Illvirki hafi verið unnið Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2024 12:34 Árni Tómas gagnrýnir Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Vogi og Ölmu Möller landlækni harðlega í pistli sem hann birti á Vísi. Læknablaðið Árni Tómas Ragnarsson læknir segir Ölmu Möller landlækni hafa framið illvirki á skjólstæðingum sínum þegar hún stöðvaði starfsemi hans. Þá gagnrýnir hann Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Vogi og sakar um blekkingar. Árni Tómas ritar stutta grein á Vísi þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum en hann sinnti morfínsprautufíklum um tveggja til þriggja ára skeið eða allt þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi hans. „Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um,“ segir Árni. Mikið hefur verið rætt um starfsemi Árna sem var á gráu svæði en hins vegar eru margir á því að skaðaminnkandi úrræði sem Árni Tómas bauð uppá sé eitthvað sem hlýtur að koma en kerfið sé svifaseint og bregðist seint og illa við. Vanhugsað illvirki framið Árni Tómas segir gott starf unnið á Vogi en það sé hins vegar blekking sem Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi beiti þegar hún talar um skjólstæðinga hans. „Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður.“ Þessum hópi þurfa læknar líka að sinna, að sögn Árna, til að bæta lífslíkur þeirra og líðan. En það er nákvæmlega það sem Árni Tómas taldi sig vera að gera. „Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið.“ Hann skrifaði uppá dóp fyrir fíkla! Árni Tómas vonar að framlag hans hafi orðið til að vekja athygli á líðan og stöðu þessa viðkvæma hóps, þá hafi allt þetta ekki verið til einskis unnið. Eins og liggur í hlutarins eðli hefur starfsemi Árna Tómasar ekki verið óumdeild. Og þannig ritaði Guðmunda G. Guðmundsdóttir aðstandandi pistil sem hún birti á Vísi þar sem hún segir Árni Tómas ekki hafa verið að lækna neinn, „hann skrifaði uppá dóp fyrir fíkla sem við niðurgreiðum og kallar það líkn!“ Þá telur Guðmunda ummæli Árna um Ölmu og Valgerði honum ekki til sóma. Þær séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Fíkn Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sprautufíklarnir mínir Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. 28. febrúar 2024 12:30 Skaði eða skaðaminnkun? Þegar stórt er spurt getur verið flókið að finna svör, þá meina ég rétt svör byggð á margra ára reynslu ekki svörin sem henta þér best í það og það skiptið. 26. febrúar 2024 07:31 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Árni Tómas ritar stutta grein á Vísi þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum en hann sinnti morfínsprautufíklum um tveggja til þriggja ára skeið eða allt þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi hans. „Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um,“ segir Árni. Mikið hefur verið rætt um starfsemi Árna sem var á gráu svæði en hins vegar eru margir á því að skaðaminnkandi úrræði sem Árni Tómas bauð uppá sé eitthvað sem hlýtur að koma en kerfið sé svifaseint og bregðist seint og illa við. Vanhugsað illvirki framið Árni Tómas segir gott starf unnið á Vogi en það sé hins vegar blekking sem Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi beiti þegar hún talar um skjólstæðinga hans. „Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður.“ Þessum hópi þurfa læknar líka að sinna, að sögn Árna, til að bæta lífslíkur þeirra og líðan. En það er nákvæmlega það sem Árni Tómas taldi sig vera að gera. „Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið.“ Hann skrifaði uppá dóp fyrir fíkla! Árni Tómas vonar að framlag hans hafi orðið til að vekja athygli á líðan og stöðu þessa viðkvæma hóps, þá hafi allt þetta ekki verið til einskis unnið. Eins og liggur í hlutarins eðli hefur starfsemi Árna Tómasar ekki verið óumdeild. Og þannig ritaði Guðmunda G. Guðmundsdóttir aðstandandi pistil sem hún birti á Vísi þar sem hún segir Árni Tómas ekki hafa verið að lækna neinn, „hann skrifaði uppá dóp fyrir fíkla sem við niðurgreiðum og kallar það líkn!“ Þá telur Guðmunda ummæli Árna um Ölmu og Valgerði honum ekki til sóma. Þær séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.
Fíkn Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sprautufíklarnir mínir Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. 28. febrúar 2024 12:30 Skaði eða skaðaminnkun? Þegar stórt er spurt getur verið flókið að finna svör, þá meina ég rétt svör byggð á margra ára reynslu ekki svörin sem henta þér best í það og það skiptið. 26. febrúar 2024 07:31 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Sprautufíklarnir mínir Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. 28. febrúar 2024 12:30
Skaði eða skaðaminnkun? Þegar stórt er spurt getur verið flókið að finna svör, þá meina ég rétt svör byggð á margra ára reynslu ekki svörin sem henta þér best í það og það skiptið. 26. febrúar 2024 07:31