur setið í fangelsi í hálfa öld. Hann er einn af þeim föngum í Bandaríkjunum sem setið hefur hvað lengt í fangelsi eftir dauðadóm. Hann hefur verið dæmdur fyrir fimm morð og er grunaður um fleiri en til stóð að taka hann af lífi klukkan tíu í gærmorgun. Til stóð að taka Creech af lífi fyrir morð á samfanga árið 1981. Þá barði hann fatlaðan fanga til bana. Eftir að sjálfboðaliðar vörðu tæpri klukkustund í að reyna og misheppnast átta sinnum að þræða nál í æð Creech, var aftökunni frestað. Creech var fluttur aftur í klefa sinn en enginn veit hve lengi hann verður þar. Aftökuleyfið, ef svo má segja, rann út í gærkvöldi og lögmenn Creech kröfðust þess um leið að ekki yrði veitt annað leyfi. Vísuðu þeir meðal annars til mistakanna og sögðu fangelsismálakerfi Idaho ekki geta tryggt mannúðlega aftöku í tak við stjórnarskrá. Mótmælendur fyrir utan fangelsið í Kuna í Idaho í gær.AP/Sarah A. Miller Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að aftakan hafi misheppnast. Vatnsskortur í líkama Creech gæti hafa leitt til vandræðanna, stress, hiti og ýmislegt annað getur einnig hafa spilað inní. Lögmenn Creech segja hann hafa glímt við nokkra heilsukvilla að undanförnu. Þar á meðal sykursýki, háan blóðþrýsting og bjúg, sem allt getur gert erfiðara að finna æð til að þræða. Þrír sjálfboðaliðar reyndu að þræða æðina en samkvæmt reglum Idaho þurfa viðkomandi að hafa starfað innan heilbrigðisgeirans í minnst þrjú ár. Sjálfboðaliðarnir gætu hafa verið sjúkraflutningamenn og það tiltölulega reynslulitlir. Fjölmörg lyfjafyrirtæki hafa meinað yfirvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að nota vörur þeirra við aftökur. Síðasta aftaka í Idaho var framkvæmd árið 2012 en þá flaug starfsmaður fangelsisyfiralda ríkisins til Washington þar sem hann keypti lyf fyrir aftökuna í apóteki með reiðufé. Þingmenn í Idaho hafa heimilað aftökur með skotsveitum, þegar lyf eru ekki í boði, og hefur verið gripið til samskonar aðgerða í öðrum ríkjum þar sem aftökur eru leyfilegar.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira