Navalní borinn til grafar á föstudag Lovísa Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2024 10:31 Navalní lést í fangelsi þann 16. febrúar. Hann hafði fyrir það verið einn helsti andófsmaður Pútín í Rússlandi. Vísir/EPA Alexei Navalní verður borinn til grafar í Moskvu á föstudag. Það staðfestir talsmaður tengdur honum. Athöfnin fer fram í Borisovskoye kirkjugarðinum í Moskvu eftir kveðjuathöfn sem haldin verður í Maryino hverfi borgarinnar. Greint var frá því fyrr í vikunni að erfiðlega hefði gengið að finna stað fyrir athöfnina því að sumir hafi neitað þegar þeir komust að því fyrir hvern athöfnin var. Alexei Navalní lést í fangelsi í Síberíu fyrr í þessum mánuði. Um árabil var hann helsti andstæðingur forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Eiginkona Navalní hefur kennt Pútín um dauða hans. Greint var frá því í gær að samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum og hann nálægt því að verða frjáls maður þegar hann lést þann 16. febrúar. Lík Navalní var afhent móður hans í upphafi þessarar viku en móðir hans, Ljúdmíla Navalní, sagði í ávarpi eftir andlát hans að rússnesk yfirvöld hefðu ætlað að grafa hann í kyrrþey í kirkjugarði fanganýlendunnar þar sem hann lést. Eftir þrýsting frá fjölskyldunni afhentu rússnesk yfirvöld móður hans lík hans. Í umfjöllun BBC um útför Navalní kemur fram að fjölskylda hans hafi upprunalega viljað halda útförina á morgun, þann 29. febrúar, en að erfiðlega hafi gengið að fá starfsmenn til að grafa gröfina því að Pútín mun á morgun halda sína árlega ræðu í rússneska þinginu á morgun. Ivan Zhdanov, talsmaður sjóðs gegn spillingu í nafni Navalní, sagði á samfélagsmiðlinum X að ríkisstjórnin vissi að enginn myndi vilja hlusta á Pútín sama dag og Navalní er borinn til grafar. Þá hvatti hann fólk til að mæta snemma til að geta kvatt Navalní. Mál Alexei Navalní Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. 27. febrúar 2024 18:06 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Greint var frá því fyrr í vikunni að erfiðlega hefði gengið að finna stað fyrir athöfnina því að sumir hafi neitað þegar þeir komust að því fyrir hvern athöfnin var. Alexei Navalní lést í fangelsi í Síberíu fyrr í þessum mánuði. Um árabil var hann helsti andstæðingur forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Eiginkona Navalní hefur kennt Pútín um dauða hans. Greint var frá því í gær að samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum og hann nálægt því að verða frjáls maður þegar hann lést þann 16. febrúar. Lík Navalní var afhent móður hans í upphafi þessarar viku en móðir hans, Ljúdmíla Navalní, sagði í ávarpi eftir andlát hans að rússnesk yfirvöld hefðu ætlað að grafa hann í kyrrþey í kirkjugarði fanganýlendunnar þar sem hann lést. Eftir þrýsting frá fjölskyldunni afhentu rússnesk yfirvöld móður hans lík hans. Í umfjöllun BBC um útför Navalní kemur fram að fjölskylda hans hafi upprunalega viljað halda útförina á morgun, þann 29. febrúar, en að erfiðlega hafi gengið að fá starfsmenn til að grafa gröfina því að Pútín mun á morgun halda sína árlega ræðu í rússneska þinginu á morgun. Ivan Zhdanov, talsmaður sjóðs gegn spillingu í nafni Navalní, sagði á samfélagsmiðlinum X að ríkisstjórnin vissi að enginn myndi vilja hlusta á Pútín sama dag og Navalní er borinn til grafar. Þá hvatti hann fólk til að mæta snemma til að geta kvatt Navalní.
Mál Alexei Navalní Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. 27. febrúar 2024 18:06 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. 27. febrúar 2024 18:06
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01
Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30
Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37