Illvirki hafi verið unnið Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2024 12:34 Árni Tómas gagnrýnir Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Vogi og Ölmu Möller landlækni harðlega í pistli sem hann birti á Vísi. Læknablaðið Árni Tómas Ragnarsson læknir segir Ölmu Möller landlækni hafa framið illvirki á skjólstæðingum sínum þegar hún stöðvaði starfsemi hans. Þá gagnrýnir hann Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Vogi og sakar um blekkingar. Árni Tómas ritar stutta grein á Vísi þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum en hann sinnti morfínsprautufíklum um tveggja til þriggja ára skeið eða allt þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi hans. „Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um,“ segir Árni. Mikið hefur verið rætt um starfsemi Árna sem var á gráu svæði en hins vegar eru margir á því að skaðaminnkandi úrræði sem Árni Tómas bauð uppá sé eitthvað sem hlýtur að koma en kerfið sé svifaseint og bregðist seint og illa við. Vanhugsað illvirki framið Árni Tómas segir gott starf unnið á Vogi en það sé hins vegar blekking sem Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi beiti þegar hún talar um skjólstæðinga hans. „Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður.“ Þessum hópi þurfa læknar líka að sinna, að sögn Árna, til að bæta lífslíkur þeirra og líðan. En það er nákvæmlega það sem Árni Tómas taldi sig vera að gera. „Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið.“ Hann skrifaði uppá dóp fyrir fíkla! Árni Tómas vonar að framlag hans hafi orðið til að vekja athygli á líðan og stöðu þessa viðkvæma hóps, þá hafi allt þetta ekki verið til einskis unnið. Eins og liggur í hlutarins eðli hefur starfsemi Árna Tómasar ekki verið óumdeild. Og þannig ritaði Guðmunda G. Guðmundsdóttir aðstandandi pistil sem hún birti á Vísi þar sem hún segir Árni Tómas ekki hafa verið að lækna neinn, „hann skrifaði uppá dóp fyrir fíkla sem við niðurgreiðum og kallar það líkn!“ Þá telur Guðmunda ummæli Árna um Ölmu og Valgerði honum ekki til sóma. Þær séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Fíkn Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sprautufíklarnir mínir Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. 28. febrúar 2024 12:30 Skaði eða skaðaminnkun? Þegar stórt er spurt getur verið flókið að finna svör, þá meina ég rétt svör byggð á margra ára reynslu ekki svörin sem henta þér best í það og það skiptið. 26. febrúar 2024 07:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Árni Tómas ritar stutta grein á Vísi þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum en hann sinnti morfínsprautufíklum um tveggja til þriggja ára skeið eða allt þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi hans. „Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um,“ segir Árni. Mikið hefur verið rætt um starfsemi Árna sem var á gráu svæði en hins vegar eru margir á því að skaðaminnkandi úrræði sem Árni Tómas bauð uppá sé eitthvað sem hlýtur að koma en kerfið sé svifaseint og bregðist seint og illa við. Vanhugsað illvirki framið Árni Tómas segir gott starf unnið á Vogi en það sé hins vegar blekking sem Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi beiti þegar hún talar um skjólstæðinga hans. „Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður.“ Þessum hópi þurfa læknar líka að sinna, að sögn Árna, til að bæta lífslíkur þeirra og líðan. En það er nákvæmlega það sem Árni Tómas taldi sig vera að gera. „Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið.“ Hann skrifaði uppá dóp fyrir fíkla! Árni Tómas vonar að framlag hans hafi orðið til að vekja athygli á líðan og stöðu þessa viðkvæma hóps, þá hafi allt þetta ekki verið til einskis unnið. Eins og liggur í hlutarins eðli hefur starfsemi Árna Tómasar ekki verið óumdeild. Og þannig ritaði Guðmunda G. Guðmundsdóttir aðstandandi pistil sem hún birti á Vísi þar sem hún segir Árni Tómas ekki hafa verið að lækna neinn, „hann skrifaði uppá dóp fyrir fíkla sem við niðurgreiðum og kallar það líkn!“ Þá telur Guðmunda ummæli Árna um Ölmu og Valgerði honum ekki til sóma. Þær séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.
Fíkn Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sprautufíklarnir mínir Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. 28. febrúar 2024 12:30 Skaði eða skaðaminnkun? Þegar stórt er spurt getur verið flókið að finna svör, þá meina ég rétt svör byggð á margra ára reynslu ekki svörin sem henta þér best í það og það skiptið. 26. febrúar 2024 07:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Sprautufíklarnir mínir Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. 28. febrúar 2024 12:30
Skaði eða skaðaminnkun? Þegar stórt er spurt getur verið flókið að finna svör, þá meina ég rétt svör byggð á margra ára reynslu ekki svörin sem henta þér best í það og það skiptið. 26. febrúar 2024 07:31