Erlent

Tvö karl­dýr í fyrsta unaðsleik hnúfu­baka sem næst á mynd

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þessi hvalur var fjarri góðu gamni en mynd af parinu má finna í frétt Guardian.
Þessi hvalur var fjarri góðu gamni en mynd af parinu má finna í frétt Guardian. epa/CJ Gunther

Greint hefur verið frá því að ljósmyndarar hafi í fyrsta sinn náð myndum af hnúfubökum að stunda kynlíf en fregnirnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að um tvö karldýr var að ræða.

Unaðsleikurinn átti sér stað undan ströndum Hawaii, vestur af eyjunni Maui, þar sem tveir hvalir syntu að og umhverfis bát áður og hófu svo að láta vel hvor að öðrum á um það bil þriggja til fimm metra dýpi.

Samkvæmt umfjöllun Guardian er fremur fátítt að sjá getnaðarlim hnúfubaks en í þessu tilviki glitti í ekki einn heldur tvo. Þannig var ekki aðeins um að ræða fyrsta skiptið sem kynlíf hnúfubaka náðist á mynd heldur var einnig um að ræða fyrsta dæmið um hinsegin hegðun hjá tegundinni.

Hinsegin hegðun er hins vegar langt í frá sjaldgæf í dýraríkinu og hefur meðal annars sést meðal höfrunga og háhyrninga.

Kynlífið fór þannig fram að annar hvalurinn hélt við hinn með risastórum uggunum á sama tíma og hann „fór inn í hann“. Því miður virtist sá sem „tók við“ vera nokkuð laslegur; virtist ekki hafa nærst eðlilega og var þakinn í hvalalús.

Stephanie Stack, sérfræðingur hjá Pacific Whale Foundation, segir menn löngum hafa verið meðvitaða um afar flókna samfélagsgerð hnúfubaka en það sé einstakt að verða vitni að umræddum viðburði.

Í grein um atvikið segir að mögulega noti hvalir rifu þar sem getnaðarlimurinn hvílir jafnan eða endaþarmsopið til að æfa mökun, mynda bandalög eða sýna yfirráð.

Greinin birtist í tímaritinu Marine Mammal Science.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×